Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 7
VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hresscmdi! Það er ganian að matreiða í nýtízku eldhúsi, þar sem loftið er hreint og fcrskt. Það skapar Iétta lund, vinnuglcði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka fðt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega ioftræstingu, þvf auk þess að soga að sér og hlása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins i cldhúsinu og næstu herhergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun ó síum! Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar cndurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ctt hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfríu stáli! Bahco Bankctt hefur hins vcgar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sem ekki einungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum sfurnar. Fitusíurnar eru losaðar mcð cinu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar. Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yíir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vci og fallcga staðscttir. Falleg, stílhrein og vönduð — fer alis staðar vel! Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, cins og ntörg fallegustu heimilistækin f dag, og er sænsk úrvalsframlciðsla frá einum stærstu, rcyndustu og nýtfzkulegustu loft- ræstitækjavcrksmfðjum álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það cr einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega Ioftræstingu. Hagsýnir húsbyggjcndur gera því ráð fyrir útblástursgati cða sérstökum loftháfi. Þelr, sem cndurnýja eldri eldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg cða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvfta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljiö viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. — - ■** - - — mínum á réttritunarkunnáttu, og færi ykkur mínar beztu fyrir- fram þakkir fyrir væntanlegar upplýsingar. Annley. Stofnunin, sem þú spyrff um, heitir réttu nafni Ráðleggingar- stöð í hjúskaparmálum og er að sönnu til húsa á Lindargötu 9. Þar starfa Iæknir og prestur. Læknirinn, Pétur Jakobsson, hefur viðtalstíma frá 4—6 á mið- vikudögum, en presturinn, séra Erlendur Sigmundsson, á þriðju- dögum og föstudögum kl. 5—6. Síma hefur stöðin ekki, enn sem komið er. Tíma mun ekki þurfa að panta fyrirfram. Við vonum svo, að bróður (eða í þessu tilfelli systurkærleikur okkar verði til þess að spara ein- hverjum sakleysingjanum annars hugsanleg fjárútlát. — Hvað rétt- ritunina snertir, er ástæðulaust fyrir þig að biðjast afsökunar á henni, því hún er í betra lagi. ÆTIA TIL ÁSTRALÍU. Kæra Vika! Vð erum hérna þrjár vinkonur, sem langar til að skoða heiminn, og erum með ýmsar ráðagerðir í því sambandi. Við höfum heyrt, að það væri gaman að koma til Ástralíu og gott að fá vel borg- aða vinnu þar. Okkur datt í hug að þú, kæri póstur, gætir kannski gefið okkur einhverjar upplýs- ingar um þetta mál, til dæmis hvað dýrt sé að ferðast til lands- ins o.s.frv. eða kannski getur þú líka vísað okkur á einhvern stað, sem við getum fengið upplýs.ing- ar um þetta. Tvær okkar eru nitján ára, en ein tuttugu. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Þrjár í gæfuleit. P.S. Hvernig er skriftin? Því miður getum við ekki gefið ykkur neinar öruggar upplýsing- ar um þetta. en við vitum þó, að tiltölulega ódýrt mun vera fyrir fólk að fara til Ástralíu, það er að segja ef það vill setjast að í landinu. Nú vitum við ekki hvort þið hugsið svo langt, en á það má benda, að Ástralía er land mikilla framfara og grósku og lífskjör þar einþver þau beztu í heimi. Yfirvöldin þar sækjast mjög eftir sem flestum innflytj- endum trá Evrópu, og munu Norðurlbúar ekki sízt velkomn- ir. Sérstaklega er þó lögð áherzla á að ná sem flestu kvenfólki til landsins, því karlmenn hafa til þessa verið í miklum meirihluta meðal innflytjenda og eru því í töluverðum meirihluta í landinu. Hafa ástralskir leiðtogar farið í sérstaka áróðursleiðangra til Vesturlanda til að lokka til sín kvenfólk og heitið því gulli og grænum skógum. Við það má bæta, að ástralskir karlmenn eru sagðir myndarmenn tl orðs og æðis að öllum jafnaði. Þið vitið sjálfsagt, að enska er töluð í landinu, enda eru flestir Iands- manna ættaðir frá Bretlandseyj- um. En varðandi allar nánari upplýsingar getið þið sjálfsagt snúið ykkur til brezka sendiráðs- ins í Reykjavík, sem vafalítið getur leyst á fullnægjandi hátt úr öllum ykkar spumingum varðandi Ástralíu. Skriftin er falleg. LAUGARVATNSUNGLINGAR OG DÁTASKJÁTUR Kæri Póstur! Blöðin skrifa mikið um drukkna unglinga á Laugarvatni og draga þar ekkert undan, en það er ekki nema helmingur af sex—sjö hundruð unglingum sem eru und- ir áhrifum áfengis þar. En það er gleymt að minnast á ferming- artelpurnar, sem gráta þegar frönsku dátarnir fara héðan. Það er kannske alltof mikil þjóðar- skömm. Ef til vill af því að svona stúlkur ættu að vera á uppeldis- heimili, sem því miður er ekki til hér í borg nema smá kompa hjá ósérmenntuðu fóki eins og hjá Hjálpræðisherskerlingum. . Húsmóðir í Reykjavík. Þótt aðeins helmingur þessara sjö hundruð Laugarvatnsung- linga liafi verið í áfenginu, þá finnst okkur það nú fullmikið af því góða. En við erum alveg sammála þér í því, að þetta sjó- liðaflangs í stelpunum er hrein þjóðarskömm. En það eru að okk- ar áliti ekki fyrst og fremst stelpugreyin, sem eiga að skamm- ast sín, því þetta er nú einu sinni svo fljóthuga og áhrifagjarnt á þessum aldri. Skömmin hvílir á stjórnarvöldunum, sem veita þessu hvimleiða dátapakki Iand- gönguleyfi. Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVÍK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: .............................................................. Heimilisfang: .................................................... Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.