Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 14
GÆGSTIGEGNUM SÍÐAN SÖGUR HÖFUST HAFA MENN REYNT AÐ ÖÐLAST INNSÝN í ÖORÐNA HLUTI, SÉR OG Ö0 FERÐIR: STJÖRNUSPÁFRÆÐI, LÖFALESTUR, SPILASPADÓMAR OG KRYSTALSKÚLULESTUR. Sífellt eru menn að reyna að komast að því sem fram- tíðin ber í skauti sér. Oldum saman hefur fólk verið þakklátir hlustendur og lagt eyrun við þegar talað er um einhverjar aðferðir, sem mættu verða til þess að lyfta hulunni af fram- tíðinni. Þetta á líka við um þjóðir, að á tímum erfiðleika og öryggisleysis sé meiri áhugi á því að sanna spádóma. Fjórar þekktustu aðferðirnar sem notaðar eru til þess í vestrænum heimi eru stjörnuspáfræði, lófalestur, spilaspá- dómar og að lesa í krystalskúlu. Stjörnuspáfræðin varð til í Mesopotamíu u.þ.b. 3000 f. Kr., en sú aðferð sem við þekkjum í dag þróaðist í Grikk- landi á þriðju öld og átti sammerkt við stjörnufræðina í hundruð ára. Stjörnuspáfræði er byggð á stærðfræðilegum athugunum á hreyfingum sólarinnar, tunglsins og plánetanna og segir til um þau áhrif sem hreyfingar þeirra hafa á jörðina og framkvæmdir jarðarbarna. Þessar athuganir á braut himin- hnatta, ferð stærri plánetanna, fjarlægð þeirra frá jörðu, eðli þeirra að hreyfa sig með jöfnu millibili, voru þó byggðar á þeirri skoðun, að jörðin væri miðdepill alheims- ins. En þegar Copernicus uppgötvaði það, í lok fimmtándu aldar, að það var sólin, en ekki jörðin, sem var þessi alheims- miðdepill, fékk stjörnuspáfræðin hálfgert rothögg og fólk fór að missa áhuga á henni. Við komu kristninnar var stjörnu- spáfræðin, vísindin um spádóma með hjálp stjarnanna, að- skilin frá stjörnufræði, stjörnurannsóknum, og byggðist meir á goðsögum og ófullnægjandi þekkingu. Lengi má deila um hvort sú uppgötvun að pláneturnar fylgja sporbaugum frek- ar en hringbaugum og í kringum sólina í stað jarðarinnar, sé nóg til þess að halda því fram að stjörnuspáfræðin sé al- gerlega óábyggileg. Vissulega hefur komið fram athyglisverður árangur og upplýsingar við þessar tilraunir og það er h'klega ástæðan fyrir því að áhuginn á stjörnuspáfræði hefur aldrei dáið út. Það er hægt að læra að reikna út stjörnukort. En til þess er nauðsynlegt að hafa fæðingarstund, dag og ár og bera þetta saman við stjörnualmanak um stöðu plánetanna á þeirri stundu og á þeim sérstaka stað á jörðunni. Að setja upp þessi stjörnukort um örlög manna krefst töluverðrar stærð- fræðiþekkingar (Ef prentaðar skýrslur eru ekki til um allar breiddar og lengdargráður, verður maður að gera nauðsyn- lega útreikninga sjálfur), en túlkun slíkra fæðingarskýrslna útheimtir töluverða reynslu á því sviði, þótt skyggnigáfa sé ekki nauðsynleg. Þetta eru tímafrekar athuganir í hverju tilfelli og koma oft furðulega nálægt þeim hlutum sem hafa eða munu ske. Beztur árangur næst venjulega, þegar um er að ræða persónu og lundarfars greiningu. Sólarkort, byggð á fæðingardegi stað og ári, gefa venjulega góða hugmynd um persónu, en nákvæmur tími sólarhrings er nauðsynlegur, ef óskað er eftir nákvæmum spádómi. Stjörnuspá er líka hægt að leggja við framsetningu skipa og byggingu húsa og svo framvegis, og getur oft sagt til um heppni eða óheppni við rekstur fyrirtækja, jafnvel áður en þau eru stofnuð. Maður gæti líka sett upp spá fyrir sérstökum spurningum, t.d.: Á ég að kaupa þetta hús, sem ég var að skoða? í því tilfelli er spurningartíminn álitinn vera fæðingar- tíminn. Svo er líka veður-stjörnuspá, sem samfara náttúru- vísindum, eins og áhrifum tunglsins á veðurbreytingar og athugun á vindum o. s. frv., geta gefið góða raun. Fæðingardags-stjörnuspá getur gefið í skyn, t.d. hvort á- kveðin persóna sé metorðagjörn, hvort sú persóna stjórnast af eigin vilja og framtaki, eða lætur stjórnast af öðrum, hvort hún er skörp eða frekar lélega gefin, hvort hún er heilsu- veil eða hraust, hvort hún er líkleg til að giftast og auka kyn sitt, o. s. frv. Allt eru þetta bendingar eða merki, en ekki stað- reyndir, því að persóna sem hefur ef til vill lélegt minni, getur þjálfað sig upp í það að verða minnisgóð, og maður sem enga metorðagirnd hefur, getur þjálfað sig upp í það, en í báðum tilfellum verður þetta erfitt, þar sem han vinnur á móti eðli sínu. Dagleg hreyfing plánetanna og áhrif sem þau hafa á fæðingarspá okkar, sýna timabil þar sem erfiðleikar verða minni eða meiri á vissum sviðum og hvar menn verða að nota meiri eða minni styrkleika til að marka stefnuna. í stjörnu- spám blaða og tímarita, eru stjörnuspár miðaðar við dýra- merki sem fólk er fætt undir, án tillits til fæðingarstundar og er þar af leiðandi almenns eðlis. Að lesa þar að þessi dag- ur sé góður fyrir peningamál, þarf ekki alltaf að vera það að peningar falli þér í skaut þennan dag, en að það geti verið happadrjúgt að athuga fjármál þennan dag t.d. ef þú ætlar að selja eitthvað, þá sé þessi dagur heppilegri til slíkra hluta, 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.