Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 5
rúmið og leit ó hana: — Aðeins hressingu í glösum? — Nema það sé eitthvað ann- að, sem þig langar í, meðan ég er hér. Augu hennar voru opin og hátíðleg, en það vottaði fyrir ertni einhversstaðar á bak við; ertni og einhverju öðru, sem var m|ög öfl- ugt, einhverju, sem stökk út úr aug- um hennar og kveikti á kyndli í maga hans. — Hvað sem er? spurði hann. — Já. Hann tók varlega um axlir henn- ar: — Þú sagðir mér, að það væri fyrir áhugamenn, ekki atvinnu- menn. Hví hefur þér snúizt hug- ur? Hún yppti aðeins öxlum, og eitt andartak var þoka í augum henn- ar. Hann velti þvi fyrir sér, hvort hún væri að leika: — Eg veit það ekki, sagði hún. — Kannske þetta hafi allt saman farið í hundana. Ég er ekkert hrifin af að hafa ekk- ert að segja Tarrant á morgun. — Willie Garvin talaði um krapp- an leik. — Það var aðeins óskhyggja. Willie heldur, að ég sé óbrigðul. Hann verður líka fyrir vonbrigð- um. Hagan tók að hneppa frá henni sloppnum og byrjaði efst. Það voru sex tölur. Eftir þá þriðju vissi hann, að hún var ekki í neinu undir. Hann renndi sloppnum út af öxl- um hennar og lét hann falla, hélt henni síðan armslengd frá sér og horfði á hana, en hreyfði sig ekki. — Ég hef nokkuð að segja Tarr- ant, sagði hann. — Og þér. Við er- um hætt, Modesty. Hann herti tak- ið á öxlum hennar, svo það varð næstum óbærilegt. — Ég hef allt í einu fengið vitið. Augu hans liðu yfir líkama hennar og aftur upp á andlitið: — Ég yrði að vera kol- orjálaður til þess að hætta öllu þessu fyrir steinakassa, jafnvel þótt ég ætti þá sjálfur. — Eru þetta tilfinningar þfnar gagnvart mér, Paui. Hann renndi höndunum niður að mitti hennar og dró hana að sér og fann hlýja odda líkama hennar upp að bringu sinni. — Allt um það, sagði hann, — ert þú það eina, sem máli skipt- ir. Nú veit ég það, og ég verð að taka málið í mínar hendur. Það verður bara ekkert mál. Bara þú og ég. Ég ætla að fara burtu með þig, Modesty. Augu hans voru sam- ankipruð og demantshörð, og hann starði á hana eins og haukur, sem miðar á bráð. — Tarrant getur ekki hindrað það. Heldur ekki Willie. Þaðan af síður þú. Hún hafði hallað höfðinu aftur á bak til að horfa á hann. Allt í einu lagði hún andlitið á öxl hans. Hann fann, að hún nartaði blíðlega i hann, og þrýsti sér að honum. — Þegiðu, sagði hún, röddin var lág og áköf. — Þegiðu og gerðu eitthvað. Hann lyfti henni og gekk að rúminu. Þetta var öðruvísi að þessu sinni, en engu að síður dásamlegt. Nú var eins og uppistaðan í þrá henn- ar væri að láta hann að fullu og öllu ráða, og gleði hennar væri fólgin í því að skynja þarfir hans og fullnægja þeim. Að lokum lá hann örmagna og eftir stundarkorn losaði hún sig frá honum og reis upp á hnén: — Jæja, sagði hún lágt: — Nú máttu tala, ef þig langar. Hún gekk yfir að snyrtiborðinu, tók tvær sígarettur úr pakkanum, sem lá þar upprif- inn, og kom aftur til hans. — Hérna, vinur. Hann settist letilega og værðar- lega upp og tók við sígarettunni hjá henni. Þótt líkami hans væri þögull nú, fann hann að hann var sterkur og var um