Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 24
 Hefner ritstýrir blaðinu úr rúmi sínu. Hér er hann $ að yfirfara myndaopnu. Skúlptúrinn, „stúlka í hcngistól“, er eftir Frank Gallo, ungan listamann. Safn af verkum hans er í New York‘s Museum of Modern Art. <Zy Ein af hrezku stúlkunum, sem hafa verið í „Kan- ínu“-skóla í Chicago, til að taka að sér starf í PLAY- BOY-klúbbnum í London. -O Kanínur, sem eru nýkomn- ar til borgarinnar að tala við húsbóndann Hugh Hefner, skophöfundinn Mort Sahl og listamanninn Sliel Silverstein, í PLAYBOY húsinu. <)l Hér er Hefner í náttfötunum að leggja síðustu hönd á mið- opnuna ,en það er „Playmate of the Month“. O Hér eru nokkrar stúlkur að tala við Hefner og leika sér í sundlauginni, sem er listilega skreytt, eins og sjá má af myndinni. ar manns rætist, segir hann. — Ég get ekki í- myndað mér að ég hefði getað fengið betri upp- fyllingu minna æskudrauma. HUgsjónalega séð held ég að flestir kjósi að hafa fullkomið vald yfir lífsstarfi sínu; stundum ræður maður ekki allskostar við það. En allar einskorðanir eru manni í sjólfsvald settar. Ég gæti gengið róleg- ur burt fró þessu öllu saman, hvenær sem er . . Þessa síðustu staðhæfingu hans verður mað- ur nú samt að draga nokkuð í efa. Hefner yfir- gefur tæplega „herrasetrið" þessa dagana. Jafn- vel innan veggja hússins, sem er stórt, 48 her- bergi, sézt hann aðeins í þrem þeirra: fundar- herberginu, svefnherberginu og lítilli skrifstofu, sem er ó sömu hæð. Þar er gólfteppið hvítt og þar skrifar Hefner hinar endalausu Playboy heimspekigreinar, sem einkum fjalla um kyn- ferðismál og gamaldags hugsunarhátt lands- manna ritstjórans. Skrifborðið er L-laga og hlað- ið allskonar plöggum: bókum, tímaritum, um- slögum, myndum og pésum. Til viðbótar við það að skrifa heimspekigreinarnar hefur Hefner yfir- umsjón með allri ritstjórn og útlitsteikningu á hverju einasta blaði, hver einasta síða er send til hans til eftirlits. Hinir ritstjórarnir eyða oft löngum tíma í að bíða eftir „orðinu" frá hinum önnum kafna húsbónda sínum, en það er ekki vegna þess að húsbóndinn eyði tíma sínum í gufubaðinu eða sundlauginni, eða í samneyti við „Kanínur" sínar. Hann hefur engan tíma af- lögu fyrir lifandi „Kanínur", hann hefur ekki tíma til að sinna neinu nema viðskiptum sínum. Það er satt að áður fyrr hélt hann veizlur fyrir „Kanínurnar" og aðra gesti á hverjum föstudegi, veizlur sem blaðamenn og almenn- ingur í Chicago héldu að væru brjálaðar drykkju- veizlur, þangað til fleiri og færri voru sjálfir boðnir í þessi hóf og fundu það út að þetta voru mestu skikkelsispartý. En þessi föstudagshóf eru ||1 löngu hætt, Hefner hefur misst áhuga á sam- 24 VIKAN ■;. ;; 'ijjjiji: :.;*'*&!'!!!.■ 1 ■ , . .'■■: ii, SÉSI ■;• v " ' ' . :.. .....:'.■■"■ 'V ■ 'V: t';;■" :.. | i: Wi| I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.