Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 36
dæmdur í útlegð frá sjónvarp- inu og frá hljómleikahaldi um nokkurra mánaða skeið. Nú fór að síga á ógæfuhlið- ina fyrir Proby. Ekki bætti úr skák, þegar hann söng lagið „Somewhere" úr söngleiknum West Side Story á plötu. Gagn- rýnendur fóru hinum háðuleg- ustu orðum um túlkun hans og sögðu, að hann hefði afskræmt dásamlegt lag. Þrátt fyrir þessar ófarir hélt Proby áfram að sann- færa sjálfan sig og aðra um það, að enginn söngvari væri honum fremri. Þegar Proby fékk aftur leyfi til að koma fram á hljómleikum, lýsti hann því yfir, að hann skyldi sjá til þess að buxnaævin- týrið endurtæki sig ekki. Margir ráku upp stór augu, þegar hann birtist í sviðsljósinu á ný — í samfesting. En því miður — samfestingurinn dugði ekki held- ur. Hann rifnaði hvað eftir ann- að! Að lokum var svo komið, að læknar ráðlögðu Proby að hafa hægt um sig. Hann þyldi greinilega ekki allan hamagang- inn á sviðinu — frekar en sam- festingurinn. Þegar hér var komið sögu tóku aðdáendur Probys smátt og smátt og smátt að missa áhuga á honum. Hann söng ekki leng- ur fyrir troðfullu húsi eins og áður fyrri. Fyrir nokkrum mánuðum kom hann fram á hljómleikum í Kaupmannahöfn. Örfáar hræð- ur mættu til þess að hlusta á hann og það var greinilegt, að hrifningin var ekki upp á marga fiskaii-i. Þetta varð Proby sjálf- um ljóst, og að hljómleikunum loknum tilk.vnnti hann alvarleg- ur í bragði, að hann hefði á- kveðið að hætta með öllu að syngja. Hann sagði skilið við fylgisvein sinn, sem hafði verið hans auðmjúkur þjónn á veldis- dögunum og sendi hann aftur heim til föðurhúsanna — til Bandaríkjanna. Sjálfur hafði hann talsverðar áhyggjur, þegar hann sneri aftur til Bretlands frá Danmörku, því að atvinnu- leyfi hans var runnið út. Öll nótt virtist úti. En Proby virðist ekki hafa dá- ið ráðalaus. Þær fregnir hafa borizt að hann sé kominn á kreik einu sinni enn. Svo mikið er víst, að ráðgert er að kvik- mynd verði gerð um söngferil hans og hefur okkur verið sagt að hún eigi að heita „Tilkomu- mesta saga, sem aldrei var sögð“. Svo mikið er víst, að hann sendi frá sér nýja plötu nýlega með laginu „You-ve Come Back“. (Þú ert kominn aftur). Enn í dag segir Proby: — Ég er bezti söngvari í heimi og aðdáendur minir krefjast þess að ég komi aftur. Hann er eins og fugl, sem ekki er hægt að handsama. Hann kem- ur alltaf aftur og aftur ú við mig að skilnaði? Þú hefur heimilisfang mitt í Viterbo. Láttu mig vita, þegar þú hefur tekið á- kvörðun.... kannski sendirðu mér símskeyti. . . . “ „Já, það er sagt að ástin geri menn stundum glámskyggna," varð mér að orði. „Það er þó hverju orði sann- ara.“ Fáum mánuðum síðar stóð svo brúðkaupið, loksins, í kirkju heilags Pasquales Bailonne. Þeg- ar hinni kirkjulegu athöfn var lokið, var gestum boðið til veizlu- verðar í nálægu veitingahúsi, að Via della Lungarina. Þegar kom út úr kirkjunni laumaðist ég á brott úr hópnum, ásamt nokkrum öðrum, sem ekki ætluðu sér að sitja veizluna. Það var hellirign- ing og ég hraðaði för minni. Og þá gerðist það, að ég heyrði ein- hvern kalla: „Allessandro . .. “ Ég leit um öxl og sá hvar Erimino veifaði til mín, þar sem hann stóð inni í þröngri hliðar- götu. „Ég var í kirkjunni og fylgdist með allri athöfninni. Ég var skammt frá altarinu," sagði hann. „Hrífandi athöfn, fannst þér það ekki?“ „Og veiztu hvað? Hún kom auga á mig, þó að ég stæði á bak við súlu. Og einmitt andartaki áður en að hún svaraði spurn- ingu prestsins játandi, þá leit hún til mín og brosti. Ó, þessar konur, þessar konur. . Á ég að segja þér eitt, hún hefur gifzt gegn vilja sínum, og ein- hverntíma, kannske áður en langt um líður, þá getur farið svo, það er að segja ef ég þá ...“ „Ástin byggist á tilfinningun- um,“ sagði ég. „Láttu allt kyrrt liggja eins og orðið er. Þú átt tilfinningar hennar. Og hvað fær Ettore svo, þegar allt er skoðað? Haminn, ekkert nema haminn.“ Þetta virtist sannfæra hann fullkomlega. „Þetta er rétt sagði hann. „Þegar um konur er að ræða, ber allt að sama brunni.“ „Já ,svo sannarlega. Þessar konur, þessar konur. . . “ Kóngur eða bara vælukjói Framhald af bls. 17. sviðinu, heldur hélt hann áfram með efnisskrá sína eins og ekkert hefði í skorizt. Nú var mörgum nóg boðið. í sjónvarpsþætti nokkru síð- ar endurtók sama sagan sig. Proby missti niður um sig bux- urnar fyrir framan alþjóð. Af- leiðingin var sú, að hann var Blæfagur fannhvítur þvottur meS Sj.'lfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip — þvf það er ólfkt venjuiegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottahœfni Skip er svo gagnger að þér fáið ekkifantihvítari þvott. Notið Skip og sannfærist sjálf. dðþ-serstakSega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar XB-SKPI a/ICE-644? í5(> VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.