Vikan - 18.08.1966, Qupperneq 26
peaingi-
stiiiinir
í höfuðstafl-
Næst á eftir sjoppurekstri er bankastarfsemi að
verða vinsælasti atvinnuvegur þjóðarinnar, sagði
einhver bjartsýnn og vitur maður nýlega. Telst
okkur til, að 17 bankar, sparisjóðir og útibú séu í
Reykjavík um þessar mundir og þarf að skipa
nefnd til að rannsaka hvort þetta er ekki heims-
met. Ef svo reynist, mætti nota það til að slengja
framan 1 Svía og aðra. sem telja okkur með U-
löndum (vanþróuðum löndum).
Ef Danir eiga að standa sig á móti okkur að þessu
leyti, þá verða að vera rúmlega 200 bankar í Kaup-
mannahöfn og Bretar verða að hafa 2000 banka
í London til þess að lafa í okkur. En það sýnir bezt,
hvað íslendingar þurfa mikið á peningum að halda,
að allir kvarta yfir auraleysi og lánafjárskortur er
almenn plága. Kannski hafa menn ekki fylgzt nægi-
lega með þróuninni og vita ef til vill ekki um þessa
17 banka og sparisjóði (fyrir utan Margeir) en nú
gefst tækifæri til að átta sig á þessu með aðstoð
meðfylgjandi mynda. Væri ráð að hafa blaðið með
næst þegar farið er í víxlaleiðangur og mætti þá
krossa við mynd, þegar sá bankinn er afgreiddur.
Hér er Seðlabankinn ekki talinn með, en alls ó-
fróðum skal bent á, að þangað fara menn einkum
til þess að fá sér fína og ókrumpaða seðla í stað
hinna þvældu, og svo til að leysa út gúmmítékka.
Þessi ánægjulega þróun í bankamálunum hefur
komið til vegna þess að þeir vilja standa sig í þjón-
ustuhlutverkinu og sjá svo um, að ekki þurfi allir
að fara niður í Bankastræti eða Austurstræti. Svo
hefur einn bankinn fengið aðstöðu 1 þessu hverf-
inu og annar í hinu og alltaf fjölgar fólkinu og full-
trúunum, sérstaklega fulltrúunum. Svo rísa ný úti-
bú í hverfunum og ný hverfi fyrir útibúin og nýir
fulltrúar koma fyrir ný útibú og ný útibú fyrir nýja
fulltrúa.
Þessi fjöldi lánastofnana kemur sér vel fyrir þá,
sem einungis fá fimm eða tíu þúsund króna víxil á
hverjum stað, en þurfa að reyta saman svo sem
hundrað þúsund kall fyrir útborgun í íbúð. Að vísu
fer drjúgur slurkur af vinnutíma þessara manna í
að stússast í bönkunum við framlengingar og redd-
ingar, en það verður nú ekki á allt kosið. Og þá
hefur þetta ekki síður komið sér vel fyrir þá herra,
sem gefa út svokallaðar keðjuávísanir; það er ávís-
anir sem að sjálfsögðu er ekkert til fyrir neinsstað-
ar, en fjármálaséníin hafa ávísanareikninga i öllum
helztu bönkum og „bjarga“ á einum stað með
gúmmítékka á þann næsta og þannig koll af kolli.
Meðfylgjandi eru myndir af 18 bönkum, banka-
útibúum og sparisjóðum, en þar fyrir utan eru svo
Sparisjóður Verkamanna, Sparisjóður vélstjóra og
Sparisjóðurinn Pundið. Og þeim sem ekki finnst
þetta nægilegt, skal bent á, að auk hinna opinberu
peningastofnana eru til góðir og greiðugir menn,
sem lána og ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan
hátt.
r--
íttíiíÝÍiiÁií
XC C ÍC -X- mmm
■ • < .?• s'í . . ; | ■
26 VIKAN