Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 23
Hugh Hefner bæði á og ritstýrir Playboy, mánaðarriti, sem eink- um er ætlað karlmönnum og hefur náð dæmalausum vinsæld- um. Auk þess á hann keðju næturklúbba um öll Bandaríkin og víðar. Æskudraumarnir hafa rætztogríki hans blómstrar. Kanín- urnar njóta lífsins í dýrlegum veizlum á heimili hans. Pen- ingarnir streyma inn og heimspekin flæðir út. Hugh Hefner er talinn eiga 70 milljónir dollara, en sjálfur hefur hann lítinn tíma til að sinna þokkagyðjunum brjóstamiklu, sem fylla hús hans. Þegar vindurinn af Michiganvatni er orSinn heitur og litlu kanínurnar, sem annast dyravörzlu í Playboy-klúbbn- um eru orðnar léttklæddar og bún- ar að leggja loðfeldina sína á hill- una, verða mikil tímamót í lífi ein- hvers happasælasta borgara Chicago- borgar, Hugh Hefner. Það var hann sem árið 1953, þá ungur að árum, fékk að láni 600 doll- ara til að hefja útgáfu á Playboy, mánaðarlegu skemmtiriti fyrir karlmenn. Nú er umsetning hans orðin 48 milljón dollarar árlega. Hann er nú að taka við Palmolive-stórhýsinu á Michigan Avenue, sem er upp á 37 hæðir, og þar verður framvegis aðsetur hans. Það getur verið að einhverjir gamlir Chicago- borgarar þykist ekki taka eftir þessu,- það er ennþá dálítið erfitt fyrir afturhaldssama, mið- aldra góðborgara, að viðurkenna dugnað þessa unga áhlaupamanns og taka hann í sinn hóp. En venjulegir menn horfa á þetta með aðdáun og skemmta sér vel; leigubílstjórar benda ferða- mönnum með stolti á Playboy-bygginguna. Flug- menn og sjómenn eiga eflaust eftir að gangast fyrir því að hinn voldugi viti á þaki hússins, verði endurskírður; þetta 38 billjón watta „Kan- inu"-merki, sem lýsir og snýst, og sést úr 500 mílna fjarlægð. Þetta er óhrekjanlega merki snilligáfu og heppni. Þarna hefur risið upp heilt keisaradæmi. Play- boy-klúbbarnir einir skiluðu meira en 19 milljón dollara gróða, síðastliðið ár. Það eru 15 Play- bcy-klúbbar í Bandaríkjunum og Jamaica og þeir hafa umturnað öllum næturklúbbarekstri og menningu. Þar er aðeins eitt verð, allt kost- ar þar einn og hálfan dollar, t.d. drykkir og máltíðin, en aðallega eru það stúlkurnar, sem ganga um beina, sem setja svip sinn á umhverf- ið. Þær eru klæddar þröngum lífstykkjum, sem eru þannig löguð að vöxturinn komi sem bezt í Ijós, með kanínueyru á höfðinu og hina sér- kennilegu kanínurófu á bakhlutanum. Það stend- ur til að opna fyrsta Playboy-klúbbinn í Evrópu í sumar og verður hann við Park Lane í London, og Hefner hefur jafnvel í hyggju að koma „Kan- ínum" sínum fyrir í öllum aðalborgum vestræns heims. Þess utan er útgáfufyrirtæki Playboy, sem gefur út mjög seljanlegar sérprentanir af Playboy sögum, skrítlum og myndum, sömuleið- is spjaldbundnar bækur eftir Lenny Bruce, J. Paul Getty og aðra fræga menn og vitra. Svo eru það ýmsir hlutir sem Playboy fyrirtækið sel- ur, allt frá skyrtuhnöppum að skemmtiferðalög- um til Karabiahafsins, sem færði fyrirtækinu milljón dollara gróða síðastliðið ár. Ennfremur hefur Playboy umboð fyrir fyrirsætur, og gerir það meðal annars með það fyrir augum að fá nógar fegurðardísir í Kanínustöðurnar, enda hef- ur það borið góðan árangur, en Playboy leik- húsið í Chicago er eina fyrirtæki Hefners sem ekki skilar ágóða. En undirstaða allrar þessar- ar velgengni er Playboy, þykkt, skrautlegt og vandað mánaðarrit, fullt