Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 5
o DESty BLAICg 21. hluti Eflir Reter OcDonalcfl Tarrant leit útyfir hafnarljósin. — Sú ríkisstjórn er ekki til, sem myndi beita her eða lögregluvaldi á Kalit- hos, ón þess að það færi fyrst eft- ir stjórnmólalegum leðium. Hann þagnaði og starði á Hagan með stórum, æstum augum. — Hvaða vitleysa er þetta, drottinn minn, sagði hann lágt. — Það er ein rík- isstjórn, sem léti sig það engu skipta. Hagan starði skilningssljór, en síðan Ijómaði Ijós í augum hans. — Hvað um samgöngutæki? spurði hann. — Ég býst við, að það sé hægt að leigja þau. Það er undir því kom- ið hvað er fáanlegt, en ég sá svo- lítið, þegar ég var að undirbúa varnarstöðina hér. Hann þagnaði. Hann horfði hugsi á Hagan nokkur andartök og spenningurinn jókst í augnaráði hans. Svo sneri hann sér að Major Jazairli. — Mynduð þér vilja vera svo vænn að ná fyrir mig í Nílar Hilton-hótel? spurði hann kurteislega. McWhirter ýtti spilunum frá sér og dró til sín það sem hafði verið lagt undir. — Ég hef tekið eftir því, sagði hann, — að kvenfólk hefur lítinn skilning á stærðfræðilegum mögu- leikum. Frú Fothergill, mín kæra, möguleikarnir gegn því að draga fimm á móti tveimur á móti því að bæta ,,par" með því að draga þrjú spil. Skilurðu það? — Ég býst við að þú svindlir, þegar þú spilar svona, sagði frú Fothergill fýlulega. McWhirter leit upp frá því að telja það, sem hann hafði sópað að sér, og augu hans Ijómuðu: — Ég myndi aldrei svindla á jafn lokkandi konu og þér, sagði hann. Borg hló þunglamalega. Hann var að festa endann á tveggja feta löngum píanóstreng við tréhand- fang. — Ekki gera grín að mér, Mc- Whirter, sagði frú Fothergill, og vottaði fyrir ofurlitlum roða í kinn- um hennar. — Grín að þér? McWhirter varð undrandi á svipinn. — Já. Þú ert kaldhæðinn. Ég fann það. , Sá fjórði í herberginu kveikti sér í sígarettu. Þetta var Englendingur að nafni Rudson, með hart, misk- unnarlaust andlit, virtist sifellt leið- ast, hafði brezkan alþýðuskólamál- hreim ásamt votti af amerískum. Hann hafði einu sinni verið tvö ár á vesturströndinni sem slátrari fyr- ir sikileyskan glæpaforingja. Hann var, eins og Borg, tilfinningalaus morðingi. Engin læti, sagði hann. — Gabrí- el erkiengli myndi ekki geðjast að því, frú F. Þú ættir að loka eyrun- um fyrir McWhirter, en hann er einn af þessum smákvikindum, sem get- ur ekki án þess verið, að gera grín af fólki. — Það er satt, sagði McWhirter hamingjusamur. Hann reis á fætur. — Ég er farinn í rúmið. Klukkan er orðin yfir tvö. Hver er barnfóstra hjá demöntunum? — Soulter, Guiseppe og Babur, sagði Borg. — Frú Fothergill, Crok- er og Rudson taka við klukkan þrjú. Konan horfði fýlulega á Borg, þegar hann kippti í handföngin, svo píanóstrengurinn herptist að. — Ekki gera þér neinar hugmyndir um Blaise og Garvin, sagði hún. — Ég á þau, Borg. Gabríel sagði það. Borg yppti kæruleysislega öxlum. — Ég skal segja ykkur nokkuð, sagði McWhirter. — Mér var að detta í hug, að það gæti verið svo- lítið skemmtileg tilbreyting að hengja annaðhvort þeirra. Að sjálf- sögðu er mjög mikil ánægja að horfa á þig, kæra frú Fothergill, og sömuleiðis Borg með ostaskerann. Hann teygði úr sér og geispaði. — En ég hef aldrei séð hengingu enn- þá. Það hlýtur að vera eitthvað sér- lega hátíðlegt við það, haldið þið það ekki? Frú Fothergill rýndi efunarsöm á hann: — Ég veit það ekki, sagði hún að lokum. — Það er ekki . . . hún leitaði að orðinu, — ekki nógu per- sónulegt til þess að mér geðjist reglulega vel að því. Modesty dró beltið út úr lykkj- unni á síðbuxunum, sneri því við og festi það á sig aftur. Nú