Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 11
E>fy<bYfZ Vinkiltýpan hetur lengi verið vinsæl enda má segja að oftast vinn- ist tvennt: Ilagstætt skipulag að innan og skjól inn í vinklinum. Þetta hiis er 118 fermetrar. Gcymsla og bílskýli þar fyrir utan. Svefnherbergin eru þrjú og vcnjulegur svefnherbcrgjagangur inn af for- stofunni og þar cr skápum komið fyrir. Annars kemur maður inn í borð- stofuna úr forstofunni cn þaðan er opið scm nemur venjulegri dyrabreidd inn í stofuna. Eldhúsið er prýðilega staðsett með tilliti til stofu og borð- stofu og svo er gengið úr því inn í þvottahús og þar er einnig bakdyra- inngangur. V_ Hér er frumlegasta húsið að þessu sinni, 112 fermetrar að flatarmáli. Tveir burðarveggir mynda vinkla sem snúa hvor á móti öðrum og eru framlcngdir út úr húsinu til þess að fá skjól. Þakið er cinnig framlengt og látið mynda skýli fyr- ir bílinn og þar er gcngið inn í forstofuna en sér- stakur inngangur inn í gcymslu og hobbýherbergi. Stofan er ckki mjög stór í þessu húsi. en inn af henni gott vinnuhcrbergi fyrir húsbóndann. Aftur á móti má segja að þarna sé í fullu gengi önnur stafa til daglegra nota, baðstofan okkar gamla kom- in ljóslifandi. Það er gcngið inn í hana úr stofunni og þar cr borðstofuborðið og ef til vill vinnupláss fyrir húsmóðurina. Eldhúsið cr svo látið mynda vinkil í einu horni þcssarar vistarveru. Þarna fer sáralítið rými undir gang, aðeins þessi bútur mcð- fram baðherberginu, og svcfnhcrbergin cru þrjú. Svo cr bakdyrainngangur í gegnum þvottahúsið. Þakinu yfir miðkjarna hússins, það að segja sal- erninu, þvottahúsinu og baðinu, er lyft cins og sjá má á útlitsmyndinni og er það að sjálfsögðu gert til þess að sjá þessum hluta hússins fyrir birtu. aftur farið að byggja minna, bera minna ( húsin, neita sér um eitt- hvað af því sem nú þykir óhjá- kvæmilegt. Og geta þá veitt sér fleira en það eitt að eiga íbúð. Þá ættu drápsklyfiarnar og skulda- baggarnir að minnka um leið og af- leiðingin af því ætti að geta orðið sú, að fleiri lifi mannsæmandi lífi; þurfi ekki að strita i 16 klukkutíma og hafa soðna ýsu í matinn sex daga vikunnar. Ekki veit ég hvort almenningur á Norðurlöndunum hefur minni fjárráð, lakari möguleika til lána- öflunar, eða gerir einfaldlega minni kröfur en við. En staðreynd er það jafnt fyrir því, að þar er byggt alla jafna hófsamar en hér hefur tíðk- azt upp á síðkastið. En ég hef það líka fyrir satt, að fólk í Skandinavíu eigi verra með að sætta sig við það, að geta ekkert veitt sér ann- að en það að eiga (búð. Þar vill fólk til dæmis geta tekið saman pjönkur sínar í sumarleyfinu og brugðið sér eitthvað á suðlægari slóðir. Nýlega hefur okkur borist í hend- ur bók um dönsk týpuhús. Og hvað er týpuhús? Bókin byrjar einmitt á því að gera grein fyrir hugtakinu og þar er bent á að þetta orð hafi orðið að einskonar töfraformúlu ( Danmörku en týpuhús táknar hús í garði, einbýlishús, sem sniðið er fyrir þarfir ofur venjulegrar fjöl- skyldu, ódýrt ( byggingu, og oft einhverjir möguleikar til að gera breytingar síðar meir. Þetta eru einmitt hús af því tagi, sem margir mundu vilja byggja hér á landi, fólk sem ekki hefur efni á því að byggja fyrir tvær milljón- ir og þarf ekki heldur að hafa hús- ið tvöhundruð fermetra. Sumir imundu segja að þessi hús séu fá- tækleg, en svona vill það verða þar sem sífellt er reynt að fullnægja óhófslegum kröfum. Þá vill það skynsamlega verða fátæklegt. G.S. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.