Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 15
ÖRLAGATJALDIÐ RUM TIL VIÐVÖRUNAR, GLEÐI EÐA HRELLINGAR. TIL ÞESSA HAFA VERIÐ NOTAÐAR FJÓRAR ÁÐ- en t.d. morgundagurinn, eða að þessi dagur sé heppilegri til að sækja um peningalán, en dagurinn á morgun. Lófalestur eða það að lesa úr línum handanna er önnur gömul aðferð til að leiða í ljós persónuleika og að nokkru leyti segja til um framtíð einstaklingsins. I þessu tilfelli er það kenningin að vinstri hönd (hægri hentar persónu) sýni eigin- leika, sem eru meðfæddir, en hægri höndin sýnir nútíð og framtíð og hvað þessi einstaklingur gerir úr þessum eiginleik- um. Línur hægri handar breytast með tímanum, en virðast ekki gera það á vinstri hendi. Lófalestur nær ekki eingöngu til línanna í lófanum, heldur einnig til lögunar og stærðar handanna, fingra og fingur- nagla og handþófa. Engar tvær hendur eru eins, eins og próf- að og viðurkennt hefur verið með skýrslum lögreglunnar um fingraför um heim allan. Það er hægt að læra lófalestur af bókum og með æfingu. Atvinnulófalesarar nota líka skyggnishæfileika til lijálpar við túlkun á línum handanna, en æfing í þessu er líka mjög nauð- synleg á þessu sviði: æfing sem er í því fólgin að hafa athugað hundruð lófa. Eins og að líkum lætur, eiga stjörnuspáfræði og lófalestur margt sameiginlegt. Ef fæðingarstund sýnir ef til vill að bú- ast megi við alvarlegum veikindum um fjörutíu og fimm ára aldur, sjást svo alvarleg veikindi líka í líflínu handarinnar, og sýnir ef til vill betur en stjörnuspádómur, hvort viðkom- andi persóna muni ná sér eftir þau. , S'pilaspádómar eða að segja til um framtíðina með spilum, er mjög hrífandi sýsla. Ef það er tekið á þann hátt að nota það sem skemmtiatriði, er enginn vandi að læra þetta af , bókum, en raunverulegir spilaspámenn, sömuleiðis krystals- kúluspámenn, og svokallaðir „lófalesarar“, sem ekki lesa úr línum handanna, nota spil, krystalskúlu eða höndina sem miðdepil fyrir sálræna einbeitingu. Þeir eru skyggnir og nota þessa gáfu. Góðir skyggnilýsendur virðast sjá hlutina fyrir- fram (geta séð atvilc fram í tímann, eins og á mynd), op; ]jað sem þegar hefur skeð (geta ,séð atvik frá fortíðinni). Sumir virðast treysta á hugsanalestur (lesa hugsanir annara), og það getur verið ástæðan fyrir óraunverulegum hugarlestri, sem sumir svikarar nota. Að öllum líkindum hafa allir skyggni- lýsendur dulskynjun að vissu marki, en þeir heiðarlegu láta J ekki sýnilegar óskir „viðskiptavina“ hafa áhrif á lýsingar sínar. Góðir skvggnilýsendur vilja sjaldan segja fyrir um hluti sem þeir eru ekki alveg vissir um. Þeir gætu vitað, ef til vill gegnum dulskynjun, eða tekið ályktanir af spurningum yðar, að þér hafið mikinn áhuga á að giftast Jón Jónssyni, sem hef- ur Ijósbrúnt hár og hökuskarð, og þeir geta „séð“ yður í brúðarkjólnum og hamingjuna Ijóma af yður, en þeir munu einungis segja að maðurinn sé hár og grannvaxinn, hárið eiginlega hvorki Ijóst eða dökkt, yður finnst það trúlega ekki tæmandi lýsing. En það bendir til að þér nmnuð giftast, og það fyrr en síðar, ef skyggnilýsandi getur „séð“ giftinguna eins og mynd, á þessu tímabili. Góðir skyggnilýsendur hafa líka sína „góðu“ daga, tíma- bil sem mótækileiki þeirra er betri en ella. Þegar það er ekki, getur verið vont að ná til þeirra. Sérhver sem hefur daglega hemisóknartíma, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, getur ekki alltaf verið jafn getspakur, — þetta er gáfa sem reynir mikið á hugann og nákvæmnina. Sá sem er skyggn, „sér“ betur, þegar fáir eru umhverfis hann, eða hann er úthvíldur. Svo eru það tvö önnur forvitnileg mál sem hægt er að minn- ast á, þótt hvorugt snerti beint spádóma. Það eru rithandar- greiningar og spiritismi. Rithandargreining er viðurkennd í flestum sakamálarannsóknastofnunum vestræns heimt, og líka notuð af einkafyrirtækjum til hjálpar við val góðra starfs- manna. Við rithandarskoðun er það þyngd og léttleiki strikanna, hallandinn, lögun og stærð stafanna, sem taka verður til at- hugunar, jafnt og stíllinn, stöfun og málfræði. Rithandar- lýsing krefst ekki neinnar sþádómsgáfu, aðeins þjálfunar og revnslu á því sviði, og er að mörgu leyti nokkuð ábyggilegur leiðarvísir um lunderni og persónuleika. Skilaboð gegnum miðla, falla undir sömu hugmyndagrein og þau sem fást við andaglas (Ouija board). I þessum tilfell- um held ég að miðillinn falli fyrir sjálfsdáleiðslu, þar sem honum finnst að skilaboðin komi frá ákveðnum anda af „öðrum heimi“, sem notar miðilinn eins og hátalara. Venju- lega eru ])essi skilaboð frá látnum ættingjum, eða kunningj- Framhald á bls. 48. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.