Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 43
inn ( gott herbergi, klætt með mar- mara og húsgögnum, sem voru stórkostlegt safn af evrópskum og austurlenzkum forngripum. — Hakim gamli heldur sér alltaf iafn vel, sagði Willie og svipaðist um í herberginu. Dyr opnuðust og Hakim kom inn. Þetta var grann- ur, glæsilegur Egypti í dökkum föt- um, hvítri skyrtu með sæblótt bindi. Hann var að minnsta kosti sjötug- ur, vissi Modesty, en leit ekki út fyrir að vera degi eldri en fimm- tíu og fimm. — Ungfrú Blaise, sagði hann lógri, fljótandi röddu: — Þvdík ónægja að fó skilaboð fró yður. Það var ofurlítill hreimur í ensk- unni hans. Hann kom nær, brosti og tók ( hönd hennar: — Og einnig herra Garvin. Við höfum átt mörg ánægjuleg viðskipti saman. Hann dró fram stól handa Mod- esty, benti Willie kurteislega til sætis og lét fallast á mjóan legu- bekk uppi við vegginn. — Við erum komin ( bransann aftur, Hakim, sagði Modesty. — Þetta er stærra en nokkuð, sem þú hefur gert fyrir okkur áður. Dem- antar. Tíu milljón punda virði. Bros Hakims stirðnaði ofurlítið, en að öðru leyti breyttist svipur hans ekkert. — Hve mikið? spurði hann. — Fyrir þig, hálf milljón. Hakim starði á hana og fléttaði saman langa fingurna: — Svona nú, ungfrú Blaise. Að losna við svona mikið magn af steinum tekur lang- an tíma og er dýrt. Þetta veiztu vel. Ég sé ekki skynsamlegan hagn- að af þessu, jafnvel fyrir tuttugu og fimm prósent, þegar horft er fram ( tfmann. — Ég gef ekki tuttugu og fimm prósent á svona stóran pakka, Hak- im. Ég hef eigin útgjöld að standa straum af. — Ef til vill fimmtán? Ég efast um, að nokkur af keppinautum mlnum ( Evrópu muni taka svo lítið. Og enginn hér í Mið-Austurlönd- um. — Þeir vilja fá demanta hinum megin við járntjaldið, sagði Mod- esty. — Ég hef fengið fast tilboð frá stjórnarerindreka þaðan, upp á n(u milljón sterlingspund fyrir allt saman. Hún brosti vingjarnlega: — Tíu prósent. Ef þú býður ekki bel- ur en þeir, er ég hrædd um að við séum að sóa tímanum til einskis. — Má ég spyrja hvar þessir dem antar eru nú, ungfrú Blaise? Og ef þeir eru ekki þegar ( þínum hönd- um, hvernig þú ætlar að nálgast þá? — Enga heimsku, Hakim. — Fyrirgefðu. Hann sneri lófun- um upp og yppti lítið eitt öxlun- um: — Ég bið einnig fyrirgefning- ar á þvf, að ég skuli ekki geta skipt við þig, hvað þetta snertir, ungfrú Blaise. Þv( miður er ég ekki nógu fjársterkur til að geta keppt við stjórnmálarTienn. Modesty horfði á hann um stund: — Ef ég hækkaði mig upp í sjö þúsund og fimm hundruð? í hnút í hnakkanum. Hún var mjög lítið máluð og neglur hennar ó- lakkaðar. Létt nælon regnkápa gerði mikið til að hylja svörtu peys- una með háa hálsmálinu og svörtu gallabuxurnar, sem hún var í undir regnfrakkanum. Willie var í svörtu vindúlpunni. Þau voru bæði í klossum, sem voru reimaðir fjóra þumlunga upp yfir ökklann. Klossarnir voru úr þykku leðri, og undir sólunum var mjúkt gúmmí, sem náði upp á skóna allt um kring. Þau drukku bjór og töluðu lágt á þýzku. Þjónninn áleit, að þau væru frá þýzka tæknifyrirtækinu, sem var þar í grendinni. — Heldurðu, að Gabríel láti til skarar skrfða í kvöld? spurði Mod- esty. — Ef til vill. En þó Ifklegra á morgun. Það er undir þv( komið, hve lengi Hakim verður að ákveða sig. — Þú hefur gert flest viðskiptin við Hakim og þekkir hann betur en ég. Ertu viss um, að hann segi Gabríel frá þessu? — Handviss. En Hakim flýtir sér aldrei. í kvöld hefur hann náð sér í stúlku, síðan étur hann góðan mat, drekkur góð vín og hlustar á tónlist. A endanum ákveður hann að segja Gabríel frá því. — Hversvegna? — Það er öruggara fyrir hann. Gabríel drepur þá, sem valda hon- um óþægindum. Það gerir þú ekki. Hakim kemst að þeirri niðurstöðu að lokum. — Gott. Framhald í næsta blaði. Pennavínir Cpl. R. K. Rutherford 2057717/ USMC Commanding Generals Section, lst Marine Division (Rein), FMF, c/o Fleet Post Off- ice, San Francisco, Califomia 96602. Tuttugu og eins ára lið- þjálfi, sem stendur í herþjónustu í Vietnam. Hefur mikinn áhuga á að kynnast íslendingum og vill skrifast á við ungt fólk og kynn- ast viðhorfum þess. — Því miður. Nei. Má bjóða ykk- ur einhverja hressingu? — Þakka þér fyrir, en við eig- um eftir að gera margt. Það er verst, að við skulum ekki geta átt viðskipti, en ég er viss um, að ég má treysta þér til að minnast ekki á þetta við nokkurn mann, Hakim. Hann reis á fætur og brosti: — Það væri barnaskapur af mér. Nú, þegar þú ert aftur komin í brans- ann, vona ég að við getum orðið hvort öðru að liði ( sambandi við eitthvað annað, ungfrú Blaise. — Það er ég viss um. Vertu sæll, Hakim. Þegar Pontíakkinn var horfinn út úr húsagarðinum kallaði Hakim á þjóninn sinn: — Ég hef mikilvægt málefni að ígrunda, Nasir, sagði hann hægt, — en fyrst verð ég að slappa algjörlega af. Segðu Fiömu, að ég þurfi á henni að halda ( kvöld. Klukkan var níu um kvöldið, þeg- ar Modesty sat ásamt Willie á lít- illl kaffistofu ( Muskihverfinu. Hár- ið var eins og venjulega bundið VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.