Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 6
HVERS VEGNA? Linoleum, gólfflísar og vinylgólfdúk- ur með áföstu korki eða fílti allt hol- lenzkar gæðavörur frá stærstu fram- leiðendum Evrópu á þessu sviði. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. MÁLARINN Bankastræti 7 - Sími 22866. ... það nýjasta á gólfið kemur frá Kæra Vika! Hvers vegna þurfa allir að vera kjamsandi poppkorn í bíóum? Hvers vegna þurfa svona margir að koma of seint í bíó og skyggja á aukamyndirnar, bezta part sýn- ingarinnar, fyrir manni? Hvers vegna þurfa þeir andfúlu alltaf að snúa að manni, þegar þeir ryðjast fyrir framan mann inn í bekkinn? Hvers vegna er íslenzki textinn alltaf neðst á myndinni, svo enginn getur séð hann fyrir hausunum á næsta manni fyrir framan? Með kærri kveðju Questjónas. Ég gizka á, að menn éti popp- korn af því þeim finnist það gott. Menn koma of seint í bíó a) af því þeir leggja of seint af stað, b) af því þeir finna hvergi stæði fyrir bílinn fyrr en miðja vegu heim aftur, c) af því þeir ætla að koma of seint. Það er viðtek- in kurteisi, að snúa ekki rassi í fó!k, þegar maður fer fram hjá því inn í bíóbekk, og andremm- an stafar oftast af slæmri munn- hirðu, og af því enginn hefur kjark til að segja öðrum frá því, að hann sé andfúll. íslenzki textinn er ævinlega neðst á myndinni, af því hann verður að vera með ljósum stöfum, sem ekki myndu sjást, t.d. í útimynd- um, þegar himininn einn er yfir sjálfu mótífinu. ENN UM FLUGURNAR. Kæri Póstur! Ég varð hreint steinhissa, þeg- ar ég las í þér nú um daginn bréfið frá stúlkunni, sem leggur lag sitt við flugnaætuna. Annað eins hef ég nú bara ekki heyrt! Og ég er enn meira hissa að heyra hvemig þú tekur á þessu. Það er ekki hægt að sjá annað, en þér finnist það allt í lagi, þótt drengurinn haldi áfram við þennan viðurstyggilega ósið, svo framarlega sem hann geri ekki meira að þessu í framtíðinni en hingað til. Kannski finnst þér þetta allt í lagi, ef hann étur ekki nema einhverja ákveðna tölu af flugum á dag (hve margar, þætti mér gaman að vita)? Nei, ef ég mætti leggja orð í úelg, þá finnst mér að stúlkan ætti að hætta við strákinn eins og skot, hversu gasalega hrifin sem hún kann að vera af honum. Hann hlýtur að vera eitthvað abnormal, svona gerir engin eðli- leg manneskja. Getið þið líka hugsað ykkur, stúlkur, hvernig það muni vera að kyssa mann, sem er búinn að éta kannski 10 eða 20 fiskiflugur (þessar stóru svörtu, sem verpa möðkunum í fiskinn) og hefur líklega ekki burstað í sér tennurnar á eftir. Hamingjan hjálpi okkur! Nei, svona piltar þyrftu að tala við sálfræðing. Á. K., Akranesi. í ÆTT VIÐ ELLÝ EÐA ÖNNU? Kæra Yika! Þannig er mál með vexti að við erum ósammála tvær vin- konur og langar að biðja þig að leysa þrætumálið ef unnt er. Deiluefnið er dægurlagasöngvar- inn Vilhjálmur Vilhjálmss. og við spyrjum: er hann bróðir Ellýar Vilhjálms eða Önnu Vilhjálms? Eða er hann ef til vill ekkert í ætt við þær. Tvær ósammála. Hann er bróðir Ellýar en ekk- ert í ætt við Önnu. eftir því sem við bezt vitum. SPURT UM RÁÐLEGGINGARSTÖÐ. Kæri Póstur! Ég á heima úti á landi og ætl- aði að bregða mér í bæinn bráð- lega og fara þá meðal annars í „Ráðleggingarstöðina um frjógv- unarvarnir" að Lindargötu 9. Ég er búin að fletta símaskránni spjaldanna á milli en finn hvergi neitt símanúmer tilheyrandi þess- ari stofnun, sem ég gæti hringt í til ,að fá upplýsingar um heim- sóknartíma og slíkt. Því sný ég mér til ykkar í þeirri von að hinn alvitri Póstur geti frætt mig um hvort þurfa muni að panta tíma þarna fyrir fram og ef svo væri hver tæki þá á móti þeim pöntunum eða hvort hægt er bara að labba sig þarna inn fyr- irvaralaust og þá á hvaða tíma? Sennilega stendur nú einhverj- um nær að svara slíku en ykk- ur, en þar sem ég hef heyrt að bróðurkærleikur sé mjög ríkur í ykkur og þessar upplýsingar geta ef til vill sparað einhverj- um kynbróður ykkar álitlega summu i meðlag, þá vona ég eft- ir útúrsnúningalausu svari bráð- lega. Ég bið velvirðingar á skorti 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.