Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 33
1 LIL5JU l 1 LILJU l ] LILUU 1 ] LILJU 1 LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð reikaði um göturnar, en nú finn ég að ég er orðinn þreyttur.“ Að svo mæltu hvarf hann fram í eldhúsið, en ég sat einn eftir, án þess að mér hefði tekizt að átta mig á því hvort ég væri sof- andi eða vakandi. Um morguninn hélt ég rak- leiðis til Piazza Mastai. Ég gat greint Ijóslokkaðan koll Fiamm- ettu í söluturnsopinu langt að; hún sat álút eins og hún var vön, og var að lesa. Ég gekk til hennar, og þegar ég hafði rétt henni peninginn fyrir dagblaðið, varð mér að orði: „Jæja, maður fær þá að bragða á brúðkaups- kökunni áður en langt um líð- ur.“ Hún leit upp og brosti við mér. „Jæja, ekki verður það nú strax. Ekki fyrr en eftir fjóra mánuði." „Nú-jæja; það er ekki svo ýkjalöng bið. Ég er harðánægð- ur, harðánægður, nema hvað mér þykir fyrir því að þú skulir ætla að yfirgefa Róm; kveðja okkur vesalingana hérna í Trastavere." Hún starði á mig stórum aug- um.“ Ég að yfirgefa Róm? Hversvegna? „Jú — hann á heima í Viter- bo.“ „Hann, hver?“ „Erminio frændi minn.“ „Hvað kemur Erminio þessu máli við?“ Nú fór mig fyrst að gruna að ekki mundi allt með felldu. Ég sagði henni því upp alla söguna í fáum orðum. Hún hlustaði á mig, en sagði síðan: „Frændi þinn er snarbrjálaður, það er hann. Að vísu er það satt hjá honum, að við vorum saman síð- astliðið kvöld, og það er líka satt, að hann bað mín, vitfirringur- inn sá arna. En ég sagði honum auðvitað, að ég væri trúlofuð, og að hann mætti ekki einu sinni færa slíkt í tal. Og auk þess kæmi mér ekki til hugar að fara að flytja upp í sveit . . „Nei, nú gengur fram af mér. Hann sem sagði mér einmitt að þú kynnir hvergi betur við þig.“ „Trúðu ekki einu orði. . . .“ Semsagt — þetta var þá allt uppspuni frá rótum. Loks sagði Fiammetta: „Ég man það reynd- ar núna, að hann sagði þegar við skildum: Jæja, ég treysti því þá, að þú veljir á milli Ett- ore og mín.... Og þar sem ég hafði gert allt, sem mér var unnt, til að koma fyrir hann vitinu, en árangurslaust, lét ég mér víst bara nægja að yppta öxlum. Og svo hefur hann líklega tekið þögn mína sem samþykki." „Ég leyfi mér að halda því fram,“ varð mér að orði,“ að þú hafir líka gefið honum ástæðu til þess, og ekki eingöngu með þögn þinni, heldur og með vör- um þínum og augum, eins og þú brostir og leizt til hans. Hversvegna ertu svona ástleit- in?“ Ronson RONSON fyrir dömuna RONSON fyrir herrann RONSON fyrir heimilið RONSON KVEINJNRI er tilvalin tækifærisgjöf WORLD'S GREATEST LIGHTERS VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.