Vikan


Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 07.07.1966, Blaðsíða 34
tjöldin eru gerð fyrir íslenzka veðráttu. 5 manna fjö!skyldutjö!din orange-gu!u með bláu aukaþekjunni eru tjöld árs- ins. Kosta aðsins kr. 3.890,00. Einnig: 2ja manna tjö!d frá kr. 1.696.00 3ja — - - - 1.885.00 4ra — - - - 2.195.00 svefnpokarnir eru hlýir, enda stoppað- ir mcð íslsnzkri ull. Verð kr. 685.00 Vönduð þýzk húst.öid, svefntjöld og dagtjöld. Verð kr. 5.850.00 Allt I viOlepia Ferðaborðbúnaður í töskum. PALMA vindsængur. Verð frá 485,00. Pottasett, margar gerðir. Munið eftir veiðistönginni, en hún fæst einnig í Sport. Verzlið þar sem hagkvæmast er. BRETTON SPINNHJOUN Á KÚLULEGUM ERU UPPÁHALD VEIÐl- MANNSINS. PÓSTSENDUM LAUGAVEGI 13 - KJÓRGARÐI „Ég er ekki ástleitin. Einungis glaðlynd og góð í mér. Þegar á daginn leið sótti allt aftur í sama horfið. Erminio fór til fundar við Fiammettu, og til- kynnti mér á eftir að nú væri það óhagganleg staðreynd að hún ætti einungis eftir að ráða við sig hvernig hún ætti að losa sig við Ettore, svo að það yrði sem hampaminnst. Fiammetta sór aftur á móti og sárt við lagði, að það væri helber uppspuni, og að Erminio legði sér þau orð í munn, sem sér kæmu ekki einu sinni í hug, hvað þá meir, og að hann tæki hæversku hennar sem ást; Ettore kvað þolinmæði sína á þrotum og hótaði blóðs- úthellingum. Nú stóð svo á, að ég varð að skreppa til Terni með bílfermi af tígulsteinum. Ég sagði því við Erminio einn morg- uninn: „Því fyrr sem þetta mál er útkljáð því betra. Þar að auki verð ég að bregða mér brottu. Komdu nú með mér til Piazza Mastai; við skulum tala við Ett- ore í veitingastofunni og taka Fiammettu þangað með okkur, svo að við getum fengið þetta útkljáð.“ „Það vil ég líka helzt af öllu,“ svaraði Erminio. Við héldum eins og leið lá til Piazza Mastai; ég kom við í blaðsöluturninum, tók undir arm Fiammettu og leiddi þau því- næst bæði, Erminio og hana, yfir þvert torgið að veitinga- stofunni, og þannig gengum við alla leið inn að vínskenknum, þar sem ég kynnti leiðangurinn. „Jæja, Ettore, hérna koma þau nýtrúlofuðu.“ Þetta var snemma dags og enginn gestur við skenkiborðið. Ettore ruddist þegar fram og öskraði: „Á þetta að vera grín, eða hvað? Hvað meinarðu með því að kalla þau nýtrúlofuð?“ „Við skulum nú fá okkur sæti,“ sagði ég rólega. „Og svo högum við þessu eins og yfirheyrslu. Þú, Erminio, viltu nú ekki segja okkur hvað Fiammetta sagði við þig, þarna um kvöldið?" „Hún sagði“, svaraði hann við- stöðulaust," að hún sæi að hún yrði að velja á milli mín og Ettore, sér væri það ljóst en hún yrði að fá nokkurn um- hugsunarfrest." „Og þú, Fiammetta, hvað hef- ur þú til málanna að leggja?“ spurði ég. „Ekki annað en það, að hann snýr orðum mínum gersamlega við; að ég tók það skýrt fram, að það væri gersamlega þýðing- arlaust fyrir hann að gera sér minnstu von.“ „Já, en þú sagðir það þannig, að það var eins og þú vildir gera mér það skiljanlegt að þú meintir allt annað; að ég mætti samt sem áður vera vongóður." „Uppspuni, og ekkert annað.“ Ettore, sem hingað til hafði staðið þarna með hendurnar á mjöðm, þögull og svipgneypur, greip nú frammí yfirheyrslurnar á þann hátt að ekki varð mis- skilið. Hann rak upp öskur eins og reiður björn og fitjaði upp á svartskeggj að trýnið, svo að skein í framtennurnar. Hann vatt sér að Erminio, skók kreppt- an hnefann og hristi við vit hon- um, stóran sem barnshöfuð; skók hann og hristi við nasir honum, eins og han vildi láta hann finna rækilega af honum lyktina. „Nú skalt þú fá að velja,“ urraði hann, „velja, lagsmaður á milli hnefans þess arna og að hypja þig heim til Viterbo aftur, og það í hasti. Og komdu þér svo tafarlaust út héðan . . . . “ „En ég. „Komdu þér út, ræfilstuskan þín, annars skal ég svo sannar- lega ... og það eins þó að þú sért frændi Alessandros vinar míns « Þegar við vorum komnir út á torgið, neri Erminio saman höndunum. „Ég er staðráðinn í að fara hvergi," sagði hann. „Tókstu ekki eftir því hvernig hún leit til mín? Eða hvernig hún brosti við mér? Ég finn það og sé á öllu, að ég þarf ekki annað, en að sitja sem fastast við minn keip, og þá er mér sigurinn vís. Ó, þessar konur, þessar konur þú þekkir þær ekki eins vel og ég.“ „Hlustaðu nú á mig eitt andar- tak,“ sagði ég. „Hversvegna skreppurðu ekki með mér til Terni? Þú hefðir gaman af því og ég líka.“ „í guðanna bænum, það má ég ekki fyrir nokkrum mun ein- mitt núna, þegar hún er komin á fremsta hlunn með að taka ákvörðun sína. Ég verð að hamra járnið meðan það er heitt.“ Ég varð því að fara einn, seinna um daginn. Ég var í burtu í þrjá sólarhdinga, kom heim aftur að kvöldi fjórða dags. Það tókst svo til að ég kom við á Piazza Mastai, í þann mund sem Fiametta var að búa sig undir að loka söluturn- inum og halda heim. Hún sneri sér að mér, þegar hún sá mig koma. „Mér þykir fyrir þessu, sem henti Erminio. En í raun- inni getur hann sjálfum sér um kennt...“ sagði hún. „Hvað kom fyrir Erminio?“ „Hefurðu ekki heyrt það? Ett- ore og honum lenti saman í slagsmálum; það var í gærmorg- un, en sem betur fór komu strák- arnir úr bílskúrnum strax á vett- vang og skildu þá. Samt sem áður var Erminio illa útleikinn; blár og bólginn í framan og með glóðarauga." „Það er þú sjálf, sem átti sök á þessu — með bölvaðri ekki- sen ástleitninni," sagði ég. „Það er sjálfs hans sök, og ekki nema mátulegt á hann fyrir bölvaða þrákelknina. Og hvað heldurðu að hann hafi svo sagt hvenærser jifökL n lérfarið ■ iH ferc lal tryggng ALMENNAR TRYGGINGAR f* PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMl 17700 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.