Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 21
r Takmark hans er: © heimsmet Kipchongo Keino hefur nú þegar sýnt meðkeppendum sínum bakið, svo hann þarf eklci að keppa við neitt nema klukkuna. Hann segist ætla að setja heimsmet allt frá 1500 m upp í 5000. Hinn 26 ára gamli Kenya- lilaupari, Kipchongo Keino, sló í gegn og kom öllum á ó- vart í fyrra, þegar hann setti tvö heimsmet. Nii þegar hafa kunnáttu- menn slegið því föstu að hann verði „hlaupari ársins“. Keino segir í viðtali við franska íþróttablaðið L’Equ- ipe frá metáætlunum sínum, sem fyrir utan 1500 og 5000 metrana, ná líka til 2000 og Tu rsg!t>fl ffjapstýrt ffrð jörðu Ef Bandaríkjamenn vinna kapphlaupið um tunglið, get- ur General Motors kannski eftir þrjú ár auglýst: Við framleiddum fyrsta tunglbíl- inn.... General Motors og fleiri iðnaðarfyrirtæki fengu það verkei'ni, fyrir fjórum árum að keppa um framleiðslu á tunglíarartæki, sem hægt væri að fjarstýra frá jörð- unni. Árangurinn af þessari keppni var, hjá General Mot- ors, farartæki á sex drifhjól- um og kallað LRV (Lunar Roving Vehicle). Þessi tungl- bíll getur komizt yfir hvað sem íyrir er, og meðal ann- ars komist upp lóðréttan vegg sem er meter á hæð. Hvert hjólanna er drifið af sérstök- um rafmagnsmótor. Þessi 185 cm. langi tungl- bíll er drifinn af rafhlöðum og liefur nægilega mikið afl til að fara átta tíma ferð um yfirborð tunglsins. Bíllinn er útbúinn sjónvarps myndavél- um, sem senda stöðugt mynd- ir til jarðar. Með hjálp þess- ara mynda geta vísindamenn- irnir á jörðinni stjórnað þessu fyrirbrigði og látið það fara til þeirra staða, sem þeir hafa mestan áhuga á að athuga. Tunglbíllinn vegur 45 kg. á jörðinni en aðeins 7,5 kg. á tunglinu. 3000 metra og einnar og tveggja enskra mílna. Iíann hefur lofað því að setja heims- met í 10000 metrum á næsta ári. Þetta virðist kannske skrumkennt, en kunnáttu- menn líta á Keino sem furðu- legt fyrirbrigði í íþróttaheim- inum, meðfæddir hæfileikar hans hafa fært honum þann undraverðasta sigur, sem um getur í sögu íþróttanna. Hann getur auðveldlega orðið „hlaupari ársins“, og meira til. Keino segir frá því í L’ Equipe livaða mettímum hann ætli að ná á hlaupa- brautum í Evrópu. Hann hef- ur hlaupið 1500 metrana á 3,37,8, en liefur sett sér að takmarki að komast „undir 3,35.“ (Met Herb Elliots frá 1960 er 3,35,6, og stendur það ennþá). Á 2000 metrun- um ætlar liann að fara „undir a 5 mín.“ Á 3000 m ætlar hann aðeins að „hressa upp á“ sitt eigið heimsmet, sem var 7,39,6, og sett í Helsingborg í fyrra, og á 5000 metrunum, þar sem hann á líka heims- metið, 13,24,2 ætlar liann að fara niður í 13,18. Ensku míl- una hyggst hann hlaupa á 3,52, (heimsmetið er 3,53,6) og tvær enskar mílur á 8,20 (8,22,6). Kipchongo Keino, sem er undirforingi í lögreglunni í Nairobi, er fæddur og upp- alinn í sömu hæð yfir sjávar- mál í Kenya, eins og Olym- piuleikvöllurinn verður í Mexico City árið 1968. Það ætti meðal annars að lokka hann þangað. Hann hefur aldrei náð neinum sæmilegum árangri í heimahögum, þótt hann sé alinn upp í þunn‘u lofti. Þjóðarmet á ensku mílunni í Kenya er einfald- lega ekki hærra en 4.03. . . . FaSfohiiff^s&sjalcl- m@sfiar i Kong6 Móbútú valdsmaður í Kon- gó, sem fyrir skömmu hengdi þá Ivimba og Bamba og fleiri keppinauta sína, hefur nú komið sér upp vísi að skjald- meyjaher, líklega í von um, að skvísurnar reynist honum trúrri en karlkynsdátarnir, sem hafa margsinnis sýnt sig í að vera agalaust pakk. Hér sjást nokkrar af þessum ný- tízku valkyrjum, sem nú æfa fallhlífarstökk undir stjórn kennara, sem valdsmaðurinn hefur fengið að láni hjá Isra- elsmönnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.