Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 48
ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Framhald af bls. 45. — Svona, svona, verið ofurlítið rórri, sagði Osman Faraji myndug- lega. Hann gekk fram og aftur meðfram röð af blæjuklðsddum verum, grandskoðaði vandlega búning og skreytingu hverrar einnar, og gekk úr skugga um, að andlitsblæjurnar væru svo vel festar, að ekkert sæist annað en tvö dökk augu eða ljós, öll ljómandi af tilhlökkun. Þegar konurnar voru tilbúnar til að horfa á hátíðahöld eða skemmt- anir litu þær allar eins út — keilulaga fatapinklar, sem vógu salt á litlum rauðum eða gulum skóm með upphringuðum tám. Aðeins hundrað uppáhaldskonur áttu að fara, og Mulai Ismail átti að velja úr hópnum með því að láta vasaklútinn sinn detta fyrir framan Þá, sem hann kaus sér til skemmtunar þann dag — eða öllu heldur þá nótt. Þannig hafði honum verið sagt að stórsoldáninn i Konstantínópel hagaði sér í sínu kvennabúri. Þegar einhver konan hafði verið hunzuð of lengi tók Osman Faraji hana úr hópnum og sendi hana í eitthvert annað kvennabúr og lét hana taka til starfa þar. Þessvegna var versta refsingin af öllum að fá ekki að vera „viðstödd“. Það rýrði vonina um að fá að taka þátt í þeirri gleði, sem hjákonum soldánsins var búin. Það var upphafið að útskúfuninni, að ellinni, að ruddalegri brottvikningu úr þessu iburðar- mikla kvennabúri. Yfirgeldingurinn réði öllu um útskúfun og frama, og hann kunni að ógna með brottvikningu, þegar honum þótti það eiga við. Þegar kona fékk ekki að vera ,,viðstödd“, var hún einnig svipt annarskonar ánægju, svo sem gönguferðum, horfa á skemmtanir og fara í lítil ferðalög, sem Osman Faraji stofnaði oft til með eftirsóknar- verðustu meðlimum kvennabúrsins. Á þessum degi brustu þær, sem ekki voru „viðstaddar", í grát og gnístran tanna, Þegar þær heyrðu múskettuskotin og hróp fjöldans, sem gáfu til kynna, að hátíðahöldin voru að hefjast. Osman Faraji kom sjálfur til að Þagga niður í þeim. Konungurinn var orðinn þreyttur á að heyra grát og stunur í kvennabúrinu sínu. Óskuðu þær eftir sömu örlögum og höfðu orðið hlutskipti kvenna og dætra Abd el Maleks? Þegar Abd el Malek dó af drepi, viku eftir að hönd hans og fótur höfðu verið höggvin af, hófu konur hans harma- kvein sín að nýju, og soldáninn hafði neyðzt til að ógna þeim með tafarlausum dauða, ef þær létu ekki af þessum óhljóðum. 1 nokkra daga héldu þær aftur af sér, þegar soldáninn var í höllinni, en þegar hann fór út, byrjuðu þær að nýju. Svo konungurinn lét kyrkja fjórar þeirra fyrir augunum á þeim sem eftir voru. Eftir þessa róttæku áminningu Osmans Farajis, héldu þær sem eftir voru skildar, aftur af grátinum og tóku að leita að einhverri rifu, sem þær gætu séð út og fylgzt með einhverju af því, sem fram færi. Þegar yfirgeldingurinn kom aftur, fór hann framhjá íbúð Angelique, þar sem þjónustustúlkur hennar voru að vefja hana í blæjur. Henni hafði ekki dottið í hug að gráta og kveina, þótt hún hefði verið skilin eftir, en yfirgeldingurinn hélt áfram þeim hættulega leik að leyfa tilvonandi uppáhaldseiginkonu soldánsins að sjá tilvonandi húsbónda sinn, án þess að hann sæi hana. Þar af leiðandi varð Angelique alltaf að blanda sér i hóp kvennanna, sem fylgdu soldáninum á gönguferðum hans, eða þegar hann kom opin- berlega fram. Ef hann kæmi til með að varpa of forvitnislegu auga á þann fjölda af hvítum og grænum púpum, sem fylgdu honum eftir, áttu þrír fráneygir geldingar að fela Angelique eða laumast með hana burtu. Þetta var aðferð Osmans Farajis til að kynna fyrir henni hegðun og eðli Mulai Ismails, einnig til að yfirvinna andúð hennar og gera henni Ijósa ábyrgðina. Hún skelfdist enn ofsafengin köstin, sem hann fékk, en hún myndi smám saman venjast þeim. Hann ætlaðist til þess, að hún samþykkti án skilyrða húsbóndann og hlutverkið, sem hann hafði ætlað henni. Angelique blandaðist í hóp kvennanna, sem gengu í halarófu út í garðinn. Enska