af sögum (góðum og hrollvekjandi), alvarlegum hugleiðingum (Play- boy Philosophy), leiðbeiningum fyrir þá sem eru einmana að maður ekki tali um allar myndirnar sem blaðið er fullt af; siða eftir síðu af nöktum og hálfnöktum „leiksystrum", Ijómandi myndir i glóandi litum. Umsetning Playboy fór yfir 3 milljónir dollara síðastliðið ár, og ennþá eykst það (marz heftið seldist í 3.770.000 eintökum). Sala blaðsins skilaði síðastliðið ár 28,5 milljón dollara gróða. Þegar öll kurl koma til grafar er álitið að HMH félagið (Hugh Marston Hefner er forstjóri og aðalhluthafi) sé sinna 70 milljón dollara virði, enda hikstaði Hefner ekki agnar ögn þegar hann skrifaði undir leigusamning til 63 ára og skuldbatt sig til að borga 2,7 milljón dollara leigu fyrir stórhýsið, sem í framtíðinni verður aðseturstaður fyrir hann og hina 700 starfsmenn hans. En þótt undarlegt megi virðast stígur Hefner varla fæti sínum í hinar stóru skrifstofur. í sið- astliðin fimm ár hefu Hefner eytt ævinni á heim- ili sínu, fjögra hæða, virðulegu múrsteinshúsi, sem stendur við rólega götu í auðmannahverfi Chicago-borgar, Mear North Side. Starfsfólkið kallar þetta hús „herrasetrið" (The Mansion), og það er hinn raunverulegi miðdepill HMH veld- isins. Hér er það sem Hef, en svo vill hann láta kalla sig, framkvæmir dagleg kraftaverk sín og dreymir mikla Piayboy-drauma, og hér hvílir hann sig líka á lárberjunum. Playboy birtir oft myndir af Hef í veldi sínu; Hefner sem gestgjafi fyrir frægt fólk, í stórri og vel búinni dagstofu sinni; myndir af honum þar sem hann heldur veizlur fyrir „Kanínurnar" sín- ar, en það gerir hann venjulega fjórum til fimm sinnum á ári; Hefner þar sem hann er í liðs- könnun, þ.e. hann raðar öllum Kanínunum upp og athugar hvort allt sé í lagi með þær. Annars búa þær á tveim efstu hæðum hússins og borga litla sem enga húsaleigu og setja svip á um- hverfið fyrir herra Piayboy sjálfan. Svo eru myndir þar sem hann er að sýna nýrri „leik- svstur" elektróniska skemmtiherbergið, þar sem veggirnir eru þaktir allskonar video-tækjum, þar á meðal fullkomnum sjónvarpsmyndavélum, sem hann notar til heimilisbrúks; Hefner þar sem hann er að sýna sundlaugina, hreina paradís með pólynesískum gróðri, og venjulega eru ein- hverjar af „Kanínunum" á sundi í volgu vatn- inu. Svo má auðvitað ekki gleyma þvi allra helgasta: svefnherberginu. Þaðan ritstýrir Hefn- er blaði sínu og einkum úr rúminu. Þetta er ekk- ert venjulegt rúm, það er geysistórt, hringlaga og búið allskonar tækjum, sem snúa því í allar áttir og það er jafnvel hægt að láta það titra, til afslöppunar. 28 manna starfslið annast heim- ilishaldið. En er Hef hamingjusamur? Hafa draumar hans rætzt? — Ég er fullkomlega ánægður, segir hann. — Eg vildi ekki skipta um stöðu við nokkurn ann- an mann, hvorki lífs eða liðinn . . . Hann situr við áttstrent skrifborð í vinnustofu sinni. Veggirnir eru klæddir dökku valhnotutré og gólfið grænu gólfteppi og allt í kringum hann eru lágir, rúmgóðir skjalaskápar. Það er klukkan 5,15 á miðvikudegi og Hefner er nýkominn á fætur. Hann er klæddur Ijósum buxum, hvítri skyrtu, sem er opin í hálsinn og hvítri vestispeysu. Hann er fertugur að aldri. — Hvað er velgengni? Ég myndi segja að það væri það að komast sem næst því að æskudraum- ■ ■ ■ I VTKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.