Vikan - 18.08.1966, Side 32
SPÁNARFERÐ
20 DAGAR
Verð kr.2 3 3 2 5
Spánn er nú orðið vinsælasta ferða-
mannaland álfunnar, enda ekki að
furða, þvi töfrar landsins eru hrífandi og
margvíslegir, Hér gefst. kostur á mjög
skemmtilegri bílferð um suður og vestur
Spán, sem endar með vikudvöl á lúxus-
hóteli í Torremolinos. Fararstjóri í þessari
ferð er Þóröur Örn Sigurðsson, mennta-
skólakennari.
FERÐAÁÆTLUN
IT/F2/2 Brottför: 1. september
1. dagur
Flogið árdegis yfir Glasgow til London.
2. dagur
Flogiö til Madrid. Eftir komu þangað er
dagurinn frjáls til eigin ráðstöfunar.
Kvöldverður og gisting á hótelinu.
3. dagur
Allar máltlðir á hótelinu. Hálfs dags ferð
um Madrid, þar sem heimsóttir verða
frægustu og merkustu staðir borgar-
innar.
4. dagur
Morgunninn frjáls. Síðdegis farin skoð-
unarferð um borgina og fariö á nautaat.
Að þvi loknu snæddur kvöldverður á
glæsilegu veitingahúsi í hjarta borgar-
innar.
5. dagur
Árdegis farið í heils dags ferð til Toledo,
einnar elztu og merkilegustu borgar f
Evrópu. Borgin stendur á sjö hæðum,
eins og Róm, og var til forna höfuðborg
Spánar.
-X
6. dagur
Haldið brott frá Madrid eftir morgunverð
og ekið suður á bóginn. Hádegisverður
i Valdepenas. Komið síðdegis til Cor-
doba og gist þar.
7. dagur
Dvalið i Cordoba. Farið í skoðunarferð
um borgina, og að henni lokinni er dag-
urinn frjáls.
8. dagur
Ekið frá Cordoba til Sevilla, sem margir
telja fegurstu og sérkennilegustu borg
Spánar. Afgangur af degi frjáls.
9. dagur
Tvær hálfs dags kynnisferðir um Sevilla.
10. dagur
Lagt af stað árdegis frá Sevilla. Viðkoma
höfð í sherry-borginni Jerez de la Fron-
tera. Síðan haldið áfram til Puerto de
Santa Maria og gist þar.
11. dagur
Farið frá Puerto de Santa Maria og ekið
til Algericas, þar sem hádegisverður er
snæddur. Síðan stigið á skipsfjöl og
siglt til Gíbraltar. Kynnisferð uni „Klett-
inn". Síðan siglt aftur til Algericas og
ekið þaðan til Torremolinos.
12. 17. dagur
Dvalizt í Torremolinos á hinu glæsilega
hóteli Tres Carabélas.
18. dagur
Ekið til Malaga og flogið þ'aðan til
London.
19. dagur
Frjáls dagur í London.
20. dagur
Síðdegis flogið frá London til Reykja-
víkur.
Ath. Ferðina má framlengja í London
í upphafi eða við lok feröarinnar.
FERÐASKRIFSTOFA
• •
rÁI
Hafnarstræti 5. — Sími 21720.
J
n Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þig vantar nýtt líf í vinnu þína eða með öðrum orð- um, þú ert sennilega orðinn dauðleiður á henni. Vikan er mjög hagstæð til allra stórræða. Sittu ekki heima um helgina, þú gætir misst af nokkru.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú leggur út í framkvæmdir sem þú hefur hugsað mikið um en alltaf kippt að þér hendinni á síð- ustu stundu. Miklar líkur eru til þess að allt fari vel. Ef þú ert ástfangin verða kvöldin rómantísk.
ff Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Starfsfélagi þinn er að æra þig vegna átroðslu og framgirni, ef þú hefst ekkert að gæti hann spillt talsvert fyrir þér. Eldri maður gefur þér meiri gæt- ur en þú kærir þig um.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlf): Þú kynnist persónum sem þú átt mjög lítið sálu- félag við en neyðist til að hafa nokkur samskipti við. Það reynir mjög á kurteisi þína og umgengn- isþjálfun. Þú verður að leggja kapp á vinnu þína.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Um tíma missirðu samband við persónu sem á eft- ir að hafa mikil áhrif á framtíð þína. Þú átt erfitt mcð að sitja á strák þínum í fjölskyldusamkvæmi, en það væri sennilega betra að gera það.
Meyiarmerkið (24. ágúst — 23. september): Félagi þinn á í miklum kröggum, reyndu að útvega honum aðstoð ef þú ert of upptekinn sjálfur. Stríð- inn kunningi þinn kemur dálítið illa við þig, en það gæti orðið þér til góðs.
Vogarmerkið (24. september — 23. október): Miðdepill vikunnar verður samkvæmi sem gæti haft óbcin áhrif á frama þinn. Eitthvert farartæki veld- ur þér erfiðleikum, sennilega tefur það þig nokkuð. Rómantík og ást haldast í hendur í vikulokin.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Útgjöld þin reynast miklu hærri en þú hafðir gert ráð fyrir. Þú bætir sennilega við þig smá verkefni sem reynist þér drjúgt þegar fram í sækir. Frí- stundunum eyðirðu mest utandyra.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Notaðu vikuna til þess að laga til i kringum þig og kippa ýmsu smálegu í lag sem safnast hefur fyrir undanfarna mánuði. Eyddu kvöldunum heima og leggðu þig fram við að vinna vel.
$ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Undanfarið hefurðu verið mjög niðursokkinn í á- hugamál þín og vanrækt þá sem þér eru kærastir. Reyndu að láta fjölskyldu þína njóta lífsins með þér. Þú færð góðan gest á fimmtudag.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar!: Það sem þér þótti erfitt úrlausnar fyrir hálfu ári er nú orðið leikur einn, en áður en þú bætir við þig vinnu skaltu hugsa þig mjög vel um. Notaðu frítímann til útivistar.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Kunningi þinn kemur þér af stað með verk sem hefur mikla kosti í för með sér að þú framkvæmir sjálfur. Fástu ekki um, þótt sumarið hafi verið þreytandi, þú færð góða hvíld i vetur.
32 VIKAN