Vikan - 18.08.1966, Side 29
ZSgUL'i!1. .!u
NEW
Portrait Make up
X FILM
BY DOROTHY GRAY
Algerlcga nýtt make-up, sem gefur
eðlilegt útlit og mjúka húð —•
MÝKRI EN SILKI.
Strikar ekki né breytir lit og þurrk-
ar ekki húðina.
Portrait Makc-up á við alla húð og
endist bezt — ER UNDURSAM-
LEGT.
Notað með eða án púðurs.
Reykjavík, INGÓLFS APÓTEK.
DOROTHY GRAY
NEW YORK • LONDON • PARIS
frá þeim að framan með lVa sm.
breiðum faldi.
Sníðið úr efninu lítið hálsmáls
fóður eftir hálsmálinu og saum-
ið það við hálsmálið á sama hátt
og blúnduna á treyju nr. 1 og
stingið 2 mm. frá brún á réttu.
Rykkið pífuna með 2 rykkingar-
þráðum og þræðið neðan á treyj-
una réttu mót réttu. Látið hana
nema við miðlínur að aftan eins
og hálsmálsfóðrið. Þræðið ská-
band milli rykkingarþráðanna í
pífunni og leggið síðan niður við
í höndum í vélsauminn, eða
stingið út á röngu treyjunnar.
Staðsetjið hnappag. og tölur eins
og á treyju nr. 1.
Nr. 7. Efni: Ljósblátt poplín-
efni með hvítum doppum, — töl-
ur.
Sníðið treyjuna eftir sniðun-
um. Saumið skáermar og gangið
frá þeim að framan með því að
sauma rör (leggið þunnt bendla-
band innan í ermina og stingið
tæpt í brún báðum megin. Gang-
ið frá erminni að framan með
mjóum faldi. Gangið einnig frá
treyjunni að neðan með mjóum
faldi. Búið til einfalda pífu úr
efninu, festið við hálsmálið og
gangið frá henni með bryddingu.
Staðsetjið hnappagöt og tölur
eins og á treyju nr. 1.
Nr. 8. Efni: Brún- og hvítrúð-
ótt léreftsefni, — léreftsblúnda,
•—• tölur.
Sníðið treyjuna eftir sniðun-
um, en hafið nokkru síðari en
sniðið.
Saumið skáermar og framan á
þær léreftsblúndu á sama hátt
og treyju nr. 1. Saumið hliðar-
saumana ekki alla leið niður og
myndið á þá ávala niður að brún.
Saumið léreftsblúndu neðan á
treyjuna á sama hátt og treyju
nr. 1.
Gangið frá hálsmálinu eins og
á treyju nr. 6, og staðsetjið
hnappagöt og tölur eins og á
treyju nr. 1.
Hunangsfuglinn
Framhald af bls. 13.
ég vil þá ekki á mínu landi.“
„Nei,“ sagði Schalk, „auðvitað
ekki. Enginn mundi kæra sig um
það.“
Hann vissi ekki ennþá hverjir
þetta voru. Kannski voru þetta
ljón. En ljón voru ekki friðuð
hér. Þau voru 500 mílur í burtu,
á veiðisvæðinu.
„Þeir drápu kind,“ sagði Braun.
„Ég sagði lögreglunni það, en
hún skiptir sér ekki af því. Hvað
er ein kind fyrir þig, Meneer
Braun? sagði lögreglustjórinn.
Þú, sem átt 3000. Hvað varðar
þá um það, nema til að leggja á
mig skatta?“ Rödd hans var ön-
ug. „Þeir spurðu mig hvernig ég
gæti vitað að það voru þeir. Á
þessu, sagði ég,“ og nú dró hann
eitthvað upp úr vasa sínum. Það
var lítil ör, og hann vafði papp-
írnum varlega utan af henni.
„Varaðu þig,“ sagði hann, þeg-
ar Schalk rétti út hendina, „hún
er eitruð. Þetta svarta þarna —
þetta er slöngueitur, kaktus-
mjólk og sitthvað fleira."
Nú vissi hann það. „Búskmenn“
sagði Schalk. „Kvikindi, það er
það, sem þeir eru. í gamla daga
<
„í gamla daga? Þú ert of ung-
ur til að muna gömlu, þýzku
tímann.“
„Ég var barn, Meneer,“ sagði
Schalk. „Ég er fæddur í Wind-
hoek.“ Svo hélt hann áfram: „Þú
segir að þeir haldi sig á vestur-
hlutanum?
„Hverjir?“ Gamli maðurinn
hafði tapað þræðinum.
„Búskmennirnir.“
„Ja,“ sagði hann, „í vestur-
hlutanum, og þeir ættu ekki að
voga sér annað, annars skýt ég
þá, hvað sem lögin segja.“
„Hve nærri koma þeir?“
spurði Schalk. „Hve nærri þorp-
inu, á ég við?“
„Ekki mjög nærri — 20 mílur
eða svo. Þeir eru hræddir. Þeir
koma ekki nema þeir séu svang-
ir.“
Þrekinn maður, sem setið hafði
úti í horni, tók nú þátt í umræð-
unum. „Þessvegna er lögreglan
svona væg við þá,“ sagði hann.
„Þeir eru eiginlega alveg tamd-
ir orðið. Ein kind öðru hverju
og aðeins ef þeir eru að deyja
úr hungri — það er allt og sumt.
Við drápum fyrir þeim bráðina,
sem þeir lifðu á,“ sagði hann,
„svo þetta er í rauninni ekki
nema réttlátt."
Bjáni gat þessi maður verið,
hugsaði Schalk um leið og hann
pantaði meiri bjór. Réttlæti. Það
var ekkert réttlæti til. Það var
til vald og það var til heppni,
en ekkert, sem hét réttlæti.
„Prosit," sagði hann og lyfti
krukkunni.
„Prosit,“ sögðu hinir hlæjandi.
„Þetta vekur minningarnar,'1
sagði gamli maðurinn. „Ja, ja,
það er margs að minnast. Bjór-
stofan í Windhoek, dýragarður-
inn, hermennirnir, hljómsveitin
— það var í gamla daga ...“
Tuttugu mílur, hafði gamli
maðurinn sagt. Þeir höfðu sagt
honum það, sem hann þurfti að
vita. í Rosenbergverzluninni
hafði hann keypt nokkur teppi
og skotfæri og haldið síðan vest-
ur á bóginn.
Þvílíkir kjánar gátu þessir
menn verið. Ef búskmenn héldu
til á þessum slóðum, hlaut að
vera vatn þar. Hann hafði riðið
VIKAN 29