stúlkan var þarna blæjulaus og leiddi tvær litlar, fal- legar stúlkur með ljóst hár og gullið .hörund — tvíbura, sem hún hafði alið soldáninum. Fæðing þeirra hafði kostað hana titilinn eiginkonu númer eitt, Leila Aisheh hafði borið honum son. öll réttindi áslcilin — Opera Muncbi, Paris Franrih. í næsta bl. Sólböðin Framhald af bls. 46. sem koma í veg fyrir að húðin of- þorni, og rétt er að reyna kremið áður en farið er í sólbað, sérstak- lega sé farið á þá staði, þar sem ekki er hægt að hlaupa í næstu búð og kaupa annað krem. Það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi, að konan sé ofnæm fyrir einhverju vissu kremi, og þá er slæmt að standa uppi og geta ekki notað það, en hafa þá ekkert til varnar sólbrunanum. Venjuleg sólkrem gera húðina ekki brúnari, öðru vísi en þannig, að hægt er að liggja lengur ( sólinni án þess að brenna og fá með því meiri sólbrúnan lit á húðina. Önnur krem gera húðina aftur á móti brúna, án þess að sól- böð þurfi til. Þau ganga í sam- band við önnur efni í húðinni og gera hana brúna. Reyndar verður blærinn oft fremur gulleitur og mis- fallegur, eftir því hvernig húðin tek- ur við efninu. Það er ekki hægt að þvo litinn alveg burt af húðinni, en það eyðist smám saman, og sé kremið ekki borið alveg jafnt á, má búast við flekkjum og ójöfn- um lit. Það er ekki ráðlegt að nota það í andlitið, en t.d. á fæturna er það ágætt, sérstaklega meðan þeir eru enn hvítir og óskemmtilegir eft- ir veturinn — en berfætt getur kon- an alls ekki verið á almannafæri fyrr en fæturnir eru orðnir brúnir. Þetta efni er samt í flestum tilfell- SÚTAÐAR GÆRUR KÁLFSKINN TRIPPASKINN ★ Mikið úrval ★ Hagkvæmt verð Sútunarverksmiðja SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13661 um alveg óskaðlegt og getur verið gott að grípa til þess öðru hverju. Notið sólgleraugu í sterkri sól, svo að ekki myndist hrukkur við augun. Öðru hverju má taka þau af og leggja bómull yfir augnlok- in, til þess að ekki myndist hvítir hringir undir gleraugunum, en sé gengið gleraugnalaus í skuggan- um, þegar sólin skín, brúnast húð- in kringum augun, þannig að lítil hætta er á förum eftir gleraugun. Fólk verður nefnilega brúnt undir berum himni, þótt sólin skíni ekki beint á það. ☆ Gægzt í gegnum örlagatialdið Framhald af bls. 15. um, sem sanna tilvist sína með atvikum sem hlustandinn kann- ast við úr fortíðinni. Það hefur verið sagt frá at- vikum í þessum tilfellum, þar sem miðillinn verður svo líkur andanum, að hann er fær um að sýna rödd hans, fas og venj- ur. Mönnum eru gefnir mismun- andi hæfileikar, sem þeir skilja sjálfir að takmörkuðu leyti, og aðrir ef til vill alls ekki. Það eru til mörg dæmi um fólk sem hefur fjarskynjunarhæfileika, með hæfileikum til dáleiðslu og sjálfsdáleiðslu. Nýlega var sagt frá tilfelli í Ameríku, þar sem kona var fær um að segja til um lit á vefnaði, með því einu að snerta hann. Flestir hafa einhverntíma orð- ið fyrir áhrifum af fjarskynjun eða fyrirboðum, en almiennt kall- ar fólk það tilviljun. Mæður og börn, hjón, hafa oft hugsana- tengsl sín á milli, sem eru ó- skiljanleg þeim sjálfum. Mörg okkar hafa upplifað það að sím- inn hringir og við vitum fyrir- fram hver það er, eða að við erum að hugsa um gamlan kunn- ingja, sem við mætum svo á næsta götuhorni, eða dreymir um vin og fáum svo bréf frá hon- um næsta dag. Auðvitað er ekki hægt að skýra marga drauma sína með hversdagsleika undan- farinna daga eða sálfræðilegum tilvikum. Draumurinn getur rætzt í hverju smáatriði og sýnt að um það leyti hefirðu verið í sambandi við sálræna öldu ein- hvers sem er víðsfjarri. ☆ f fullri alvöru Framhald af bls. 2. og hinum auðskiljanlegu töfrum þess, hann getur heldur ekki orð- ið til leiðbeiningar nemendum í skóla. Og eins og er, skilst mér að ástandið sé þannig, jafnvel í hinum æðri menntastofnunum, að allt drukkni í kommufræðun- um. Ef við eignumst góða rit- 48 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.