Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 18
FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGANNE GOLON Þessar konur voru ábyrgar gagnvart öllum frillum eöa uppáhalds- hjákonum, sem í kvennabúrinu voru. Þær áttu að sjá um fötin þeirra, gimsteinana og útlitið. Þær voru stöðugt önnum kafnar að farða andlit þeirra, reyta af þeim gráu hárin, greiða þeim, gefa þeim ráðleggingar og færa þeim í laumi dýrmætar uppskriftir til að halda ást og athygli herra þeirra og meistara. Fatima átti fullkomlega heima í þessu um- hverfi. Hún hafði þegar heyrt um konu í fylgdarliði Leilu Aisheh, fyrstu eiginkonu soldánsins, sem var í uppáhaldi hjá húsmóður sinni, og, eins og Fatima sjálf, kom frá Marseilles. Þar að auki voru geldingarnir hér mun kurteisari en venjulegast var i kvennabúrum. Osman Faraji vanmat ekki áhrif gamalla þræla á nýja, og kunni að nota það þannig, að þeir nutu sín sem allra bezt sem fangaverðir. Þeim mun meira, sem hún hugsaði um það, þeim mun geðþekkara fannst Fatimu þetta kvennabúr. Hún áleit jafnvel, að kvennabúr stór- soldánsins i Konstantinópel gæti ekki staðið framar þessu að íburði og glæsileik. Það eina, sem ekki var alveg eftir fyrirmyndinni, var framkoma Angelique. Hún virtist vera í þann veginn að bresta í grát og taka að æpa og rífa andlit sitt með nöglunum, eins og konur Abd el Maleks gerðu í næsta herbergi, sirkasiska stúlkan, sem átti að gista beð soldánsins þá sömu nótt, og geldingarnir höfðu dregið burt æpandi af skelfingu í gegnum hlykkjótta ganga og yfir húsagarða. Þegar konur tapa sjálfsstjórninni, og þegar þær eru yfir þúsund í einum hóp, gat hvað sem var gerzt. 1 Alsír hafði Fatima séð slíkan fanga kasta sér fram af svölum og mölbrjóta hausana á steinhellunum fyrir neðan. Stundum urðu þessar konur einnig sjúkar af heimþrá. Hvað sem var, gat komið fyrir Angelique. Fatima vissi ekki, hvað hún átti að gera. Hana langaði að létta ofurlitlu af ábyrgðinni af sér, svo hún bað um ráðleggingu þess geld- ings, sem næstur gekk Osman Faraji að tign, Rafai. Hann ráðlagði að gefa Angelique róandi seiði, eins og þegar hafði verið bruggað handa stúlkunni frá Sirkasiu. Gagntekin af höfuðverk horfði Angelique á Þau, eins og þau væru skrímsli úr einhverjum hræðilegum draumi. Hún hataði þessa gömlu þræla, stór, sakleysisleg augu negradrengjanna, og framar öllu hataði hún þennan slóttuga Rafai, sem lét sem hnn bæri umhyggju fyrir henni. Það var hann, sem alltaf gaf skipun um að hýða óstýrilátar konur, og hann bar hnútasvipuna stöðugt með sér. Ó, hún hataði Þau öll! Sterk- ur þefurinn af sedrusviðarinnréttingunni gerði höfuðverkinn enn verri. Skræk ópin þótt þau væru langt í burtu, voru allt í einu í hennar eyrum ekki líkt því eins hræðileg og hinn stöðugi kvennahlátur, sem barst til hennar í gegnum veggtjöldin, ásamt þef af myntu og grænu tei. Hún féll í órólegan svefn, en vaknaði einhvern tíma um nóttina, við að svart andlit grúfði sig yfir hana. Fyrst hélt hún að þetta væri geldingur, en af andlitslaginu og bláu einkennismerki Fatimu, dóttur Múhameðs, á enninu, vissi hún, að þetta var stór kona með gríðar- leg brjóst. Svertingjakonan grúfði varaþykkt og grandskoðandi andlitið yfir Angelique. Hún hélt á lampa, sem kastaði gulum bjarma yfir andlit stúlkunnar, sem með henni var, og gerði fölt andlit hennar gullið. Báðar konurnar. sú svarta og sú hvíta, hvísluðust á á arabisku. — Hún er falleg, sagði ljósi engillinn. — Allt of falleg, svaraði svarti skrattinn. — Heldurðu, að hann verði hrifinn af henni? — Hún hefur allt, sem til þess þarf. Andskotinn hirði Osman Bey, það slóttuga tigrisdýr! — Hvað ætlarðu að gera, Leila? — Bíða. Ef til vill fellur hún honum ekki í geð. Það getur verið að hún sé ekki nógu snjöll til að heilla hann. — Og ef hún gerir það ekki? — Þá geri ég hana að minni brúðu. — En ef hún verður nú áfram trygg Osman Faraji? — Það eru til efni, svo sem nitrat og sýra, sem geta eyðilagt andlit, 