Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 49
plast stólar höfum hafið framleiðslu ó fjarlægðarstólum fyrir steypustyrktar- jórn, bæði í loft, veggi og súlur. með tilkomu plaststólanna vinnst eftirfarandi: ■ við spörum peninga. ■ við aukum öryggið. 9 jórn kemur aldrei út úr steypu og viðgerðarkostnaður af þeim sökum fellur niður. ■ styrkur jórnsins heldur sér því aðeins; að jórnið sé 6 þeim stað, sem það ó að vera.-plaststólarnir tryggja það. ■ notkun plaststólanna er einföld; (sbr. skýringarmyndir) ogtryggir að jórn séu rétt í steypu, þegar steypt er. hcldur jórni i fjarlægð 1,4 cm fró gólfi. fjorlægðarstólar fyrir steypustyrktarjórn í loftplötur: óætlað er að tvo stóla þurfi ó hvern m-, en allir sverleikar ganga i stóla þessa, allt fró 8 til 25 mm. hcldur jórni í fjarlægð 2,2 cm fró vcgg. fjarlægðarklossar fyrir steypustyrktarjórn í veggi: óætlað er að einn til tvo stóla þurfi ó hvern m-. einnig gert fyrir alla sverleika. Sendum á staði i Reykjavik og nógrenni GRENSÁSVEGI 22 REYKJAVÍK SÍMAR 33810 12551 iðhplast höfunda úr þeim hópum, sem nú eða nýlega hafa lokið námi í skólum, þá verður það þrátt fyrir móðurmálskennsluna en ekki vegna hennar. G.S. Banvæn sníkjujurt Framhald af bls. 13. — Víst er þetta hann, sagði Jeb. — Hann sagðist heita Mill- er. Svo beindi hann augum sín- um að Victor. — Hvernig gátuð þér fengið yður til þess að eitra fyrir þennan góða mann? Hvern- ig gátuð þér fengið yður til að fremja svona hryllilegan verkn- að? — Ég hefi aldrei séð þennan karl fyrr, sagði Victor rólega. — Hann hlýtur að vera með lausa skrúfu! Þess utan var ég á Spáni þegar frændi minn dó. Hann hef- ur trúlega ekki verið nógu ná- kvæmur. Ef einhver hefur plant- að eitursveppum innan um æti- sveppina, þá var það að minnsta kosti ekki ég. — Það plantaði enginn eitur- sveppum innan um ætisveppina hans. Slíkt hefði Penfield upp- götvað strax, sagði lögreglufor- inginn. — Morðinginn notaði sprautu. Að öllum líkindum vann hann eitrið úr eitursveppum og sprautaði því inn í ætisveppina, sem voru orðnir þroskaðir. Þetta hefur verið anzi sniðuglega hugs- að. Það hefði líklega heppnazt, ef Jackson hefði ekki fundið Penfield deyjandi og sá að þetta var sveppaeitrun, enda sannaði réttarkrufningin það. Jackson var hjá Penfield, þegar hann tíndi sveppina og gat ekki skil ið að hann hefði ruglað saman tegundunum. — En það hlýtur hann að hafa gert, sagði Victor. — Ég hefi aldrei átt neina sprautu. enda myndi ég ekki vita hvað sneri aftur eða fram á slíku verkfæri. — En svo er það furðulegt að fingraförin yðar skuli vera á þessari hérna, sagði lögreglufor- inginn og tók aflangan hlut upp úr skrifborðsskúffu sinni. — Þeir segja það í Washington að fingra- för yðar séu á þessari sprautu. Þeir fundu þau í nafnaskrá hers- ins. Victor horfði á þennan hlut og gapti af undrun. Þetta var ó- notalega líkt sprautunni sem hann hal(ði notað. Hann fann hvernig magi hans dróst saman. — Hvar ... ? Hvernig ... ? — Það var tamdi skjórinn hans Jacksons, sagði lögregluforing- inn. — Eins og þér vitið er skjór- inn hrifinn af öllu sem glitrar. Venjulega fljúga þeir heim í hreiðrið með það sem þeir finna. En þessi skjór færir Jackson alla dýrgripi sína. Jeb