Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 16
CILLA VEIT HVAÐ HÚN SYNGUR Sumir söngvarar þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því að verða sér úti um lög til þess að syngja á plötu. Sandie Shaw á hauk í horni þar sem Chris Andrews er og Dionne Warvick getur alltaf snú- ið sér til Baccarachs og Davids. The Kinks eiga Ray Davies og Bítlarn- ir John og Paul. Oðru máli gegnir um Ciilu Black. Aður en hún sendi frá sér lag- ið „Love is Just A Broken Heart" sem var gefið út ásamt „Yester- day", hafði hún í átta mánuði leit- að að lagi, sem hentaði henni Fimm sinnum hafði sún sungið lag inn á plötu, en öllum var stungið undir stól, því að hún var ekki ánægð með þau. Sennilega eru fá- ir söngvarar eins vandlátir í vali á lögum, sem þeir syngja á plötur, og einmitt Cilla, einkum þegar þess er gætt, að allir beztu lagasmiðir eru reiðubúnir að semja lag fyrir hana. En Cilla hefur sínar eiqin skoðanir og hún veit, hvað hún syngur, þegar hún segir: — Eg verð að vera sérstaklega hrifin af lagi, sem ég syng á plötu. Ef mér líkaði ekki eitthvert lag að öllu leyti, kæmi scngurinn ekki frá hjartanu. Ég get aldrei mælt með lagi, sem ég get ekki lagt hjarta mitt í. Að vísu hefur mér staðið til boða fjöldinn allur af lögum, sem vafalaust hafa átt vísa leið upp eftir vinsældalistanum, en mér geðjast bara ekki að r.líkum verzlunarvarningi. Þegar þannig lög eru komin á vinsældalistann eru þau óðara gleymd. Ég kýs frem- ur lag, sem fólk mun þekkja í mörg ár. — Sumir eru þeirrar skoðunar, að maður verði að senda frá sér plötu á þriggja mánaða fresti a.m.k. Ég fæ ekki séð, að það skipti nokkru máli. Lítum til dæmis á Bill'/ Fury. Hann sendir frá sér plötu á sex mánaða fresti, og ekki hefur honum orðið meint af á þeim fimm árum, sem hann hefur fengizt við að syngja. Kannski er þessu öðru- vísi háttað í Bandaríkjunum. Það er svo stórt og víðáttumikið land að maður verður að hakka út plöt- um í sífellu til þess bókstaflega að Framhald á bls. 49. barattuhugur Vesalings Hermann átti ekki sjö dagana sæla, þegar hann var í liljómleikaferð um Ástralíu ný- lega, ásamt hljómsveit sinni, The Her- mits. Önnur eins fagnaðarlæti hafa ekki heyrzt á hljómleikum þar í landi í annan tíma — og hafa þó Bítlarnir og Rollingarnir verið þarna á ferli áður. Þessar þrjár myndir sína, bar- áttu hennar Moriu litlu Billson við lögregluna. Moria, sem er 15 ára, átti þá ósk heitasta að komast í snertingu við draumaprinsinn Hermann. Ilún eir.setti sér að ná því takmarki, en cins og gcfur að skilja gekk það hvorki þrauta- né hljóðlaust. Samt sem áður tókst henni það að lokum eftir feiknalega samgönguerfiðleika. Draumaprinsinn kyssti hana á kynn- ina Moria, sem hafði mátt þola óblíðar viðtökur laganna varða, féll nú í yfir- lið. — Af hamingju. LAGASMIÐUR Ray Davies, fyrirliði hinna sívinsælu The Kinks, á sannarlega viðurkenningu skilið fyrir öll þau skemmtilegu og á- gætu lög, sem hann hefur samið fyrir sína eigin hljómsveit og aðrar. Hér fær hann blóm í hnappagatið hjá afgreiðslustúlku í Gróðurhúsinu Eden í Hvera- gerði — og átti það auðvitað að tákna örlítinn þakklætisvott frá íslenzkum aðdáendum. Ray er ósköp hægur og rólegur í fasi, segir yfirleitt fátt, en þá sjaldan hann opnar munninn, hefur hann alltaf eitthvað skemmtilegt að segja. Hann sagði okkur eitt sinn, að það væri ung stúlka, sem ætti mestan þátt í velgengni The Kinks. Ef hann hefði ekki notið aðstoðar hennar, hefðu Kinkslög- in vinsælu aldrei komið fram. Þessi stúlka hefur þau forrétt- indi að fá að heyra lögin, sem Ray semur, áður en nokkrir aðr- ir heyra þau. Ef henni líkar lag, sem Ray er að semja, heldur hann áfram að vinna að því. Ef henni finnst ekkert til lagsins koma, hafna nóturnar yfirleitt í ruslakörfunni. — Þegar ég samdi til dæmis „Tired of Waiting for you“ tók ég eftir svipbrigðum hennar, og þegar hún byrjaði að raula lagið aftur og aftur, var ég sannfærð- ur um, að lagið væri gott. En hver er þessi áhrifamikla, unga stúlka? Það er lítil ná-. grannakona — 5 ára! Ray er álitinn einhver mikil- hæfasti lagasmiður í Bretlandi, og sennilega er hann einnig sá afkastamesti. Engum dylst, að vinsældir The Kinks eru fyrst og fremst honum að þakka. Allir þekkia lögin hans. Hann hefur samið m.a. „AR Day And All Of The Night“, „See My Friends" og nú síðast „Dedicated Follower of Fashion", sem komst upp í topp á enska vinsældalistanum. Þá samdi hann 12 lög á hæg- gengu plötunni „Kinda Kinks“ og 10 lög á plötunni „The Kinks Kontroversy", þar á meðal lög- in „I’m on An Island“ og „Ring Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.