18 VIKAN sem eru of fögur, og silkibönd, sem geta kyrkt of lokkandi raddir. Angelique rak upp skerandi óp eins og Múhameðstrúarmaður í trúar- trans. Engillinn og djöfullinn hurfu í myrkrið. Angelique reis á fætur, logandi af eldi, sem gerði hana eins sterka og ef hún væri brjáluð. Hún æpti og æpti. Fatima var i öngum sínum, og hún og allar hinar konurnar og negra- strákarnir hlupu í allar áttir, hrösuðu um sessurnar og reyndu að kveikja á lömpum, til Þess að sjá hvað væri að gerast. Osman Faraji kom í Ijós, og stór skuggi hans lagðist yfir flísagólfið. Það eitt að sjá hann, róaði Angelique, Því hann var svo hávaxinn og alvarlegur, svo gáfulegur á svipinn. Nú var hún ekki lengur eingöngu umlukt djöflum. Hún féll á kné og gróf andlitið í fötum hans og kjökr- aði hvað eftir annað: ■— Ég er svo hrædd! Svo hrædd! Yfirgeldingurinn lagði höndina á höfuð hennar. — Við hvað eruð þér hrædd, Firousi? Ekki óttuðust þér reiði Mezzo-Morte. —i Ég er hrædd við þessa blóðþyrstu ófreskju, Mulai Ismail. Ég er hrædd við konur hans, sem komu hingað og ætluðu að kyrkja mig.... — Þér eruð með háan hita, Firousi. Þegar þér verðið aftur heil heilsu, verðið þér ekki lengur hrædd. Hann gaf fyrirmæli um að setja hana aftur í bólið, breiða vel ofan á hana og gefa henni seyði til að draga úr sótthitanum. Angelique var enn másandi, þegar hún lagðist á hægindin. Þreytan eftir ferðina, hitinn af sólinni, skelfingin af öllu, sem hún hafði séð, og þefurinn af líkunum, hafði orðið til þess að hún hafði fengið annað kast af sömu veikinni og gripið hafði hana á skipi d’Escrainvilles. Yfirgeldingurinn beið við beð hennar. Hún stundi: — Osman Bey, hversvegna hafið þér lagt allt þetta á mig? Hann spurði ekki hvað hún átti við. Hann var sér þess vel meðvit- andi, að Angelique hafði orðið fyrir miklum áhrifum af ofsafengnu réttlæti Mulai Ismail, því hann hafði tekið eftir því, að kristnir menn af vestrænu þjóðerni létu blóð miklu meira á sig fá, heldur en Márar og kristnir menn af austrænum uppruna. Hann hafði ekki gert það upp við sig, hvort þetta var vegna yfirdrepsskapar, eða hvort það væri eðlislæg andstyggð. 1 hverju konuhjarta sefur pardusdýr, sem sleikir á sér lappirnar, meðan það horfir á þjáningar annarra. Konurnar, sem hann var ábyrgur fyrir, hvort sem það var snúðug rússnesk kona eða lítil, flissandi svertingjastelpa, vildi heldur sjá kristinn mann píndan en njóta nokkurrar annarrar skemmtunar, hvort sem væri dans eða önnur gleði, sem hann hafði uppfundið þeim til skemmtunar. Jafnvel hin enska Daisy-Valina, sem nú var orðin Múhameðstrúar fyrir tíu árum og unni soldáninum mjög heitt, dró ennþá blæjuna fyrir augun eða gægðist út á milli fingranna, Þegar ákveðin skemmtiatriði urðu of blóðug. En hann þurfti aðeins að vera þolinmóður. Þessi var nógu gáfuð til að varpa óþarfa tilfinningasemi fyrir borð. — Mér fannst nauðsynlegt, muldraði hann, — að láta yður sjá styrk og dýrð eiginmannsins, sem ég hef valið fyrir yður. . .. sem þér verðið að gera að þræli yðar. Angelique rak upp móðursýkislegan hlátur, en hann olli henni slíkr' þjáningu, að hún greip báðum höndum um sárt höfuðið og hætti að hlæja. Að gera Mulai Ismail að þræli sinum! Hú sá hann fyrir sér þar sem hann þeytti gulri skikkjunni í kringum sig, utan við sig af reiði og sorg, þegar hann hjó höfuðið af skógarhöggsmanninum. — Ég er ekki viss um, að þér skiljið þetta orðasamband „að gera einhvern að þræli sínum“. Þessi Mulai Ismail virðist ekki vera af þeirri gerðinni, sem kona geti vafið um litla fingur sinn. — Mulai Ismail er mjög sterkur þjóðhöfðingi. Hann sér alla hluti mjög skýrt og eins og þeir eru. Hann bregzt fljótt og réttilega við. En hann er óseðjandi, hann þarfnast kvenna, og hann á alltaf á hættu að verða fyrir áhrifum frá slyngum huga. Hann þarf konu nærri sér til að dansa eftir duttlungum hans.... til að draga úr einmanaleik hjarta

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.