Vikan


Vikan - 18.08.1966, Síða 13

Vikan - 18.08.1966, Síða 13
Affpíku SMASAGA EFTIR STUARTCLOETE Tvennt var dýrmætt á grassléttunum f Suður - gull og vatn. Fyrlr það tvennt ffórnuðu menn Ifffinu. Hvít og brennandi þögn grassléttunnar var rofin af riffilskoti og svo skellinum, þegar kúlan hitti beinið. Litli antilópuhópurinn leystist upp á flóttanum í rykskýið úti við sjóndeildarhringinn. Það var allt og sumt. Afríka dró sig aftur inn í kyrrðina. Maðurinn, sem sat með olnbogana á hnjám sér og riffilinn í höndunum, flýtti sér ekkert að standa upp. Hafurinn, sem hann hafði skotið, lá kyrr. Hefði hann hæft hann illa, gat hann tekið á rás ef farið var of fljótt að honum. Þess vegna sat hann grafkyrr, og hafurinn lá kyrr, hann sparkaði ekki einu sinni. Grár hestur mannsins dró taumana með jörðinni og hélt flugunum í fjarlægð með því að láta slá taglinu letilega fram og aftur. Maðurinn kom auga á einhverja hreyfingu á fölblá- um himninum, himni, sem var eins og upplituð flík af sólskini. Svartur depill, lítið stærri en fluga, hring- snerist hátt uppi. Gammur. Hann hló. „Ekki í dag, vin- ur,“ sagði hann. Það var skrýtið hvernig maður fór að tala við sjálfan sig í einverunni. Það er ekkert hættu- legt, hugsaði hann. Ekki ennþá. Ekki fyrr en ég byrja að svara sjálfum mér, ekki fyrr en ég byrja að tala tveimur röddum. Gammurinn kom neðar og var nú á stærð við maðka- flugu. Svo varð hann stærri og stærri, þar til risastór skuggi hans kom á milli hans og sólarinnar, sveimaði yfir skrælnaðri jörðinni fyrir framan hann. Fleiri voru á leiðinni. Þeir flugu í stórum bogum og lækkuðu flugið. Hræfuglarnir. Leitandi að hinum dauðu, sjúku og dauð- vona — hvort sem það var maður eða skepna. Það gilti þá einu. Þeir átu augun fyrst. Schalk du Bois var skorpinn og veðurbarinn maður um fertugt. Bóndi, gullgrafari, olíuleitarmaður, verk- fræðingur, veiðimaður. Harður kjarni úr manni, sem hafði ákveðið að setjast einhvers staðar um kyrrt. Þess vegna var hann hér. Þetta var versta og ódýr- asta landið í Afríku. Heitt á daginn og ískalt um nætur. Stormasamt og erfitt, en það var hægt að hafa ofan af fyrir sér — og vel það — með karakulfé, ef menn voru næg karlmenni til að horfast í augu við erfiðleik- ana. En það var hann. Hann var hér og bar 160 pund af beinum og vöðvum. Hann var dökkhærður og dökk- eygður, nefið söðulbakað og munnurinn varalaus rifa á andliti með húð eins og leður. Hugur hans var eins og dýr, sem er barið áfram og svipan var vilji hans sjálfs. Kostir hans voru hreysti, styrkur, þekking á Afríku og 2000 pund í peningum. Það voru peningar, sem hann hafði sparað. í hans augum voru það ekki peningar. Það var tími — mörg ár. Það var áhætta og sviti, mörg tonn af því, samanþjappað og eftir undar- legum leiðum viðskiptanna orðið að einhverju, sem bankinn geymdi fyrir hann — það var niðursoðinn sviti, og fyrir hann gat hann nú keypt svita annars fólks. En nú var því lokið. Nú gátu aðrir farið að vinna. Hann gekk að dýrinu og hleypti innýflunum út á gras- sléttuna. Það var kominn tími til að fara. Á þrjátíu klukkutíma fresti, eða þar um bil, fór hann að Brandts Hoek, næsta búgarðinum, til þess að vatna litla, harðgerða hestinum sínum, fylla vatns- flöskurnar og borða góða máltíð. Brandtfólkið var fegið að sjá hann, og hann borgaði gestrisnina með veiðinni. Brandt var gamall maður, sem sjaldan fór á veiðar og þau voru kjötinu fegin. Það var mánuður síðan Schalk du Bois hafði komið til Swartkop, sem var lítið þorp og miðstöð hinna dreifðu bændabýla. Hann settist að á Grand Hóteli — þar voru sex herbergi, bar og borðsalur — og sagði fólki að hann væri að svipast um eftir búgarði. í viku hafði hann ekki gert annað en tala við fólk og hlusta á slúðursögur. Allir sögðu að bezt væri fyrir hann að kaupa búgarð með öllu tilheyrandi og helzt sem austast á svæðinu. „Hvernig er með vesturhlutann?" spurði hann. Vesturhlutinn var ómögulegur, sögðu þeir, ekki hæfur til búsetu. Það var ekkert vatn þar, annars ágætt gras- lendi þar. Þá áttu þeir við að það væri gott þar um slóðir, þar sem það þurfti 15 hektara fyrir eina ein- ustu kind og fjörutíu eða meira fyrir nautgripi. Hann hlustaði á allt, sem menn sögðu honum og leit á suma af búgörðunum, sem voru til sölu. Þeir voru á markaðnum af því að þeir voru þegar fullnýttir og verð þeirra var fjarstæðukennt. Svo hafði hann keypt lítinn og harðgerðan gráan hest og farið ríðandi um landið. Honum lá ekkert á. Honum líkaði vel hérna. Landið var nakið og skorpið, hart og flatt, nema hvar nokkur hæð- ardrög risu á stöku stað upp úr brúnu yfirborðinu. Þetta var grýtt land þakið af lausum, vatnsnúnum steinum, allt frá smávölum á stærð við nögl á fingri að stórum steinum eins og höfuð manns. Eftir eina slíka ferð um eyðimörkina, fór hann, þak- inn af ryki, inn í barinn. Um leið og hann setti frá sér glasið, heyrði hann gamlan bónda, skrælnaðan eins og múmíu af sólinni, segja: „Maður heldur að það hafi tek- izt að losna við þá, en þeir koma aftur og aftur og það er ekki hægt að skjóta þá eins og í gamla daga.“ Þá átti hann við þann tíma, þegar Þjóðverjarnir voru hér, fyrir fyrra stríðið. Hér var eitthvað, sem borgaði sig að hlusta á — sú tilviljun eða hepni, sem hann hafði verið að bíða eftir. Schalk du Bois gekk að gamla manninum og rétti honum höndina. „Du Bois,“ sagði hann. „Ég geri ráð fyrir, að þú sért Meneer Braun.“ Hönd gamla mannsins var þurr og hörð, næstum köld. Það var eins og að koma við slöngu, að snerta hana. Þessi maður gat ekki svitnað meira — honum gat ekki blætt meira. Hann var einn af þeim gömlu, uppþorn- aður eins og gamalt bein. „Svo að þeir eru komnir aftur,“ sagði hann. Hann hafði ekki hugmynd um hverjir væru komnir aftur, en það var á þessu stigi, sem umræðurnar höfðu stanzað. „Já, þeir eru komnir aftur,“ sagði Braun. „Að minnsta kosti tveir. Meðan þeir halda sig í vestrinu, er mér sama. Látum þá svelta, fyrst við getum ekki skotið þá. En Framhald á bls. 29. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.