var komin mjúk leðurlykkja á það að utanverðu, hæfileg til að halda byssu. Willie kraup á hnéð. Hún rétti honum fyrst annan fótinn og svo hinn, svo hann gæti dregið af þunnu gúmmílíminguna, sem náði yfir sólann og hælana. Hann rétti sig upp og leit spyrj- andi á hana. — Við reynum að gera það hljóð- laust ef við getum, sagði hún. — Beint til demantanna. Komum þeim niður að bátnum og förum burt. Ég veit ekki nákvæmlega hvar við erum, en við erum ekki langt suð- ur af Kýpur. Willie kinkaði kolli. Þetta var sérstakur hæfileiki, sem hún hafði. Áttaviti í höfðinu. Það var hægt að setja hana með bundið fyrir augun inn í lokaðan bíl og aka henni tvö hundruð mílur eftir krókaleiðum; og hún myndi samt þekkja þaðan norður, austur og vestur, gat bent nokkurnveginn í þá átt, sem þau höfðu komið úr og gefið sæmilega glögga áætlun um vegalengdina, sem þau höfðu farið. — Það þýðir tvær ferðir, sagði hann. — Þeir eru engin léttavopn, þessir demantar, og það er langt niður að bryggjunni. — Já. En ég myndi segja að við hefðum fulla klukkustund, áður en vaktaskipti verða, og þeir komast að því að við erum farin. Ef til vill meira. Það kom fjarlægð i augu hennar, meðan hún reiknaði: — Þá ættum við að verða komin lang- leiðina með seinni ferðina. Þetta ætti að heppnast, Willie, ef okkur tekst að hafa hægt um okkur. — Rétt. Þau gengu hljóðlega eftir gang- inum og niður stigana. Breiður, dimmur gangur teygði sig út í sort- ann. Ekkert hljóð heyrðist, það var svo að sjá, sem efri hæðirnar væru mannlausar; menn Gabríels og munkarnir sváfu á jarðhæðinni þar fyrir ofan, og þar voru varðmenn- irnir. — Við skulum fara út í vestur- endann á þessari hæð, hvíslaði hún. — Það er óþarfi að ráðast á þá alla í einu. Hún var með annað pennavasa- Ijósið og notaði það við og við, meðan þau gengu frameftir gang- inum og skyldi Ijósinu með hend- inni. Willie var aðeins á eftir henni og til annarrar hliðarinnar. í hægri hendi hélt hann á hnífnum, hélt í oddinn milli þumalfingurs annars- vegar og vísifingurs og löngutang- ar hins vegar. Það var enginn stigi vestanvert í klaustrinu, svo þau urðu að snúa við og fara stigann, sem lá nokk- urnveginn um mitt klaustrið. Fimm mínútum seinna stóðu þau við dyrnar inn í langan matsal, hann var uppljómaður og í fjarri endan- um sat maður í þunglamalegum tréstól með riffil í kjöltunni. Þetta var Colt AR-15, hálfsjálfvirkur. Mað- urinn var að fægja hann með olíu- rakri rýju og talaði blíðlega við vopnið á frönsku, hallaði sér yfir það, brosti, og brá því siðan skyndi- lega upp og miðaði. Modesty hörfaði ofurlitið til baka eitt spil til að fá „flush" eru aðeins 4 VIKAN og bar varirnar fast að eyra Will- ies. — Við verðum að fara ( gegn, andaði hún. — Við höfum ekki tíma til að leita að annarri leið. Er þetta of langt fyrir hnif? Willie rétti fram aðra höndina með láfann niður og gaf efa sinn til kynna með hreyfingunni. Mað- urinn var meira en níutíu fet í burtu. Modesty kinkaði kolli og dró stálsívalning upp úr hægri lærvas- anum. Hann tók við honum og los- aði endann, innan í honum voru fjórir grannir stálsívalningar, minna en þumlungsfjórðungur að gild- leika. Einn stvalningurinn var með nálhvössum oddi. Hann tók að skrúfa þá vandlega saman í lengju. Modesty tók sívalninginn sem var utan um þá. Allt í einu dró hún hann í sundur, hringi sem höfðu gengið hver ofan í annan f báðar áttir svo úr varð fjögurra feta lang- ur sívalningur, sverastur í miðjunni og mjókkandi út til endanna. Þetta var snilldarvel gert, og ekkert hlaup í samsetningunum. Þetta var stutti stálboginn, sem Tarrant hafði séð í æfingastöð Willie Garvins. Bowers