Vikan


Vikan - 07.07.1966, Qupperneq 12

Vikan - 07.07.1966, Qupperneq 12
BimuiBi sniKiiuiiRT Victor Eliot elskaði græna litinn. Ekki grasgrænt eða sjógrænt, heldur græna litinn sem er á amerískum dollaraseðlum, og þá sérstaklega þann sem var á þeim seðlum sem höfðu meira verðmæti. Að hana áliti var liturinn á hundrað dollara seðl- um snöggt um fallegri en á tíu dollara seðlum. Það var ást hans á peningum sem kom honum til að reyna að framkvæma hið fullkomna morð. Árum saman hafði Victor slegið vini sína um peninga. Tii skamms tíma var það aðeins einn sem hann gat haft peninga út úr, en nú var þessi eini búinn að segja stopp, hann neitaði að lána honum eitt einasta cent. Hvað ríkum ættingjum viðvék, átti Victor aðeins einn, móð- urbróöur. Þessi frændi hafði hreinasta viðbjóð á systursyni sínum, honum fannst það slæm örlög að eiga slíkan ættingja. Penfield frændi var stórauðugur, barnlaus ekkjumaður og var ekki nema um sextugt. Aldrei hafði Victor getað skrúfað einn einasta eyri út úr frænda sínum, karlinn var alltof sniðugrur, hann sá svo vel í gegnum frænda sinn, eins og hann hefði ver- ið úr gieri. Karlinn var nýbúinn að neita Victor um lán, og til- kynnti honum samtímis að erfðapartur hans yrði snöggt um minni en hinna erfingjanna. Fram að þessu hafði Victor látið sér nægja að líka illa við karlinn, en nú fór hann beinlínis að hata hann. Var nokkurt réttlæti í því að gamall karlfauskur sæti á milljónum dollara? Hann hafði enga þörf fyrir þessa peninga. Þessi gamli bjáni hafði ekki áhuga á nokkrum hlut öðrum en svepparækt sinni. Og nú ætlaði hann að gera hinum systurbörnum sínum hærra undir höfði en honum; þessum ófélega leiðindahóp, sem áttu heila hjörð af ijótum krökkum, í staðinn fyrir að hæna að sér eina ættingjann, sem hafði vit og smekk: Victor Eliot. En sú hugsun að myrða karlinn kom ekki í huga hans fyrr en á sextugsafmæli Simons frænda. Þennan hátíðisdag ætlaði hann líka að nota til að tilkynna ættingjunum hve stórir erfða- partar hvers og eins yrðu, ætlaði sem sé að lesa upp erfðaskrá sína ... Simon Penfield bjó aleinn í gisnum gömlum kumbalda, rösk- lega tíu mílur frá næsta kaupstað. Þessi hjallur stóð við veg sem alltaí varð ófær í rigningum. En þessi raki jarðvegur var hinn ákjósanlegasti staður til að rækta sveppi, og það var hans einasta áhugamál. Við hátíðarmatborðið tilkynnti hann ættingjunum að hann hefði ráðið einkaspæjara til að athuga feril þeirra og að erfða- hlutirnir voru sem sagt frá tvö hundruð og fimmtíu þúsund dollurum (það fékk sú systurdóttirin, sem falsaðist við karlinn og þóttist hafa geysi áhuga á svepparækt), niður í fimmtíu þúsund dollara, það varð hlutur Victors, og Simon lét þess getið að það væri eingöngu vegna þess að blóð væri þykkara en vatn, að hann arfleiddi Victor að þessari upphæð, þótt hon- um þætti það mjög leitt. Victor var öskuvondur, en stillti sig og lét ekki á því bera. Hann fór að virða karlinn fyrir sér, hann leit ekki út fyrir að vera meira en fertugur. Það hlaut að vera hollt að rækta og éta sveppi. Hann var líka svo sterkur að það var engu líkara en að það væri gorilla sem kreisti hönd manns, þegar hann tók í hana. Victor hugsaði með sér að það gæti dregizt að þess- ir fimmtíu þúsund dollarar féllu honum í skaut. Morguninn eftir veizluna fór karlinn með alla ættingjana út á sveppaakrana, sem voru tvö hundruð og fimmtíu tunnur lands. Hann sagði þeim meira um ætisveppi og eitraða sveppi en þau liöfðu nokkurn áhuga á að vita, og allir ættingjarnir þóttust hafa mikinn áhuga á þessu öllu, allir nema Victor, sem ennþá var öskuvondur. En samt var hann sá eini sem kom auga á það að þessi sveppa- rækt gat gefið honum tækifæri til að losna við karlinn, frænda sinn. Hér voru ræktaðir ljúffengir ætisveppir, en í næstu rein voru baneitraðir, hvítir flugusveppir. Þessir sveppir voru svo citraðir að sá sem neytti þeirra dó á stundinni, að minnsta

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.