Vikan - 18.08.1966, Qupperneq 31
Sterk og vöndud
VerdT vícf allra hæfi
Gódir greidsluskil málar
Litaval á plastáklædi og bordplasti
Veltitappar á stólfótum án aukakostnada r
ALLT Í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ
í tíu daga og sofið undir berum
himni með hnakkinn fyrir kodda
og hestinn heftan hjá sér. Þetta
var aðeins spurning um tíma. Á
morgun, næstu viku, næsta mán-
uð. Hann fór að hugsa um, hvað
Ouma Brandt — Kata frænka,
kallaði hann hana — hefði í mat-
inn.
Næsta dag sá hann þá.
Gamli búskmaðurinn sat á
hækjum sínum með bogann í
höndunum og horfði á konuna
sína soga upp vatn í gegnum reyr
og spýta því svo í strútsegg,
sem lágu þar hjá henni. Þegar
þau voru orðin full, lokaði hún
þeim með dökkbrúnu býflugna-
vaxi. Það var ekkert vatn sjáan-
legt, en undir klettinum var
neðanjarðar uppspretta. Það var
ekki hægt að sjá það af neinu
að það væri þarna. Þau fáu gras-
strá, sem uxu í skugga klettsins,
voru nöguð niður í rót og ekkert
grænt sást á jörðinni. Þegar hún
hefði lokið við að fylla þau,
mundi hún setja þau í netið, sem
hún var með, og grafa þau síðan
í eyðimörkinni, þar til þau þurftu
á vatninu að halda.
Þetta var Kalahari, eyðimörk-
in, síðasti griðarstaður fólksins
hans, og hann og konan hans
voru ein af þeim fáu, sem eftir
lifðu.
Ekki langt frá þessum stað
voru harðir steinar, sem ætt-
menn hans höfðu höggið í myndir
af villtum dýrum, og í hellunum
voru málverk frá þeim tímum,
þegar þeir höfðu lifað sem frjáls-
ir veiðimenn innan um villtar
skepnur Afríku. Hugur hans
starfaði ekki eins og okkar, hann
hafði engan skilning á samband-
inu milli orsakar og afleiðinga.
Hann lifði eins og ættmenn hans
höfðu alltaf lifað — á veiðiskap,
á rótum, sem konan hans gróf
upp, á kryddi, sem hún safnaði.
Það var ekki margt, sem þau
ekki lögðu sér til munns. Skrið-
kvikindi, slöngur, ormar og svo
auðvitað antilópurnar, sem hann
drap með litlu, eitruðu örvunum
sínum.
Hann sá fyrir sér konuna sína
eins og hún hafði verið fyrir
löngu, móður dánu barnanna
sinna. Mjúkvaxin með þykka
þjóhnappa, sem voru varabirgð-
ir til erfiðari daga. Nú héngu
þeir slappir undir litlu skinn-
pilsi hennar. Nú var magi henn-
ar þakinn örum eftir eldana,
sem hún hafði sofið við og
hreiðrað um sig við heita ösk-
una, þar til hún hafði vaknað
við að húð hennar sviðnaði. Hann
sá þetta allt eins og á mynd.
Hann sá litla hópinn af ætt-
fólki sínu og börnin sín, og nú
voru þau ein eftirlifandi.
Nafn hans hafði verið Stór-
kostlegur veiðimaður. Þó hann
væri borinn saman við fræga
veiðimenn, hafði hann verið frá-
bær. Hún, konan hans og móðir
barnanna hans, hafði verið köll-
uð Vindblær í grasinu, af því
að hún var falleg og full af
yndisþokka. En nú báru þcru
engin nöfn, því að þau voru ein
í auðu landi. Þau höfðu aðeins
hvort annað til að tala við. í
augum þess fáa fólks, sem sá
þau, lögreglunnar til dæmis,
voru þau aðeins gamlir búsk-
menn.
Hann hataði engan. Það eina
sem hann óskaði, var að fá að
lifa, að konan hans, lífsföru-
nautur hans, fengi að lifa. For-
tíð og framtíð komu honum ekki
við. Nútíðin var það eina, sem
máli skipti fyrir hann, eins og
fyrir ljónin eða antilópurnar.
Þegar hann litaðist um, sá hann
mann út við sjóndeildarhring-
inn. Enginn hvítur maður hefði
komið auga á hann. Samstundis
hurfu þessar tvær litlu, gulu
mannverur í rauðleitan sandinn
og samlöguðust umhverfinu. En
Schalk du Bois hafði séð þau,
vegna þess að hann hafði horft
á þau með sjónauka. Þau þekktu
ekkert til slíkra hluta. Hann
horfði stöðugt þangað sem búsk-
mennirnir höfðu verið og reið
hægt þangað, vestur á móti sól-
setrinu.
Það tók hann klukkutíma að
komast að klettinum. Hann hlóð
byssuna — það var aldrei hægt
að vita hvað búskmenn tækju
til bragðs — og gekk hægt að
staðnum. Hann smeygði taumn-
um fram yfir höfuð hestsins, en
hestarnir voru vandir á að
standa þannig kyrrir tímunum
saman.
Jú, hér voru spor. Þeir höfðu
litlu holuna, þar sem hún hafði
aðeins verið tveir. Hann sá hvar
konan hafði kropið, hann sá
sogið upp vatnið. Svo gekk hann
að hestinum til að ná í skóflu
úr farangrinum.
Fótur hans sökk í votum jarð-
veginum og vatnið vall upp um
gatið. Þetta gat ekki verið betra.
Ef vatnið kom svona fljótt upp
í þurrum jarðvegi, hlaut það að
vera nóg. Þá var ekki nema eitt
eftir — það var að bragða það.
Búskmenn drukku hvað sem var.
Hann hikaði, hræddur um að
það væri salt, en svo jós hann
því upp í lófa sér. Það var ferskt
— ferskt eins og vín. Hann hló.
Þér hefur tekizt það einu sinni
VIKAN 31