Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 26
HUGSAÐ Á LEIÐINNI HEIM EFTIR DAG ÞORLEIFSSON |\J ú eru borgarstjórnarkosning- arnar gengnar um garð, ó- blóðugur bardagi og sigursæll fyrir alla aðila, og skin og svalar skúr- ir skiptast á yfir þeirri jörð, sem nú er fyrir löngu hætt að fá manns- blóð að drekka nema við bílslys og sveitaböll í félagsheimilum. En jörð annarra landa er þeim mun betur sett hvað þessa dýru vökv- un snertir; í Indónesíu voru komm- únistar fyrir skemmstu rotaðir eins og selir svo skipti hundruð- um þúsunda, í Uganda stormar her þarlends leiðtoga, sem Óbóti heitir, höll Mútesa kóngs, í Kongó hengja þeir Kimba og Bamba. Og í Yíetnam er ástandið líklega eitt- hvað svipað því sem Sigurður Breiðfjörð kveður um í Núma- rímum: Harmaklæði höfuð byrgja, heyrast kvæðin sorga þrenn. Feður og mæður syni syrgja, systur bræður og konur menn. Ekkjan kveinar, angur vefur, augun valla fær hún þur. Soninn eina hennar hefur í herinn kallað Rómulur. J^ómulur þessi („vaxtar hár og * harla digur, hann ei standast nokkur má, svartur á hár og her- mannligur, hefur þrótt svo furða má.“) var víst sá eini í sínu ríki, sem var óþreyttur á stríði; hann var staðráðinn í að halda því á- fram, þangað til að hefðu „eignast allan heiminn, ættstofn minn og Rómverjar.“ Og í þeim stað Ilan- oí á Rauðársléttu situr annar leið- togi, sem er að vísu ekki „vaxtar hár og liarla digur“ og því síður „svartur á hár og hermannligur“, en hefur þó „þrótt svo furða má.“ Þessi pervisni geitarskeggur hefur nú í hartnær aldarfjórðung barizt til ríkis við hvert stórveldið á fætur öðru, Japan, Frakkland og Bandarikin, og til þessa verið held- ur sigursæll. Og andstæðingar hans hafa jafnan haldið því fram, að hann og aðrir höfðingjar voldugri, sem teljast skoðanabræður hans, ætli ekki af að láta fyrr en þeir hafi „eignast allan heiminn.“ Það er annars undarlegt, hve flesta menn langar mikið til að eignast allan heiminn, sigra hann eða jafnvel frelsa hann; hjá mörg- um rennur þetta allt saman í eitt: „Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum.“ J^ússneskur námumaður notaði nýlega ófágaðra orðbragð í svipuðum tilgangi, það er að segja um þá, sem stóðu í vegi hans til heimsyfirráða: „Við munum grafa ykkur.“ Dýrið þekkir ekki þessa hneigð; það biður aðeins um hey eða kjötbein til næsta máls. Og frumstæðustu villimennirnir eru eins blessunarlega metnaðar- lausir; þeir lifa í fílósófísku sam- ræmi við náttúruna í kringum sig, birtu himinsins og döggina í trján- um, fyrir þeim er tíminn ekki til og varla að þeir hafi étið af skiln- ingstré góðs og ills, þeir berjast ekki við náttúruna og heiminn af því að þeir eru hluti af honum og það er óeðlilegt að heimurinn reyni að breyta sjálfum sér. Það er friður og jafnvægi í sál þeirra. Evrópumaður einn ók eitt sinn á jeppa yfir Kalaharí og varð að stoppa í miðri sandauðninni, af því að hann vantaði vatn á bílinn. Þá bar þar að búskmann. Evrópu- maðurinn gat komið honum í skilning um hvað hann vantaði. Búskmaðurinn hljóp á brott en kom að vörmu spori aftur með strútseggskurn fulla af vatni, sem hann afhenti hvíta manninum. Þetta var meiri greiði en í fljótu bragði má virðast, því ef einum búskmanni tekst ekki að safna vatni i hæfilega mörg eggskurn, þá deyr hann einfaldlega úr þorsta á þurrkatímanum. Þetta fólk er ennþá svo nálægt náttúrunni að það kann varla mannsmál, heldur talast það við með því að rymja og sletta í góm. /V uðvitað er ekki hægt að koma orðum eins og bróðurkærleik- ur, frelsi eða heimsyfirráð inn í slíkt mál, hvað þá að kveða að nöfnum Krists eða Leníns, enda hefur það sjálfsagt ekki verið reynt. En það er meiri dyggð og friður í hjarta þessa fólks en hinna dýr- legustu spámanna, sem mannkyn- ið hefur uppreist til himins eða lagt í lielgiskrín. En búskmenn heimsins eru nú úrelt fágæti, og allur þorri mann- lcvnsins gengur með orm í hjarta. