Vikan


Vikan - 07.07.1966, Page 46

Vikan - 07.07.1966, Page 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. SÓLBÖÐIM _________ Allir vilja verða brúnir og það sem fyrst, en rétt er að hafa fulla gát á '/ sólböðum. Það er ekkert gaman að ganga um með rautt nef og flagn- aða húð. Gömul húð safnar hrukkum í sterkri sól, nema með réttri með- ferð. En það er dásamlegt að liggja í sólinni og íbúar þeirra landa, sem ekki hafa of mikla sól, nota hverja stund til sólbaða og vilja þá fá sem mesta sól á stuttri stundu - en bjóða um leið hættunni heim. Það er margt hægt að færa fram gegn sólböðum, en venjulega hefur ekkert af því áhrif, því að norrænar konur eru yfirleitt sóldýrkendur — sumir segja forfallnar í sól! Það er því undarlegra sem þær eru frægar fyrir Ijósan og fallegan hörundslit og slétta og mjúka húð. Samt eyða þær fríunum í það að verða sér úti um annan hörundslit og stundum um leið rauða og flagnaða húð og í versta falli þurra og skorpnaða. Lítið þið bara á fiskimann í suðrænum löndum, sem eyðir ævidögunum í brennandi sól. Húðin er þykk og hörð og hrukkurnar djúpar, og hægt væri að ætla hann þrjátíu árum eldri en hann í raun er. Svo slæmt verð- ur það nú varla hér á landi á stopulum sólskinsdögum, en rétt er að hafa fulla gát á sólböðum — og sumir fara líka suður á bóginn og baka sig undir brennheitri Suðurlandasól. Veturinn er langur á íslandi og húð- in hefur verið þakin klæðum og „make-up" allan þann tíma og þolir illa skyndileg og löng sólböð. Hún brennur og flagnar oft áður en hinn lang- þráði húðarlitur næst. Jafnvel þótt konan verði vel brún á stuttum tíma og álíti, að þetta muni hún þola áfram, er rétt að hafa í huga, að húð- in getur tekið breytingum ár frá ári. Arangurinn af of miklum sólböð- um getur orðið sá, að litarefnið setjist ójafnt á húðina og næsta sumar sjái konan, að hvítir flekkir hafi myndazt, sem ekki verða brúnir í það sinn. Brúnu flekkina eftir sólbruna þekkja flestar konur, þeir koma fram ár eftir ár á sömu stöðum við sólböð og hverfa jafnvel ekki alveg á vetr- um. Of mikil sól myndar stundum sólexem, sem oft vill koma aftur og aftur, þótt það liggi niðri á milli. En er nú ekki nóg komið af svártsýninni? Við höfum hvort sem ekki fyrr séð sólskinnsblett ( heiði en við erum þotnar þangað, hvað sem það kostar. Það er þá bezt að gera sér Ijóst, hvernig hægt er að taka sólböð á sem þægilegastan og árangursríkastan hátt. Bezt er að undirbúa húð- ina áður en farið er'í fríið og byrja viku fyrr að hreinsa og smyrja and- lit og líkama með feitu og næringarríku kremi. Þurfi að plokka augna- brúnirnar, er ráðlegt að gera það áður en fríið byrjar, því að annars geta komið hvít för eftir það. Það verður að byrja hægt í sólböðunum, klukkutími á morgnana og annar síðdegis er hámark í fyrstu. Sólkremið á að bera á áður en farið er í sólbaðið, svo að húðin fái tíma til að sjúga það vel og jafnt í sig. Alls konar sólkrem eru á boðstólum, sum í krem- formi, önnur sem olía og nýjung er sólverndandi vökvi í ,,spray"flöskum, og þykir hann reynast sérlega vel fyrir viðkvæma húð, sem lítið eða ekkert verður brún og brennur fljótt. Sjór þurrkar húðina mikið og því er nauðsynlegt að skola af sér saltvatnið öðru hverju með hreinu vatni og bera síðan sólkrem á sig á nýjan leik. En eins og áður er sagt, má ekki bera kremið á sig, meðan legið er í sólbaðinu, sérstaklega ekki ef það er mjög feitt, því að þá hitnar það utan á húðinni og það verður til þess að svitaholurnar verða grófar og opnar og húðin verður enn varnarlausari gegn sterkum sólargeislunum en áður. Þá getur kremið líka setzt í kekki á húðina og kenna sumir þvi um freknumyndun. Þær, sem hafa freknur, ættu að fara mjög hægt í sólböð, bera á sig sólfilter og verða smám saman brúnar á löngum tíma, þannig brúnast þær jafnar en ella. Reyndar ber öllum saman um, að sá brúni litur, sem fæst með hægum sólböðum, sé miklu endingarbetri en hinn, sem næst á nokkrum dögum. Oll sólkrem innihalda sólfilter, efni, sem ver húðina gegn sólbruna, en hleypa þeim geislum í gegn, sem gera húðina brúna. Þess vegna eru beztu sólkremin gerð þannig, að sem mest kemst í gegn af þeim sólar- geislum — en ekkert þeirra er svo fullkomið, að eitthvað af styttri og skaðlegri geislunum sleppi ekki með, þannig að alltaf þarf að gæta var- úðar í sólböðum. Það mætti segja, að hægt væri að sleppa við bruna með því að maka sig alla inn í zinkpasta — en hver vill ganga svo langt? Sólkremið á að vera ólitað, annars stendur það í vegi fyrir eðlilegum, sólbrúnum lit. Eins og áður er sagt, verður að bera það jafnt á, þannig að það fari ekki í kekki, en gjarnan má bera meira á nefið og þá lík- amshluta, sem fyrst brenna í sól. Það er áríðandi, að sólkremið sé ekki með miklum ilmefnum (. Bergamotteolían í ilmefnum gerir brúna bletti á húðina í sólarljósi — hafið því líka í huga, að bera ekki ilmvötn á ykk- ur á þá staði, sem sólin bakar. Það er æskilegt, að í sólkremi séu efni, Framhald á bls. 48. 46 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.