sagði að það væri ekki hægt að gera svona vopn. Þeir höfðu talað um allskonar tæknileg hugtök. Willie hafði gert bogann með þvf að reyna og reyna aftur. Áttunda tilraunin hafði heppnazt. Modesty tók upp langt girni með lykkju á hvorum enda, sem var þrætt innan í stroffið á peysunni hennar. Hún renndi annarri lykkj- unni yfir neðri enda bogans, beygði hann síðan um hné sér og renndi hinni lykkjunni upp á hinn endann. Willie hafði lokið við að skrúfa örina saman. Modesty dró þrjár plastfjaðrir upp úr mjúku leðurbelt- inu. Aftasti hluti örvarinnar var hol- aður út, tvo síðustu þumlungana og þar voru þrjár mjóar rifur, sem hægt var að festa fjaðrirnar f. Willie stakk þeim vandlega á sinn stað og stillti þær. Allt þetta hafði ekki tekið nema hálfa mínútu. Maðurinn með riffilinn var ennþá að bóna hann, og gældi við hann eins og aðrir karlmenn gæla við konur. Modesty tók sér stöðu, beint fyrir framan opnar dyrnar. Hún lagði ör á streng. Svo söng í boga- strengnum, það hvein örlftið í ör- inni, síðan dumbur skellur. Maður- inn í stólnum tók ofurlftið viðbragð. Modesty lét bogann síga. Maður- inn var í sömu stöðu og áður, hafði hendurnar á rifflinum, sem lá ( kjöltu hans, með ofurlítið drúptu höfði. Eini munurinn var sá, að hendur hans höfðu numið staðar, og nú var dökkur blettur á skyrt- unni hans! Modesty tók strenginn af bogan- um, sló hann saman og renndi hon- um aftur f vasann utan á buxunum. Þau gengu hljóðlega í gegnum matsalinn. Orin hafði smogið f gegnum manninn undir bringubein- inu. Hún stóð í kaf í bakið á stóln- um. Willie lyfti rifflinum úr kjöltu mannsins og leit á Modesty. Hún hristi höfuðið og sagði lágt: — Of- klunnaleg. Gáðu hvort hann er með skammbyssu. Það var engin önnur byssa á manninum. Willie greip um skaft- ið, spyrnti fæti við bringu manns- ins og kippti örinni lausri. Hann strauk af henni blóðið á skyrtu dauða mannsins, skrúfaði hana f sundur og rétti Modesty. Handan við matsalinn voru þrjú Iftil herbergi hvert innar af öðru. Hár gluggi opnaðist úr þriðja her- berginu út í súlnagöng. Þau gengu út fyrir. Um fimmtíu skref frá þeim breiddist þröngur gangstígurinn út í hálfmánalaga garð með lágu steingerði. Yfir garðinum voru sval- ir, og þar Ijómaði Ijós úr glugga. — Þarna hljóta demantarnir að vera, sagði Modesty lágt. — Ég fer inn um gluggann. Þú tekur dyrnar, Willie. Hversu langan tíma þarftu? Hann hugsaði sig um. — Fjórar mínútur. — Allt í lagi. Það eru áreiðan- lega tveir menn í skrifstofu ábót- ans, ef til vill fleiri. Ég fer fyrst inn til þess að vekja athygli þeirra, og ég skal sjá um, að þú heyrir til mín. Komdu þá inn í flýti. Hann snerti öxl hennar til að gefa til kynna, að hann hefði heyrt þetta, og fór aftur inn í klaustrið. Modesty hljóp af stað eftir súlna- göngunum og það heyrðist ekkert í gúmmísóluðum skóm hennar. Um tuttugu skref framundan kom maður út úr þröngum göngum. Hann sneri vanganum við henni og gekk út að steingerðinu með hend- ur í vösum og sígaretta dinglaði á vörum hans. Á mjöðminni dinglaði Lugerskammbyssa. Hann heyrði of- urlftið hljóð og sneri sér við. Við- brögðin sýndu henni, að þetta var atvinnumaður; hann sýndi engin merki þess, að honum hefði brugð- ið, augu hans minnkuðu aðeins of- urlítið. Það sást varla, þegar hann greip Lugerbyssuna, um leið og hann lyfti hendinni. Hún var fimm skref frá honum á miklum hraða, þegar byssan rann upp úr hulstrinu; hún stökk upp með fæturna á undan sér, líkaminn varð láréttur í loftinu. Hún slengdi fótunum utan um háls hans, um leið og hann byrjaði að beygja sig, og sneri fótunum snöggt. Maðurinn þeyttist upp og í hring út yfir lágt