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi kvað: Inn í hjartað ormur grefur, iðin vefur örlögþræði ósén mund. Læðist hljótt um huga refur, hvítur sefur gimbill auðnu í grænum lund. Hann er skelfilegt kvikindi þessi ormur, og hann er enginn Fáfnir, sem er ánægður ef hann hefur nóg af gulli til að liggja á. Ilann hefur gert heiminn að því sem hann er; fyrst byggði hann pýramída og galeiður, núna þrýstiloftsflug- vélar og gervihnetti. Hann hefur vakið upp hvern spámanninn öðr- um meiri, málað dýrindis skilirí, höggvið styttur, skrifað frægar bækur, stofnað heimsveldi, háð stríð, byggt gasklefa. Þeir sem hafa hann í hjartanu — og þeir eru margir megið þið trúa — verða aldrei til friðs; stöðugt skulu þeir vera að leita einhverrar upphafn- ingar, sem þeim finnst að hljóti að vera til, en er þó auðvitað ekki til, því ef einhver næði henni, væri gildi hennar fallið um sjálft sig. ^umir kalla þetta einfaldlega ^ leit að hamingjunni, aðrir eru svo frekir að seilast eftir eilífum sannleika eða innsta kjarna til- verunnar. Margir æsa sig upp í ofstækisfulla og barnslega trú á gildi þessa takmarks hvað sem þeir nú kalla það; við höfiun heyrt um konur frumkristninnar, sem brostu meðan rómverskir böðlar sviðu af þeiin brjóstvörturnar með glóandi járnum, og hermenn þessarar aldar, sem dóu með hæl Hitler og lifi Stalín á vörunum. Aðrir efast og ekki sízt á úrslitastund: „Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ í þeim efa er fólgin slík örvænt- ing, að fæstum mun hún bærileg; verði hann að vissu, verða þolend- ur hans jafnan að dópistum, rónum eða þá að þeir drepa sjálfa sig eða aðra. Van Gogh fannst hann aldrei geta inálað sólina nógu vel og horfði í hana þangað til hann varð brjálaður. Nietzche lenti í því sama út úr órum sínum um ofur- mennið. JJ Idrei liefur ormurinn í hjarta mannsins verið athafnasam- ari en í dag; liann tryllir manneskj- urnar eins og vín og heróín. Hann er jafnvel kominn langt með að spana þær upp í flug til annarra hnatta, þar sem hvorki er loft eða vatn eða grænir lundir. hvítur sefur gimbill auðnu í grænum lund. Hann uggir ekki að sér enn. Eða hefur tófan kannski þegar tekið hann? Við skulum vona að svo sé ekki, Þegar allt kemur til alls erum við liér norður frá komn- ir yfir það að brjóta hús hver á öðrum og halda hengingar há- tíðlegar. Við erum engir óbótar, kimbar eða bambar. Hamingj- unni sé lof fyrir að við látum okk- ur nægja heimskuleg þingrifrildi og kosningar, sem engu breyta til hins betra eða verra. Við getum jafnvel, ef við reynum, glaðzt svo innilega yfir sólskinsstund eða svalri skiir, skemmtilegri bók eða faðmlagi, að ormurinn í hjarta okkar steinsofni og hætti að naga það að innan. Við skynjum þá ekki tímann frekar en búskmaður, eða viljum kyrrsetja hann eins og Fást. Hvernig væri að reyna það? »6 VIKAN VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.