Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 45
POPPY er fjögra manna tjaid, 2 x 2 m flatarmál, dúk- ur og frágangur fyrsta flokks. Verð aðelns kr. 2.270,- Þetta POPPY-tjald er aSeins eitt af 10 POPPY er pólsk úrvalsframleiðsla. uppsettum tjöldum í verzluninni. Kynnist pólskri úrvalsframleiðslu. - Kynnist Poppy. - Póstsendum. Tómstundabúðin Ferðavörudeild — íþróttavörudeild N jc*úni - Símar 21901 - 17270. komizt út fyrir kvennabúrið, tuttugu sinnum, áður en þér farið yfir þröskuldinn á útidyrum hallar Mulai Ismails, tíu sinnum áður en þér kæmust út úr Meknés, fimmtán sinnum áður en þér kæmust til Ceuta eða Agadir, og þrisvar sinnum áður en þér kæmust inn í einhvert krist- ið virki. — Svo þér gefið mér aðeins tvo möguleika af hundrað? — Það er rétt. — Það dugar mér, Maitre Savary! Gamli apótekarinn hristi höfuðið áhyggjufullur. — Stundum velti ég því fyrir mér, hvort Þér séuð ekki of þver. Það er ekki heilsusam- legt að storka örlögunum þannig. — Nú talið þér eins og Osman Faraji, sagði Angelique. — Stundum flýgur mér í hug, að ef þetta konunglega kvennabúr félli yður vel í geð.... ef persónuleiki hins mikla Mulai Ismail væri yður ekki of andstæður. . . . væri allt einfaldara.. .. og jæja, það skiptir ekki máli, sagði hann svo, þegar hann sá að augu Angelique fylltust af tárum. — Látið sem ég hafi ekkert sagt. Verið nú róleg.... Hann klappaði henni blíðlega á höndina. Hann hefði ekki, hvað sem í boði væri, viljað koma þessari konu vísvitandi til að gráta, þvi hafði hún ekki alltaf verið jafn vingjarnleg við hann þótt hann væri lægri hennar eigin mannfélagsstiga, alltaf hlustað kurteislega á útskýringar hans og vísindaræður, gert honum margan greiða....? Hnn velti því fyrir sér hversvegna þessi kona, sem ekkert var ó- mögulegt, hafði ekki orðið hjákona Lúðvíks XIV. Auðvitað átti það eitthvað skylt við söguna um eiginmann hennar, sem Mezzo-Morte hafði notað fyrir agn í gildruna. Hann hafði reynzt snjallari en Savary hafði ímyndað sér. — Við skulum flýja, sagði hann mildilega. — Við skulum flýja. Það er öruggt. Hann tók sér fyrir hendur að sýna henni fram á, að möguleikar þeirra til að flýja frá Meknés voru jafnvel betri en þeir höfðu verið í Alsir. Nokkrar flóttatilraunir héðan höfðu heppnazt. Af því að konungur- inn átti alla fanga, gátu þeir stofnað einskonar stéttarfélag. Þeir höfðu kosið sér foringja, Normanna frá Saint-Valéry-en-Caux, að nafni Colin Paturel, sem hafði verið þræll í tólf ár, og hafði náð miklum tökum á félögum sínum á þeim tíma. 1 fyrsta skipti í sögunni höfðu kristnir þrælar af mismunandi trúargreinum hætt að berjast inn- byrðis, því hann hafði sett einskonar stjórn, þar sem Rússar og Kritar- búar voru fulltrúar Grísk-kaþólsku kirkjunnar, Englendingar og Hol- lendingar mótmælenda, Spánverji og ítali rómversk-kaþólskra. Hann, Frakkinn, jafnaði deilurnar og dæmdi réttlátlega i misklíðarmálum. Hann hafði gerzt svo djarfur að fara til Mulai Ismaiis, sem fáir menn þorðu að ávarpa beint af ótta við að týna lífinu, og með einhverjum óskiljanlegum postulahæfileikum hafði honum heppnazt að láta ein- valdinn hlusta á sig. Með því móti tókst honum að bæta kjör þræl- anna allverulega. Sjóður, byggður