Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 31
sagði hann. Fiammetta sendi honum enn þetta eggjandi augna- tillit og brosti ástúðlega. „Þakka þér fyrir,“ svaraði hún, „en ég á svo langt heim“. „Það skiptir ekki máli,“ sagði hann, „ég hef ekki nema ánægju af því.“ Fi- ammetta leit hikandi yfir torg- ið og sá unnusta sinn standa við skenkiborðið fyrir innan glugg- ann, og þá boðið. „Allt í lagi,“ sagi hún. „Þakka þér fyrir.“ Þá var það, að ég gerðist til að grípa fram í. „Hvernig var það — ætl- uðum við ekki í kvikmynda- húsið?“ spurði ég. En Erminio flýtti sér að svara: „Við sjá- umst á morgun, Allesandro; við getum alltaf farið í kvikmynda- hús.“ Svo lögðu þau af stað, hún hávaxin og spengileg, en hann lágur og þybbinn, hún hnarreist og eilítið stíf í göngu- laginu, eins og brúða, hann all- ur sveigður að henni og starandi á hana, rétt eins og þau væru að dansa tarantella. Mig lang- aði til að kalla á eftir þeim, að hann skyldi fara hægt í sakirnar. „Ekkert óþarfa uppnám, kunn- ingi. Fiammetta er trúlofuð og gengur í hjónabandið áður en langt um líður.“ En ég hugsaði sem svo, að þetta kæmi þeim einum við, svo að ég yppti öxlum, hélt þvert yfir torgið og inn í veitingastofuna. Ettore stóð við skenkiborðið og blandaði drykkinn, blimskakk- aði á mig augunum og spurði undan svörtu og þykku yfirvar- arskegginu — efri vörin er dá- lítið uppflennt, og það gerir, að hann er alltaf dálítið illkvittnis- legur á svipinn: „Hvaða strák- gemlingur var þarna að flækjast með henni Fiammettu?" „Það er sauðmeinlaust grey,“ svaraði ég, „frændi minn frá Viterbo, sem fer heim ekki á morgun, heldur hinn daginn.“ Hann rétti mér glasið vöðvamiklum armi. Fiametta er alltof kankvís við hvaða strákfífl, sem gengur á götu hennar — ég tek það fram, að þar á ég þó ekki við þennan frænda þinn — en það er kom- inn tími til, að tekið sé fyrir það í fullri alvöru." Ég bý einn með móður minni að Via della Lungarina, og við höfum tvö herbergi og eldhús. Við höfum komið bedda fyrir í eldhúsinu, handa Erminio að sofa á, og hann varð að fara í gegnum herbergið, þar sem ég svaf, til þess að komast fram í eldhúsið. Þessa nótt lá ég lengi vakandi og beið þess að hann kæmi heim, tókst þó loks að festa svefninn, eftir að ég hafði bölvað öllum frændum frá Vit- erbo í sand og ösku. Ég hrökk upp við það, að einhver hélt um handlegg mér og hristi hann ákaflega; í svefnrofunum varð mér ósjálfrátt að líta á vekjara- klukkuna á náttborðinu og sá að hún var orðin fimm. Ég sett- ist sem snarlegast upp við dogg. i! Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentiö.Ólíkt útlit TONI lifgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvenug sem þér óskið. Heldur lagninguntn. Sama permanentið heldur hvaða lagmngu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Unt Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vef jið aðeins hárið upp á spóíumar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. „Hvað gengur eiginlega á?“ spur'ði ég. Erminio sat a rum- stokknum aftur við fótagafl og brosti til mín á þann hátt, að mér varð ekki um sel. „Ham- ingjan hjálpi mér“, varð mér að orði. „Ertu genginn af göflun- um, að vekja mig um þetta leyti nætur?“ „Ég vakti þig, vegna þess að ég þarf að segja þér dá- lítið,“ svaraði hann. „Það er á- kaflega áríðandi." Og hvað er það svo, sem er svona áríðandi?“ „Ég segi það dagsatt, að þetta er áríðandi — ég ætla að kvsenast Fiammettu“. Ég tók viðbragð í rúminu. „Ertu drukkinn, eða hvað?“ spurði ég. „Nei, ég hef ekki bragðað dropa“, sagði hann. „Við Fiammetta eyddum kvöld- inu saman, og ég komst að raun um að hún væri einmitt sú kona, sem ég hef alltaf þráð, svo að ég bað hana að giftast mér, og hún sagði já.“ „Hún sagði já?“ „Já, — að minnsta kosti sama sem.“ „En hún er heitbundin Ettore vínskenkjara, sagði hún þér ekki frá því?“ spurði ég. „Jú, það gerði hún, en ég kom henni í skilning um að hann væri henni alls ekki samboðinn, svo að hún bað mig um dálítinn frest til að átta sig á þessu og segja hon- um upp.“ Ég starði furðu lost- inn á hann og hugsaði sem svo að ég hlyti að vera sofandi enn og þetta hlyti að vera draumur, en hann hélt áfram að mala eins og ekkert væri; sagði að það hefði komið eins og þruma úr heið- skíru lofti, eins og það er kallað, að þau urðu þess vísari að þau voru eins og sköpuð hvort fyrir annað — að þau höfðu bæði yndi af því sama, til dæmis sveitinni, en þar kunni hún bezt við sig og þar ætluðu þau svo að setjast að strax þegar hjóna- bandið væri komið í kring. Loks sagði hann: „Jæja, nú ætla ég að leggja mig. Ég var svo ham- ingjusamur, að ég mátti ekki til þess hugsa að fara að sofa, en VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.