Vikan


Vikan - 18.08.1966, Síða 2

Vikan - 18.08.1966, Síða 2
í FULLRI HLVÖRU HvaO er bezta siénvarastskiO? Það mun ekki hafa verið nein tilviljun, að þegar taeknifræðingur tímaritsins POPULÆR RADIO OG TV, fór að velta fyrir sér þessari spurningu, þá sneri hann sér til verkfræðings hjá BANG & OLUFSEN, til þess að fá upplýsingar um, hvernig verksmið;an færi að því að tryggja hin heimsþekktu vörugæði á framleiðs’u sinni. Samkvæmt upplýsingum verk- fræðingsins, þá hefur verksmiðjan í þjónustu sinni allstóran hóp manna, sem eingöngu vinna við prófanir. Þessir prófunarmenn eru núna 57, og þeim er fjölgað eftir því sem framleiðslan eykst. Verkefni þessara prófunarmanna er tviþætt. Fyrst eru prófaðir þeir tækjahlutar, sem tækin eru smíðuð úr, og öllu fleygt sem ekki stenst fyllstu kröfur. Að smíði lokinni eru tækin svo mæld og prófuð mjög ítarlega, og ef einhverjir gallar koma þá í Ijós, þá er ekki látið nægja að gera við þá, heldur er ferill tækisins um hinar ein- stöku deildir verksmiðjunnar rakinn, þar til orsök gallanna er fundinn, og hún upprætt. Af þessu geta menn séð að það er engin tilviljun að B&O tækin eru orðin heimsfræg fyr- ir vörugæði. En þessum vinsældum fylgir sá annmarki, að framleiðsla er talsvert langt á eftir eftirspurninni. Við viljum þessvegna vekja athygli væntanlegra kaupenda á því, að í vetur mun vanta talsvert á að við getum alltaf haft viðtæki frá B&O fyrirliggjandi. Auk sjónvarpstækja framleiðir BANG & OLUFSEN útvarpsviðtæki, segulbandstæki, plötu- spilara og magnarakerfi. ■iiiiinimnmamm— VIITÆKJAVINNHSTOFAN Laugaveg 178, Reykjavík. — Sími 37674. BLAÐAMANNA- UPPELDI Ég var spurður austur í Búlgaríu í vor, hvort það væri rétt, að í Reykjavík væru engir strompar, og hvort það væri rétt, að í landi sem teldi færri íbúa en sem næmi þriðjungi Soffíuborgara, væru gefin út fimm dagblöð. Það var lítið spurt um Geysi og Heklu; Búlgarar eiga sjálfir hveri og það er fremur stutt í eldfjöll Ítalíu. Því miður varð ég að svara fyrra atriðinu neitandi, enn eru til strompar í Reykjavík, þótt margir þeirra stari andlausu auga lil himins, að minnsta kosti með- an ekki gerir frost. En þessu með blöðin varð ekki neitað, þótt með sjálfum mér yrði mér hugsað til þess, að blöð, sem barin eru út ár eftir ár með hallarekstri og harmkvælum, eru í rauninni alls ekki réttlætanleg. Ekki verður annað sagt, en að við eigum hóp góðra blaðamanna, sem með milljónaþjóðum hefðu haft aðstöðu til að þroskast í úr- vals menn á sínu sviði. En gall- inn við stétt okkar er sá, að ár- lega bætist í hana mikill hópur manna, sem margir hverjir hugsa sér ekki að halda áfram. Af- leiðingin af þessu verður sí- fellt uppeldisstarf reyndu mann- anna, án þess að mikill sjáan- legur árangur verði af, því óð- ara og hlaupamennirnir eru orðnir liðtækir eru þeir farn- ir. Enda gætir þess mjög, að reyndu jaxlarnir verði slapp- ir og áhugalausir í uppeldisstarf- inu, sem aftur kemur fram í lé- legri blaðamennsku, oft á vondu máli, sem síðan verður að veru- legu leyti uppistaðan í útvarps- þáttum Árna Böðvarssonar um daglegt mál. Til þess að laga þetta, þarf að efna til námskeiða fvrir tilvon- andi blaðamenn, viku eða hálf- an mánuð, þar sem þeir væru látnir ramba milli blaða og fær maður fylgdist með þeim vinna sömu störfin og vönu mennirnir, skrifa sömu fréttirnar og grein- arnar, meðan þeir væru að kynn- ast starfinu ofurlítið. Sú þjálf- un, sem þannig fengist, yrði þeim nýju mikill styrkur, þegar starf- ið raunverulega hefst, og uppal- endum á hverju blaði mun létt- ara að segja þeim til og fylgjast með þeim, þegar ekki þarf að útskýra allt frá grunni. En líklega á svona forskóli jafn langt í land og íslenzk frétta- stofa, þótt hvort tveggja væri aðeins til að létta stritið á dag- blöðunum og þar með gera út- komu þeirra réttlætanlegri. SH. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.