Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 25
 irtHMi&iifíihH i!*!#HÍW0h‘ ■'. ■'; *'' * * / ■' *: • kvæmislífi. Hann vinnur sólarhringana ut, stund- um 30—40 tíma í einu, borðar þegar hann man eftir að gera það, drekkur stöðugt sodavatn, sef- ur eins og ungbarn f ótta til níu stundir, fer svo á fætur og byrjar upp ó nýtt. Nýlega var sólarhringurinn hjá honum eitt- hvað á þessa leið; hann fór á fætur síðdegis, rétt fyrir klukkan fimm, talaði við blaðamann til klukkan ellefu um kvöldið, þrátt fyrir alls- konar truflanir og samtöl við starfsfólkið. Með- an á samtalinu stóð, lét hann einkarakara sinn klippa sig, einka-snyrtidömu laga neglur sín- ar . . . Klukkan ellefu um kvöldið fór hann nið- ur í svefnherbergi sitt, fór í náttföt og sökkti sér yfir myndaefni þangað til klukkan 1.30 um nóttina; þá komu þrír starfsmenn til að spila ,,Risk" við hann. Það er mjög flókið spil sem Hefner hefur miklar mætur á, nú sem stendur. Klukkan 5.30 hættu þeir að spila og þá sneri Hefner aftur til vinnu sinnar. Hann rannsakaði vandlega og samþykkti nokkrar myndateikning- ar, hálfa tylft af síðum í næsta hefti. Svo vann hann við The Playboy Forum (Póstinn) þangað ►' til seint um eftirmiðdaginn, þá lauk hann vinnu sinni í tæka tíð til að halda stefnumót við Cynt- hiu Maddox, sem er aðstoðarritstjóri við teikni- t myndasíðurnar,- hún var einu sinni einkavinkona Hefners, en var nú að koma með slatta af teikni- myndum. Klukkan fiögur fór Hefner á 45 mín- útna fund með forstióra kvikmyndahúsanna og ræða við hann um möguleika HMH fyrirtækis- ins á þeim vettvangi. Símasamtal við ellefu ára gamlan son hans tók hálftíma; — Hefner á son og dóttur úr hiónabandi sínu, (til þessa eina hjónaband hans) sem lauk með hjónaskilnaði fyrir 7 árum. Klukkan 6.30 um kvöldið sam- þykkti hann prófarkirnar af „leiksystur" mán- aðarins (Playmate of the Month), en það er allt- af frumskilyrði að þær séu í lagi. Svo sneri hann sér aftur að ritstióra-greinunum og vann við þær alla nóttina. Klukkan sex um morguninn, 37 klukkustundum eftir að hann fór á fætur, datt Hefner útaf í rúmið og steinsofnaði. Það gefur að skiþa að Hefner er ekki bein- línis hraustlegur í útliti. Hann er með innfalln- ar kinnar, brún augun liggja djúpt i augntóft- unum og dökkbrúnt hárið er orðið grásprengt. En framkoma hans er mjög hressileg. Hann er hreinskilinn, vingjarnlegur og ákaflega aðlað- andi, en hann hefur líka geysi mikið sjálfsálit. Hann talar hratt, með sterkum áherzlum og á lágri óskýrri mállýzku Mið-vesturríkianna. Hend- ur hans eru á stöðugri hreyfingu meðan hann talar, það er eins og þær hætti aldrei að vinna. — Ég hata svefninn, segir Hefner og hallar sér yfir áttstrenda fundaborðið. — Lífið er allt- of stutt, dagarnir eru of stuttir, þeir nægja mér aldrei til dagsverksins. Það er það eina sem ég er óánægður með. Ég er ákaflega þakklátur fyr- ir það að hafa upplifað þetta allt svona snemma í lífinu. Ef ég ann mér einhverrar hvíldar, ætti ég að geta tórt í nokkur ár enn. En jafnvel þótt ég ælti að deyja á morgun, finnst mér ég hafi átt ríka og fullnægjandi ævidaga. Playboy upp- fyllir allar mínar þarfir og þrár. Stundum finnst mér að hann gegni sama hlutverki hjá ýmsum öðrum, þótt þeir vilji ekki viðurkenna það. Hvað er það sem gerir það að verkum að Playboy tímaritið hefur náð svo gífurlegum vin- sældum? Til að fá svar við því verður að fara aftur í tímann og fylgja ferli Hefners sjálfs, því varla hefur nokkurt tímarit verið byggt svo al- gerlega upp af fjörugu ímyndunarafli eins ungs manns. Foreldrar hans voru guðhræddir meþodistar, af sænsku og þýzku bergi brotnir. Þau fluttu til Chicago frá Nebraska og Hefner eldri varð bók- haldari hjá stóru alumin fyrirtæki. Á æskuheim- ili Hefners var hvorki drukkið né reykt og eng- ar bíóferðir leyfðar á sunnudögum. Hefner hef- ur sagt að hann og Keith yngri bróðir hans hafi alizt upp við algera einskorðun. Hann ásakar samt ekki foreldra sína og ber enga reiði í brjósti til þeirra. Hefner eldri er nú gjaldkeri í einu fyrirtæki sonar síns og Keith hefur með þjálfun starfsfólks Playboy-klúbbanna að gera. Hefner hefur líka sagt að eitt þeirra afla sem standa á bak við Playboy, sé hans eigin þrá eftir því að reka nefið niður í hina ströngu siðferðiskenn- ingu, sem hann þekkti svo vel á æskuárunum. Hann virðist þó hafa búið við ósköp venju- leg lífsskilyrði. Eftir að hann útskrifaðist úr menntaskóla gegndi hann herþjónustu í tvö ár, (skrifstofustörf í Bandaríkjunum) síðan fór hann í háskólann í lllinois. Hann lagði stund á sál- fræði og sóttist námið vel og fékk ágætis ein- kunnir. Hann stofnaði skoptímarit við skólann, skrifaði sögur og teiknaði skopmyndir í það, söng með tríói á skólaskemmtunum og var trú- lofaður skólasystur sinni, Willie Williams. Eft- ir því sem herbergisfélagi hans í skóla, Robert Preuss, sem nú er einn af framkvæmdastjorum Playboy-fyrirtækianna, segir, bar hann með sér að geta orðið eitthvað mikið. - Hann var mjög skarpur náungi, segir Preuss. — Það var aldrei neitt vafamál að hann átti eftir að komast ve! áfram . . . Fyrstu árin eftir að hann útskrifaðist úr skóla árið 1949, var eins og Hefner fyndi ekki sjálf- an sig. Hann giftist Millie Williams, eignaðist tvö börn, og reyndi að koma sér áfram við mis- munandi störf. Hann fór eitt ar í framhaldsnam við háskólann Northwestern University, lagði þar stund á sálfræði með það fyrir augum að ger- Framhald á bls. 39. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.