upp af framlögum frá öllum þræl- unum, var notaður til að borga aðstoðarmönnum. Piccinino hinn fen- eyski, fyrrverandi bankastarfsmaður, var gerður að gjaldkera sjóðsins. Nokkrir Márar, sem létu stjórnast af auðgunarvoninni, samþykktu að verða leiðsögumenn flóttamannanna. Undir þeirra leiðsögu höfðu sex flóttatilraunir heppnazt síðasta mánuð. Konungur þrælanna, Colin Patu- rel, var dærndur ábyrgur og dæmdur til að neglast upp á höndunum yfir borgarhliðinu og hanga þar unz hann dæi. Uppreisn brauzt út meðal þrælanna, eftir að þessi dómur hafði svipt þá foringjanum. Svörtu varðmennirnir notuðu kylfur og lensur til að hneppa þrælana aftur í fjötra, þegar Colin Paturel birtist allt i einu frammi fyrir þeim og bað þá að haga sér sæmilega. Hendur hans voru í tætlum, eftir tólf klukkustunda pyndingu, en hann hafði fallið lifandi til jarðar og i stað þess að flýja, hafði hann sjálfviljugur snúið aftur til borgarinnar og beðið um að fá að tala við soldáninn. Mulai Ismail áleit, að hann væri undir vörzlu Allah. Hann tók að óttast og bera virðingu fyrir þessari Normannahetju og hann hafði gaman að ræða við hann. — Og allt þetta sýnir, Madame, að það er miklu betra að vera þræll í Marokkó, heldur en í fúlum grenjum Alsír. Hér er lífinu lifað til fulls, ef þér skiljið hvað ég á við. — Og sama er að segja um dauðann. —■ Það er eitt og hið sama. Aðalstyrkur þrælsins liggur í möguleik- um hans til flótta. Eftir að maðurinn hefur þolað nógar þjáningar til að geta sagt við sjálfan sig á hverju kvöldi, að hann megi prisa sig sælan að vera enn á lífi, bregzt heilsa hans ekki. Soldáninn í Marokkó hefur safnað um sig her af þrælum til að byggja hallirnar sínar, og áður en langt um líður verða þær þyrnir í augum hans. Orðrómurinn segir, að Normanninn hafi krafizt þess, að konungurinn kallaði hingað klerka hinnar heilögu þrenningar til að endurleysa þrælana eins og í öðrum Berbarikjum. Og nú dettur mér nokkuð í hug. Ef þeir koma til Meknés, gætuð þér sent með þeim bréf til Frakklandskonungs og gefið honum til kynna, hvar þér eruð, og hvernig komið er fyrir yður. Angelique roðnaði. Hún fann að hitinn spratt upp i henni aftur, og blóðið þaut við gagnaugu hennar. — Haldið þér að konungur Frakklands myndi búa út her, aðeins til að koma mér til hjálpar? — Það er mjög sennilegt, að Mulai Ismail myndi ekki hunza kröfur hans. Hann lætur sem hann dái einvald okkar mjög mikið. Hann lang- ar til að líkjast honum i flestu tilliti, sérstaklega að Þvi er lýtur að arkitektúr. — Ég er ekki viss um, að hans hágöfgi væri mjög æstur í að bjarga mér úr þessum vanda. — Hver veit? Angelique vissi, að gamli maðurinrt túlkaði rödd vizkunnar, en hún kaus fremur að deyja þúsund sinnum heldur en þurfa að þola þá auð- mýkingu, að konungurinn neitaði að hjálpa henni. Hana svimaði. Það var eins og rödd Savarys fjarlægðist óðum, þegar hún féll i djúpan svefn, rétt í þann mund er nýr dagúr reis upp yfir Meknés. 19. KAFLl — Við ætlum að horfa á hátíðarhöldin! Við ætlum að horfa á há- tíðarhöldin! hrópuðu konurnar í kvennabúrinu skrækum rómi og skóku armböndin sín, svo glamraði í........ Framhald á bls. 48. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.