sig. — Hvað fleira þarf að taia um? spurði hann og renndi fingrinum niður eftir kinn hennar: — Við er- um búin að segja það allt. — Já. Það vottaði fyrir dapur- legri viðurkenningu í þessu eina orði. Hún var svo lítil og ung, að Hagan fann verndarþörfina vaxa hið innra með sér, þegar hann horfði á hana. — Mér líður vel, sagði hún. Hún reis aftur upp með sængina á öxl- unum og náði í litla bakkann með glösunum. — Skál fyrir okkur. Hún settist á rúmstokkinn og Hagan tók glasið, sem honum var ætlað. — Hafðu engar áhyggjur af Tarrant, sagði hann. — Ég skal tala við hann. Willie Garvin lá fullklæddur á rúminu. Það hafði verið sett niður í töskurnar af mikilli nákvæmni. Hann heyrði braka dauft í stigan- um, og andartaki síðar kom Mod- esty inn í herbergið. — Allt í lagi, Willie. Viltu sækja ferðatöskurnar mínar. Hún var í pilsi og peysu, í flatbotnuðum skóm með skýluklút á höfðinu, og léttan frakka á handleggnum. — Gafstu honum svefnlyfið? spurði Willie lágt. — Já. Hann rumskar ekki fyrr en í dögun, í fyrsta lagi. — Hann verður brjálaður, þeg- ar hann uppgötvar að við erum farin. — Þetta var eina leiðin til að losna við hann, Willie. Og við urð- um að losna við hann, ef við eig- um að verða lifandi beita. Hann var orðinn hræddur um mig. — Ég veit. Það er hættulegra en að vera hræddur um sjálfan sig. Hvað heldurðu, að Tarrant geri? — Ég veit það ekki. Það skiptir ekki máli. Okkur verður ekkert á- gengt, ef við höfum þetta fólk allt saman um hálsinn: Tarrant, Abu- Tahir . . . og Paul. Hún yppti ofur- lítið öxlum: — Þeir gera allt flókn- ara. Við verðum að fara okkar leiðir, Willie. Okkar eigin leiðir. — Ég bjóst við, að kæmi að bví sagði hann og hún brosti að létt- inum í rödd hans. — Ég skal ná í dótið þitt, Prinsessa. Hann hikaði í dyrunum og leit um öxl: — Hvert eigum við að fara? — Paul benti á það, svaraði hún: — Súes. En við förum langan krók á leiðinni Willie. Við verðum að vera viss um, að Gabríel finni lykt- ina af okkur. 13. Fraser sat við skrifborð Tarrants og las skýrsluna á nýjan leik. Boyd, nýi maðurinn, stóð hin- um megin við borðið og sagði: — Sjáið síðustu greinina. Það lítur út fyrir, að sá gamli hafi misst af þeim aftur. Fraser' hafði uppgötvað, að ef hann þandi út brjóstkassann og strengdi kviðvöðvana og tempraði þannig andardráttinn, varð hann smám saman eldrauður í framan og æðarnar þrútnuðu á enni hans. Það var eins og hann væri æfa- reiður. Hann reyndi þetta núna, leyfði roðanum að færast yfir sig í nokkrar sekúndur, og starði gler- kenndum augum á Boyd. — Áttu við Sir Gerald? spurði — Ég biðst auðmjúklega fyrir- gefningar, Sir. Boyd roðnaði og Fraser sá sér til ánægju, að mað- urinn ar hálf skelfdur. — Þér vild- uð láta minna yður á, að Sir Ger- ald myndi hringja frá Tel Aviv, eftir fimm mínútur. — Þakka þér fyrir, Boyd. Fraser lét roðann hverfa og brosti vin- gjarnlega: — Þér virðist vera Ijóm- andi skyldurækinn. Þegar Boyd var farinn út kveikti Fraser sér í sígarettu og sneri sér aftur að skýrslunni. Það leit ekki sem bezt út. Það voru ellefu dagar síðan þessi Blaise og Garvin höfðu