sá strax hvern- ig í þessu lá. Hann' sá að það gat verið að þér hefðuð spraut- að eitri í ætisveppina, þessvegna sneri hann sér til okkar. Þetta var klaufalegt af yður, Eliot. Ég meina að það var klaufalegt að skilja eftir fingraför. Þér hefðuð átt að þurrka af sprautunni og grafa hana svo kyrfilega niður. Lögregluforinginn hristi höfuð- ið, eins og hann væri vonsvik- inn. Victor hugsaði til þéttra þvrni- runnanna í botni gjárinnar. Þang- að komst enginn maður, en fugl- skrattinn gat auðvitað komizt þetta, eins og ekkert væri.... ☆ Vinsæli lagasmiður Framhald af bls. 16. The Bells". Á fjögurra laga plöt- únni „Kwyet Kinks“ er m.a. lag hans „Don’t You Fret“, en á þeirri plötu er einnig lag eftir bróður hans, Dave. Það heitir „Wait Till The Summer Comes Along“. Ray hefur látið í ljós mikla ánægju yfir hinum ótví- ræðu hæfileikum bróður síns, en hitt er svo annað mál, að margir þykjast greina áhrif frá stóra bróður. Ray trúir því, að hann sé góður lagasmiður, og til þess að hann missi ekki sjálfstraustið, sann- færir hann sjálfan sig um, að hann sé sá eini, sem máli skipti. — Mér er mest í mun, að lög- in mín eigi eftir að heyrast á ókomnum árum, segir hann. Ray hefur nýlega lokið við að semja titillag fyrir næstu kvikmynd Elvis Presley, en nú er hann önnum kafinn við að semja kvikmyndahandrit að fyrstu kvikmynd The Kinks. Ekki er vitað, hvenær sú kvik- mynd verður tilbúinn, en Ray leggur sig allan fram við að gera hana sem bezta úr garði og hefur þegar fengið ýmsa úr- vals leikara til þess að koma fram í myndinni ásamt The Kinks. Cilla veit hvaS hún syngur Framhald af bls. 16. gleymast ekki. En hér í Bretlandi höfum við aðstöðu til að koma fram í sjónvarpinu og getum vel komizt af ón þess að senda fró okkur plötu. Og nú hefur Cilla sent frá sér annað lag, sem nefnist Alfie, og er úr samnefndri kvikmynd. Hitt lagið á þessari plötu er komið undan penna Bobby Wills. Bobby þessi er hjálparkokkur Cillu og fylgifisk- ur, er hún kemur fram á hljómleik- um. Á öndverðu þessu ári gekk sú saga fjöllunum hærra, að kærleik- ur væri milli hans og Cillu. Það kom þó fljótt á daginn, að þessi saga var runnin undan rifjum Bobba, sem gerði sér þær gyllivonir að Cilla vildi ganga að eiga hann. En blaðran sprakk með háum hvelli, þegar Cilla lét þá yfirlýsingu á þrykk út ganga, að ekkert væri hæft í orðróminum. Lulu... Framhald af bls. 17. þessi atburður ætti eftir að gerbreyta lífi hennar. Því að sú varð einmitt rauninl Lagið sló i gegn — eins og sagt er — það komst á vinsældalist- ann og áður en langt um leið var nafn Lulu á hvers manns vörum. Þannig gekk Lulu sín fyrstu skref á frægðarbrautinni, en eftir þeim þyrn- um stráða vegi hefur hún arkað í tvö ár — og eru leiðarlokin hvergi sjáan- leg. Hana dreymir um að fá tæki- færi til að syngja í söngleikjum. Söngstíll hennar er nú orðinn allur annar en á fyrstu plötu hennar og ber nýjasta lagið hennar, „Call me“, það greinilega með sér. Sér til aðstoðar hefur Lulu alltaf haft vini sína, sem hvöttu hana til að syngja í fyrsta skipti — The Gleneaglas. Þeir hafa að vísu skipt um nafn og heita nú The Luvvers — sem er auðvitað ósvikin skozka! VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.