Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 39
Herra Playboy Framhald af bls. 25. ast kennari, en hætti við það. Hann gat aldrei losnað við drauma sína um að koma upp sínu eigin tíma- riti. — Eg býzt við að ég hafi alltaf haft áhuga á útgáfu tímarita, sagði Hefner nýlega. — Þegar ég var átta ára gaf ég út blað í nágrenninu, það kostaði eitt cent. í menntaskóla stofnaði ég dagblað, það er gefið út ennþá, og alla tíð, bæði á menntaskóla og háskólaárum mín- um gerði ég mikið af því að skrifa sögur og greinar og teikna. Eg las öll tímarit sem ég náði í og var sérstaklega hrifinn af Esquire .... Arið 1951 fékk hann vinnu h|á Esquire við að hreinrita. Það var reyndar ekki sú vinna sem hann hafði hugsað sér. Eftir árið flutti tímaritið til New York og Hefner var boðið 80 dollara vikukaup, ef hann vildi koma með. Hann setti upp 85 dollara. Esquire neitaði og Hefner fór frá þeim. Það hefur verið sagt að Hefner hafi einangrað sjálfan sig, eftir að hann fór frá Esquire, en svo hafið framkvæmdir að stofnun eigin blaðs, árið síðar. En sannleikurinn er sá að hann fór að vinna fyrir blaðaútgefandann Georg Von Ros- en i Chicago. Hann gaf út ýmsar tegundir keðjurita sem hétu Art Photography, Modern Man og eitt- hvað í þá áttina og voru yfirleitt skreytt myndum af léttklæddum stúlkum. Hefner vann við dreifing- una og á þessu ári kynntist hann persónulega mörgum þeirra heild- sala sem seldu slík blöð til blaða- turna og smáverzlana og fékk hald- góða þekkingu á þessari hlið út- gáfustarfseminnar, sem varð hon- um ómetanleg siðar meir. Hann komst líka að því að myndir af nöktum stúlkum gáfu góða sölu- möguleika. Um tíma hafði Hefner reynt að fá menn til að leggja fé í útgáfu- fyrirtæki, sem hann kallaði Chicago og átti að fjalla um gleðihliðar borgarlífsins. Svo fór hann að hugsa stöðugt um þá hugmynd sína að gefa út skemmtitímarit fyrir karlmenn. Það átti að vera glæsi- legt tímarit fyrir heimsmenn og vera töluvert vogað. Það átti að birta skop (teikningar, skrítlur og háð), stuttar og langar sögur. Hefn- er hafði komizt að því að þar sem höfundarréttur gekk úr gildi, 56 ár- um eftir fráfall höfundar, var hægt að fá mikið af ágætis efni ókeyp- is. Blaðið átti líka að vera fullt af stúlkumyndum og sýna vaxtarlag fallegra stúlkna, og á því sviði fékk Hefner stórkostlega hugmynd. Þetta var árið 1953 og Marilyn Monroe var orðin þekkt stjarna. Nektarmynd af henni hafði verið gefin út í almanaki, þegar hún var fyrirsæta. Þessi mynd var orðin hálfgerð furðusögn, en fáir höfðu séð hana. Hefnir hafði upp á út- gefanda almanaksins og tryggði Gillette Super Silver gefur yður fleiri rakstra. en nokkurt annaC rnkblaO, sem þér hafi® áSur notati. Miklu fjeiri rakstra. Nyja Gillette Super Silver rakblatlitt hefur pessa miklu teknisku kosti yfir öll önnur rakblötl: Störkostlegt nýtt, rytffrftt stái huða’ö meö EB7 Gillette uppfinning—beittari egg, sem endist lengur og gefur mýkri rakstur. Maður uppgötvar stórkostlegt nýtt endingargott rakblað, sem gefur miklu, miklu, íleiri og þægilegri rakstra, en nokkurt annað rakblað, sem þér hafið nokkru sinni notað, og auðvitað er það ífá Gillette. Gillette Super Silver <: Gillette 0 SUPER SILVER Z STAINLESS BLADES engin verðhœkkun sér birtingarrétt á myndinni fyrir 200 dollara. Þessa 200 dollara fékk hann að láni gegn tryggingu í bílnum sínum. Hefner eyddi öllum fristundum sínum ( tímaritið. Hann var óán- ægður með eigin tilraunir og beit í það súra epli að fá sér til aðstoð- ar lausa-teiknara, Arthur Paul að nafni, og bauð honum sem borgun hlutabréf í útgáfunni. Paul er ekki ennþá Ijóst hvað kom honum til að taka þessu tilboði. — Utlitsteikningar Hefners voru hræðilegar, segir hann, og texta- efnið var langt frá þeim hugmynd- um sem Hefner hafði gert sér. En Hefner kom honum fyrir sjónir sem „magnþrunginn, — eitthað sem ekki var svo gott að ganga fram hjá", og sú hugmynd að verða listfræð- legur ráðunautur hins nýja tímarits var freistandi, svo að hann sló til. Stofnfé Hefners varð 600 dollarar, sem hann fékk að láni ( tveim bönkum, með því að veðsetja hús- gögnin sín. Hann fékk gamlan vin sinn, Eldon Sellers til að kaupa hlutabréf fyrir 2.000 dollara, og eitthvað smávegis náði hann ( á sama hátt hjá nokkrum kunningj- um slnum. (Eldon Sellers er nú einn af aðstoðarritstjórum Playboy). Smiðshöggið var rekið á ttmaritið á eldhúsborðinu heima hjá Hefner. Þegar fyrsta eintakið kom út í des- VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.