Vikan


Vikan - 07.07.1966, Side 17

Vikan - 07.07.1966, Side 17
LULU - SEYTJÁN ÁRA SÖNGSTJARNA Hún Lulu, sem er skozk í húð og hár og heitir raunar Marie Laurie fullu nafni, er aðeins 17 ára. Að því er flestir ætla á hún fyrir sér bjarta framíið sem söng- stjarna. Lulu er frá Glasgow og þar hófst líka ævintýrið hennar fyrir tveimur árum — nánar tiltekið i Lind- ella Club, en þangað kom hún oft með félögum sínum til þess að dansa og skemmta sér. Hljómsveitin, sem lék þar um þær mundir hét The Glenegles. Eitt kvöld datt strákunum i hijóm- sveitinni í hug að biðja Lulu um að taka lagið. Hún var treg til, enda ó- sköp feimin og óframfærin lítil stúlka — en lét að lokum til leiðast. Hún söng eins hátt og raddböndin leyfðu og þá komust margir að raun um, að hún hafði meiri og betri hljóð en al- mennt gengur og gerist. Meðal þeirra, sem urðu þessa vís- ari, var fulltrúi hljómplötufyrirtækis nokkurs, sem staddur var þarna af einskærri tilviljun. Hann kom þegar í stað að máli við Lulu og bauð henni hlj ómplötuupptöku til reynslu, en * upptakan skyldi fara fram í London. Lulu vissi vart, hvaðan á sig stóð ! veðrið. Hún færði foreldrum sínum tíðindin, en þau urðu bæði furðu og t skelfingu lostin og þvertóku fyrir. að sú litla færi að flana út í einhverja vitleysu. „Og það alla leið til London — ekki nama það þó“ En Lulu var ekki á þeim buxuii’.'m að láta sér þetta tækifæri úr gr*‘ '. ■■ ganga. í marga daga hamraði r.>. þessu við foreldra sína. Um síðir lé i þau undan síga — en með einu skii- yrði þó. Einn tryggur fjölskylduvinur átti að fara með henni og hafa auga með henni allan tímann. Og Lulu hélt til London, þar sem hún söng lagið „Shout" inn á hljóm- plötu. Hún gerði sér ekki miklar von- ir um að lagið mundi ná vinsældum — og sízt af öllu firunaði hana. að Framhaict á bls. 49. SPÉGAUKAR e avern klúbburinn frægi í Liverpool hefur verið lokaður um nokkurt skeið sökum skulda, sem hvíla á staðnum.Stjórnandi klúbbs- ins, Bob Wooler, hefur farið þess á leit við allar helztu hljómsveitir í Bretlandi, að þær leggist á eitt til þess að bjarga klúbbnum úr klípunni. Hafa nokkrar hljómsveitir látið fjárupphæðir af hendi rakna, en áhugi á þessu mál- efni virðist almennt fremur dræmur. Kunningi John Lennon hitti hann á götu og spurði: — Jæja, Jónsi — þú ert væntanlega búinn að leggja þinn skerf af mörkum til Cavern klúbbsins? — Nei, sagði Jón og bætti við: Hvers vegna ætti ég að vera að því? — í þakkarskuld við klúbb- inn, sagði kunninginn. Það var nú einu sinni hann, sem gerði ykkur fræga! — Ónei, gæzkur, svaraði Jón. Það vorum við, sem gerð- um hanri frægan. KÓNGUR - EÐA BARA VÆLUKJÖI OG SPERRIDYRÐILL P. J. Proby: „Ég lít í spegil og segi: þú ert alveg stórkostlegur“. Einn hinn dyggasti af þegnum kóngs- ins heitir Herra Forseti. Hér krýpur hann við fótskör meistara síns. Kóngurinn er frá Texas, þar sem allt er King-size. Hann er 27 ára gamall. Hann heitir James Marcus Smith, en kallar sig P.J. Proby. Ferill hans sem skemmtikraft- ur er einhver hinn undarlegasti, sem sögur fara af. Kjörið rann- sóknarefni fyrir sálfræðinga. Hér verður gerð tilraun til að segja deili á fyrirbrigðinu. Raunar er frásögnin fyrirfram dæmd til að verða viðleitnin ein, bví að hún byggist á heimildum úr öllum áttum, áreiðanlegum og óáreiðanleeum. Sé eitthvað Smissagt í fræðum þessum, er auð- vitað skylt að hafa það heldur er sannara reynist. P.J. Proby á ekki aðeins það eitt skvlt með boxaranurh Cass- íusi Clay að irera bandarískur ríkisborgari. Eftir báðum er höfð þessi setnine: ..T am the greatest" CÉg er sá bezti). P.J. kom til Enelands 1964. Hann hafði bá í nok'nir ár reynt að hafa sig í frammi í heima- landi sínn sem sönevari, en hann sá um síðir í hendi sér, að bað var vonlaus barátta. Strax eftir komu sína ti) Enfflands söng hann laeið ..Together" inn á nlötu. Þetta var miög bokkaleHt iag. en mareir voru lenei í vafa um. hvort, röddin tilheyrði karl- manni eða kvenmanni. Eagið komsit á vinsældalistann og m'ak- nðist lengi vel udd eftir honum. Ov há byriuðu músikblöðin að skrifa um P. J. Proby. Hann blés sig allan út og sagði. að hann væri tvímæialaust bezti söngvari í heimi. Hann sagði, að sér bætti svo gott að vera í Pretlandi. að hann ætlaði að setiast þar að. Hann sagðist ætla að kaupa - stóran kastala bg kúa eins og kóngur. Hann tal- aði mikið um Elvis Presley og sagði, að hann væri bezti vinur sinn. Síðar kom á daginn, að Elvis þekkti hvorki tangur né tetur á kóngsa. Svo byrjaði Proby að safna fyrir kastalanum sínum. Áður en langt um leið hafði hann eignazt tryggan og álitlegan að- dáendaskara. Hann sendi frá sér hverja plötuna eftir aðra, en þess á milli kom hann fram á hljóm- leikum. Kvöld eftir kvöld söng hann fyrir troðfullu húsi ungra aðdáenda. Sviðsframkoma hans var með nokkrum öðrum hætti en áður hafði þekkzt. Sumum þótti hún nokkuð vafasöm. Stundum skreið hann á maganum eftir leiksviðinu, bylti sér síðan á bakið og lá eins og rotaður i langan tíma, brölti síðan á fæt- ur, riðaði að hljóðnemastönginni o.g nuggaði sér upp að henni eins og þegar hestur er að klóra sér á girðingarstaur. Þetta var há- punktur hljómleikanna og þær ungmeyiar, sem ekki voru þegar fallnar í trans, ætluðu af göfl- unum að ganga af hrifningu. Annað eins hafði aldrei sézt í Bretlandi. Blöðunum varð tíð- rætt um þessa sviðsframkomu Probys, en það varð auðvitað til þess að auka hróður hans um all- an helming. En svo rak að þvf, að Proby spilaði botninn úr bux- unum — og það í bókstaflegri merkingu. Á hljómleikum að viðstöddum þúsundum áheyrenda rifnuðu buxur hans, þegar leikurinn stóð sem hæst. Þarna stóð hann aleinn á sviðinu í undirbuxum einum — því að hann var löngu búinn að rífa af sér skyrtuna. Ekki datt honum samt í hug að hverfa af Framhald á bls. 36. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.