Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 10
Hús og húsbúnaOup Nokkir einfðld oo óiór kís Sumir halda því fram, að hér séu ef til vill byggð vandaðri hús en nokkursstaðar annarsstaðar um heimskringluna. Ef það er rétt, þá er ekki úr vegi að minnast þess, að formæður þeirra sem nú eru að byggja úr steini og tekkviði, sópuðu moldargólf með hrísvönd- um, muldu skán og klipptu hrís til að troða undir pottinn á hlóðun- um og borguðu ekki grænan eyri fyrir upphitun, því upphitun var ekki til. Nú gæti kannski einhverj- um gætnum manni orðið á að hugsa, að við hefðum tekið stökkið helzt til myndarlega og skammt sé nú orðið öfganna á milli. Því hús hér eru ekki aðeins vönduð, heldur afspyrnu dýr. Dætur þeirra kvenna sem fóru með þvottinn I bala niður í bæjarlæk og klöppuðu hann þar á steini, verða nú helzt að hafa sjálfvirkar þvottavélar í þvottahús- inu og þvottahúsið verður helzt að vera beint innaf eldhúsinu. Og dæt- ur þeirra mæðra sem aldrei eignuð- ust baðkar eru ekki ánægðar nema baðherbergið sé flísalagt upp að lofti. Nú er talað um það sem hvert annað böl, ef viftu vantar f eldhús- ið og það kemur fyrir að matar- lykt berst inn í stofuna. Engu máli skiptir þó hægt sé að opna glugga og veita henni út á einni mfnútu. Það þykir alveg ófært samt. Að ekki sé nú talað um það að ganga á berum línóleumdúkum. Svoleiðis villimennska er fyrir bí sem betur fer. Og þá er það enn ótalið sem mest stingur f stúf við gamalt fs- lenzkt allsleysi: Nýju eldhúsin, harðviðareldhúsin með kjörvið og harðplast í bak og fyrir og bakar- ofn með glugga álfka stóran og meðal sjónvarpsskerm. Þessi upptalning er ekki meira en allir þekkja og alkunna er það líka að margir stynja sáran undan klyfjunum. Kannski eru þessar 6- skaplegu og óhóflegu kröfur vegna þess, hvað stutt er sfðan við höfð- um ekki neitt. Sumir segja að þetta muni jafna sig; að bráðum verði 10 VIKAN Framúrskarandi einfalt hús í byggingu og þrískipt eins og grunnteikningin sýnir. Þriðjungur hússins fer undir stofuna, sem nær þvert í gegnum húsið meðfram einni hlið þess. Þriðjungurinn í miðjunni sem á grunnteikning- unni er strikaður til aðgreiningar, er nefndur kjarni í texta bókarinnar: Þar er forstofan, lít- ill upphitunarklefi, salerni, svefnherbergisgang- ur, bað, eldhús og nokkuð sem nefnt er á skand- inavískum málum „Alrum“. Þetta „Alrum“ er í beinu framhaldi af eldhúsinu, nokkurskonar baðstofa, það er að segja daglegt íverupláss, leiksvæði fyrir börnin og borðstofa. Baðherberg- ið, upphitunarklefinn og salemið, mynda sér- stakan kjama inn í miðju húsinu, og yfir bað- herberginu er þakgluggi. í eldhúsinu verður hinsvegar góð birta frá útvegg baðstofunnar vgna þess að hann er að öllu leyti úr gleri og breið rennihurð svo hægt sé að opna út í garð- inn. Þriðjungur hússins fer svo undir þrjú svefn- herbergi, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Eins og sést af meðfylgjandi perspektívteikn- ingu, er hér um að ræða gerðihús, líkt og Geir- harður Þorsteinsson, arkitekt, skrifaði um ný- lega í Vikuna. Þama er opinn bílskúr eða bíl- skýli, sem Danir hafa ekkert orð yfir og kalla einfaldlega Carport. En sjálft gerðið er næst á myndinni. Fyrir utan bílskýlið er húsið 129 fer- metrar að flatarmáli. SNIT _________________, Einfalt hús af gerð, 130 fermetrar að flatarmáli. Þarna er gert ráð fyrir barnaherbergi fyrir utan hjónaherbergið og reynt er að nýta ganginn þann- ig, að hann verði eðlilegt leikrými fyrir börnin. Þarna er „alrum“, rúm- góð borðstofa f beinu framhaldi af eldhúsinu og um leið daglegt iveruherbergi, einkum fyrir börnin. Þó ekki sé þarna um neina stássstofu að ræða þá er gert ráð fyrir þvi að minna mæði á hcnnl vegna hins fyrrgreinda. Úr eldhúsinu er innangengt i þvottahús, geymslu og kyndiklefa. Tveir burðarveggir hússins eru byggðir út eða framlengdir og er það gert til að mynda skjól. Á þessu húsl er lágt ris en þakskeggið er haft þykkt, og heildarsvipur hússins er vinalegur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.