steingerðið. Hún lét fall- ast á grúfu í áttina þangað með hendurnar fyrir sér til að taka af sér fallið og fann hvernig hún létt- ist um leið og hún sleppti mann- inum, sem fiaug útyfir. Hún heyrði daufan skell, sem kom einhvers- staðar að neðan, og það glamraði í byssunni, þegar hún rann út yfir klettana. Hún lá endilöng á steingerðinu og hélt um brúnirnar á þvf. Svo sneri hún höfðinu til að líta niður. Þetta var næstum beint fall fyrstu tuttugu fetin, sfðan kom brattur halli og svo þverhnípi á ný. Hún sá máttvana líkamann velta í átt- ina að þverhnípinu og hverfa fram- fyrir það ofan í myrkrið, og hún heyrði ekkert hljóð meira. Klukkan í höfði hennar sagði henni, að hún hefði tapað tíu sek- úndum. í flýti sneri hún sér að því, sem hún þurfti að gera, og tók að klifra upp vegginn öðrum megin við svalirnar. Steinarnir voru stórir og grófhöggnir; mikið af gamla steinlíminu hafði molað úr svo það var auðvelt að verða sér úti um fótfestu. Hún kom upp öðrum megin við svalirnar, greip um þær. Meðan hún hékk þarna og bjó sig undir að sveifla öðrum fætinum upp á brún- ina á þykku eikargólfinu, voru gluggatjöldin dregin alveg frá. Maður opnaði háan gluggann og kom út. Hann var útitekinn með mjótt yfirskegg, sem beygðist f hálf- hring niður yfir munnvik hans. Hann geispaði og starði fýlulega út yfir sjóinn. Modesty sleppti annarri hend- inni og renndi henni f buxnavas- ann. Maðurinn sneri höfðinu. Augu þeirra mættust með fimm feta milli- bili gegnum járnhandriðið umhverf- is svalirnar. Hún sá, að honum brá. Hún lyfti hendinní og ýtti lokínu af varalitnum með þumalfingrinum. Hún sneri upp á botninn milli þum- alfingurs og vísifingurs og heyrði gas koma hvæsandi úr. Ópið sem maðurinn ætlaði að fara að reka upp, varð að undar- legu sogi og hann sneri stefnulaus á hæl og þreif með báðum höndum um augun. Skammbyssa sveiflaðist á lykkju sem var í belti um öxl hans. Þegar Modesty velti sér innyfir handriðið tók hann að fálma eftir skammbyssunni. Hún stökk til, sveiflaði fætinum, rak tána beint fyrir bringspalir hans. Hann lypp- aðist niður eins og tuskubrúða, og hún stökk yfir hann í gegnum glugg- ann. Sekúndubroti áður hafði hún heyrt upphrópun og skralla í stól innan úr herberginu. Það var nóg til að Willie kæmi þjótandi inn. Hún var með kongóvopnið f hend- inni, þegar hún kom í gegnum dyrnar, og kastaði sér til annarrar hliðarinnar um leið og hún sá hvað steðjaði að. Maður með skegg- brodda stóð andspænis henni með hálfsjálfvirka vélbyssu í hendinni. Fyrir aftan hann og til hægri var annar maður með brúnt skegg liggi- andi á gólfinu, og svart hnífskefti stóð skáhallt út úr hálsi hans. Hin- um megin í herberginu stóð Willie Garvin í opnum dyrunum og hall- aðist ofurlítið áfram, eins og hann hefði verið að kasta. Báðar hend- ur hans voru tómar. Maðurinn með vélbyssuna starði blindum augum framhjá henni. Hún sá byssuhlaupið sfga hægt, og hann riðaði eins og tré, sem er f þann veginn að falla. Hún þaut til og greip byssuna. Líkami mannsins skall á henni, og síðan í gólfið. Svart hnífsskaft stóð út úr sístækk- andi rauðum bletti aftan á jakkan- um hans. Um stund var engin hreyfing. Modesty stóð, hélt á byssunni og hlustaði. í dyrunum stóð Willie, ennþá f sömu stellingu og sperrti eyrun. Að lokum þorði hann að draga andann. Modesty lagði vél- byssuna á gólfið og rétti úr sér. — Ég lenti í svolitlum vandræð- um, hvíslaði hún og sneri höfðinu í áttina að glugganum. — Það er einn þarna úti, en þessi varalita- gasbyssa er úrval, Willie. — Þetta fór allt saman vel, sagði Framhald á bls. 49. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.