Vikan


Vikan - 07.07.1966, Page 20

Vikan - 07.07.1966, Page 20
„Ijúfa lifið" Einræðisherra Kúbu, Fidel Castro, hefur sagt hinu „ljúfa lífi“ stríð á hendur. Castro hefur þröngvað mörgum af byltingarfélögum sínum til að yfirgefa Hav- anna, flytja út á land og ger- ast bændur. Einn þeirra, Efigenio Ameijeiras, þrjátíu og tveggja ára gamall, var rekinn úr stöðu sinni sem að- stoðarhermálaráðherra og sviptur majórstign, þrátt fyrir það að hann var einn af hin- um sögufrægu tólf mönnum, sem börðust með Castro í upphafi byltingarinnar. Hvert var svo brot hans? Skemmdarstarfsemi gegn byltingarmóralnum. Raúl Rosa yngri, sonur utanríkisráðherrans var kærð- ur fyrir „óleyfilegan og ósið- samlegan verknað“, og var rekinn frá starfi sínu í verzl- unarráðuney tinu. Fidel Castro hefur bannað öllum embættismönnum sín- um, sem eru staðsettir utan- lands, að taka við gjöfum. Og heima í Havanna má enginn taka við heimboði í erlend sendiráð, nema með leyfi frá því opinbera. Castro finnst að nokkrir hinna ungu byltingarsinna drekki of mikið, dansi of mikið, og sýni of mikinn á- huga á kapitalískum skemmt- unum. Hann ætlar því að koma í veg fyrir þessar hætt- ur og hótar ungum byltingar- mönnum að banna þeim um- gang við umheiminn. Hann ætlar að bjarga þeim með því að fá þeim vinnu við heilsusamleg jarðarbótastörf. Johnson misslr ffylgi i Texas Johnson forseti hefur mikl- ar áhyggjur, ekki einungis út af Vietnam, heldur líka vegna þess að hann virðist vera að tapa fylgi í fæðingarhéraði sínu, Texas. Ástæðurnar eru athyglis- verðar fyrir þá sem hafa á- huga á stjórnmálum í Banda- ríkjunum. Johnson verður sem forseti að haga málum þannig að þau falli í geð meirihluta Bandaríkjamanna: þ.e. hægfara miðstéttarfólks. Það fólk vill fá sjúkratrygg- ingar en er á móti verðlags- eftirliti. En í Texas er öðru máli að gegna, þar er fólk ekkert hæf- ara. Til að geðjast Texasbú- um þurfa stjórnmálamennirn- ir að vera mótfallnir sjúkra- tryggingum, verðlagseftirliti og yfirleitt allri afskiptasemi frá Washington; vera á móti sósíalisma og öllum samning- um við Sovétríkin og nú orð- ið jafnvel á móti Johnson sjálfum. Gamall vinur forsetans og náinn samstarfsmaður John Connally, sá sem særðist af einu skoti úr byssu Oswalds, hefur orðið að taka afstöðu til þessa, til þess að halda stöðu sinni sem fylkisstjóri. Waggoner Carr, frambjóð- andi til þingsins í kosningun- um í haust, hefur neyðzt til að hefja hatursfullar árásir á for- setann. Árangurinn af þessu er að forsetinn hefur eiginlega engin áhrif í Texas. Hann er jafn- vel hættur að heilsa upp á gamla kunningja og nágranna, þegar hann fer til Texas. Hann fer yfirleitt beina leið á búgarð sinn og beina leið til baka. Rétfindalaiusir Indlánar Kynþáttamisrétti viðgengst víðar og er sumsstaðar miklu verra en í Suður-Afríku, Ró- desíu og Suðurríkjum Banda- ríkjanna, þótt mest veður sé gert út af því þar. Líklega er það hvergi verra en í Suður- Ameríku, þótt margir ímyndi sér hið gagnstæða. Þeir, sem þar fá að kenna á misréttinu, eru Indíánarnir. Þeir hafa þar víða bókstaflega engin mann- réttindi. Ástandið er hvað verst í Perú, sem fyrir daga hvíta manna í álfunni var mesta menningarsvæði Indíána. Að minnsta kosti helmingur hinna tíu milljóna, sem land- ið byggja, eru hreinir Indí- ánar enn í dag. Þeir eru flestir ánauðugir verkamenn á bú- görðum stórbændanna, sem eru af spænskum uppruna, fá ekkert kaup og eru meðhöndl- aðir sem skepnur. Um mann- réttindi eins og kosningarétt er að sjálfsögðu ekki að ræða fyrir þá, þaðan af síður nokkra möguleika til mennt- unar. Það eina, sem þræla- eigendurnir spara ekki við þá, eru kókalauf. Þau innihalda eiturefni, sem gera Indíán- ana sljóa og þar af leiðandi kærulausa um kjör sín. Jafnvel í Mexíkó, sem stát- ar af að vera framsæknasta ríki spænskumælandi manna, eru Indíánar ennþá annars- flokks borgarar. Þeir fá ekki afgreiðslu á betri veitingahús- um, fá ekki herbergi á virðu- legri hótelum og eru hvar- vetna hornrekur á vinnumark- aðinum. En enginn reynir til að gera neitt fyrir þá, jafn- vel ekki Sameinuðu þjóðirnar. 011 réttlætisást heimsins er helguð negrunum, hvort sem það stafar af einni saman rétt- lætisást eður ei.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.