horfið frá Biot. Tveim dögum síðar skutu þau upp kollinum í Róm; og samkvæmt skýrslu leyniþjónustunnar þar, höfðu þau sett sig í samband við Sacchi, sem hafði það orð á sér að vera Mafíumaður. Þau yfirgáfu Róm sex klukkustundum áður en Tarrant og Hagan komu. Næsta skýrsla var frá Aþenu, þar sem þau höfðu sézt á Hiltonhótelinu, á- samt Ypsilanti. Ypsilanti var auð- ugasti skúrkurinn í Balkanlöndun- um, og frá Aþenu höfðu þau hald- ið áfram upp til Beirut og þaðan til Haifa. Fraser sá, að sá gamli var að dragast aftur úr. Modesty Blaise og Garvin höfðu farið frá Haifa fyrir einum og hálfum sólarhring. Fraser hlakkaði til að tala við Tarr- ant í síma. Tarrant átti að hringja frá sendiráðinu í Tel Aviv; þeir gátu ekki talað beint, svo þeir urðu að tala að nokkru leyti sam- kvæmt ákveðnu dulmáli og nokkru leyti eftir því, sem andinn inn gaf. Síminn við olnboga hans hringdi. Hann tók tólið upp, heyrði rödd Tarrant: — Ert það þú, Jack? Hann gerði sig ofurlítið mjóróma og svaraði: — Já pabbi. Hvernig gengur ferðin? Það var stundarþögn, áður en Tarrant svaraði alúðlega: — Ekki sem verst, sonur. Svolítið þreytandi. Ég hef áhyggjur af Móu frænku og Willý litla. Hvernig gengur þeim? — Þau hafa ekki gert vart við sig, pabbi. En það kom bréf frá Bert frænda í morgun, og hann sagði að þau væru komin heilu og höldnu til Blackpool. Hann gaut augunum á blokkina á borðinu. Já, Blackpool var Kairó. — Blackpool, sagði Tarrant. — Ég skil. Heyrðu, meðan ég man, ég fór að skoða þennan bát fyrir þig, Jack, en hann var farinn. — Báturinn hans Gabbys gamla? — Já. Fraser flissaði: — Kannske Móa frænka sé orðin skotin í honum, og sé byrjuð að vinna með hon- um í Blackpool. Ha? — Ég held varla, að hann sé hennar manngerð. — Það er aldrei að vifa. Og þetta er efnilegt, sem hann hefur á prjón- unum. Veiztu nokkuð, hvað þú verður lengi í þessu ferðalagi, pabbi? — Það má drottinn vita. Er ekki allt í lagi heima? Engin vandræði? — Nei, nei. Okkur gengur ágæt- lega. — Gott. Jæja þá, ég set mig í samband við þig bráðum aftur. Ef það eru einhver áríðandi skila- boð, sendu þau þá til skrifstofunn- ar okkar í Blackpool. — Allt í lagi. Bless, pabbi. Fraser lagði á. Hann hallaði sér , aftur á bak og hugsaði stundar- korn, síðan bölvaði hann lágt. Hon- um gazt ekki að þeirri stefnu, sem málin höfðu tekið. Alls ekki. Mað- urinn þeirra í Kairó, Albert Alex- andreou (Bert frændi), var mjög góður maður. Fraser leið betur með það. Það leit út fyrir, að Tarrant þyrfti á allri mögulegri hjálp að halda. Gluggarnir á stóra blæjupontí- akknum voru opnir. Modesty Blaise tók sjónaukann frá augunum og rétti Willie hann. Hann leit út yfir höfnina í Port Said, þar sem tólf eða fleiri skip lágu fyrir akkerum. Meðal þeirra var hvít snekkja, glæsilegur, endurbættur, þýzkur fallbyssubátur úr stríðinu, nú með tveimur hundrað og fimtíum hest- afla díselvélum. í gegnum skarpan sjónaukann sá Willie nafnið Mandrake á bógnum. Hann lét augun hvarfla upp á þil- farið og fólkið, sem þar var. Tveir Framhald á bls. 41. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.