Vikan - 18.08.1966, Page 20
Sagan hefst sumarið 1950 í smóbænum
Tjæreborg skammt frá Esbjerg f Danmörku.
Sóknarprestinn þar, séra Eilíf Krogager,
langaði til að ferðast erlendis í sumarleyf-
inu sínu. En þá voru slíkar ferðir mjög
dýrar. Hvernig átti hann að hafa efni á
þeim? Og nú sat hann og ræddi vandamálið við
skólakennara bæjarins.
Séra Krogager sagði:
— Kannski ætti ég að skipuleggja hópferð.
Eg get auglýsf tveggja vikna ferð með lang-
ferðavagni til Spánar. Og fái ég nægilega mörg
svör, fer ég og fylgist sjálfur með ókeypis sem
fararstjóri. Þetta er góð hugmynd.
Presturinn auglýsti. Hann fékk svo mörg svör,
að hann gat fyllt tvo, en ekki einn, leigða lang-
ferðavagna með samanlagt sjötíu manns. Þar
með var ferðaskrifstofa hans stofnuð.
I dag — sextán árum seinna — er séra Kroga-
ger — eða séra Eilífur, eins og við gætum kall-
að hann upp á íslenzku — fimmtíu og fjögra
ára. Ferðaskrifstofa hans er nú sú næststærsta
á Norðurlöndum. Hin stærsta er hin risavaxna
sænska ferðaskrifstofa Nyman & Schultz.
í fyrra afgreiddi skrifstofa hans yfir 100.000
ferðamenn. í ár gerir hann ráð fyrir að talan
hækki upp í 150.000.
Og það er ekki hið eina: Hans eigið leigu-
flugfélag, Sterling Airways, er stærra en Trans-
air og þessutan hið fyrsta sinnar tegundar í
heiminum til að fljúga eigin þrýstiloftsflugvél.
Það á sjö DC-sexur og tvær Caravellur af nýj-
ustu gerð. Fyrir 1970 verður það búið að bæta
við sig fimm Caravellum.
En séra Eilífur hefur heldur ekki sagt skilið
við langferðavagnana. í risavaxna bílskúrnum
hans í Tjæreborg eru sjötíu slíkir vagnar hýstir.
Hvað ferðir með langferðavögnum snertir, stend-
ur enginn honum á sporði.
Þó munaði litlu að illa færi í fyrstu ferðinni
1950. Frá því sagði harin blaðamönnum ný-
lega:
— Eg hafði pantað hótel og máltíðir fyrir-
fram. En kvöld eitt, þegar við komum á ákvörð-
unarstaðinn, dauðþreytt eftir heils dags ferð,
gat ég ekki fundið hótelið. Að lokum neyddist
ég að panta herbergi og mat á öðrum stað.
Sem við sátum þar og borðuðum, kom veitinga-
konan á hinum staðnum inn. Hún var alveg
niðurbrotin. Með tárin í augunum sagði hún mér,
að maturinn biði okkar á silfurfötum og öll okk-
ar herbergi væru tilbúin. Og nú vorum við kom-
in á allt annan stað. Voru danskir prestar ekki
ábyggilegri en þetta?
Eg hafði ekki um nema eitt að velja: ég borg-
aði á báðum stöðum. Það varð til þess, að það
varð tap á ferðinni. En það varð kannski ein-
mitt til þess, að ég hélt áfram með ferðirnar.
Eg var neyddur til að reyna að ná aftur pening-
unum, sem ég hafði tapað.
Þá voru starfsmenn fyrirtækisins aðeins hann
sjálfur, aðstoðarfararstjóri og tveir vagnstjórar.
Nú hefur séra Eilífur nálægt þúsund manns í
vinnu. En sjálfur lítur hann á rekstur ferðaskrif-
stofunnar sem tómstundastarf!
— Eg er fyrst og fremst prestur, segir hann.
Eg sýsla bara við ferðaskrifstofuna þegar ég hef
smátíma afgangs. Og ég get fullyrt, að það er
bæði spennandi og merkilegt frístundastarf —
og þar að auki borgar það sig vel.
Þetta segir hann satt. Hann lætur kirkjuna
alltaf ganga fyrir milljónafyrirtækinu sínu. I
fyrra, þegar franska flugvélaverksmiðjan Sud-
Aviation afhenti Sterling Airways fyrstu Cara-
velle-þotuna við hátíðlega athöfn, fóru tólf full-
trúar frá síðarnefnda fyrirtækinu til Toulouse. En
ekki sjálfur aðalforstjórinn.
— Eg hefði gjarnan viljað fara með í það
skiptið, sagði hann. En einmitt þá var ég með
börnin til spurninga undir ferminguna. Og það
er mikilvægara en flugvél, þótt svo að hún kosti
hundruð milljóna.
Nú prédikar hann á hverjum sunnudegi í
Tjæreborgkirkju. Klæddur svartri hempu með
hvítum kraga stendur hann í prédikunarstóln-
um og leggur út af Guðs orði með þeim virðu-
leika, sem hæfir presti dönsku rikiskirkjunn-
ar.
Við óttusönginn á jólum í fyrra var Simon
Spies, aðalkeppinautur hans í ferðabransanum
í Danmörku, gestur hans í kirkjunni. Simon
Spies kom þá í Rolls Royce-vagninum sínum alla
leið frá Kaupmannahöfn — fjörutíu mílur — fil
þess eins að hlusta á keppinaut sinn messa, og
hafði með sér nokkrar ungar glæsidömur.
Séra Eilífur segir með glampa í auga:
— Það var leitt að ég vissi ekki fyrr en á
eftir að Simon og stúlkurnar hans voru í kirkj-
unni. Annars hefði ég getað beint til þeirra
nokkrum vel völdum umvöndunarorðum í pré-
dikuninni.
Fyrir hádegi á virkum dögum er hann önn-
um kafinn við rekstur ferðaskrifstofunnar. Þá
sezt hann inn í bílinn sinn og ekur til skrifstof-
unnar, þar sem sextíu manns vinna, og sinnir
þar hobbíinu í nokkra klukkutíma dag hvern.
Flann situr við lítið, ofhlaðið skrifborð í sama
herbergi og sá maður, er gengur honum næst-
ur að völdum í fyrirtækinu, keðjureykir sígarett-
ur og rökræðir hin og þessi vandamál. Hann
snertir ekki við hinum almennu, daglegu störf-
um. Hann tekur aðeins mikilvægustu ákvarðan-
irnar. Hitt sjá aðstoðarmenn hans um. Sjálfur
segir hann:
— í raun réttri þyrfti ég alls ekki að koma á
skrifstofuna. Aðstoðarmenn mínir eru svo dug-
legir, að þeir kæmu þessu öllu heilu í höfn án
þess að ég skipti mér nokkuð af þeim. Eg hefði
getað setið heima í mínum þægilegasta hæg-
indastól og skemmt mér við að reikna út gróð-
ann, ef ég hefði kært mig um.
En hann segir þetta sjálfsagt bara af hæ-
Framhald á bls. 40.
20 VIKAN