Vikan - 18.08.1966, Side 34
flæmi. Allt var þetta þarna —
út við sjóndeildarhringinn, og
beið bara eftir því, að einhver
hefði manndóm í sér til að grípa
það. Allir vissu um þetta. Ekki
minna en tveir menn höfðu látið
lífið við að ná því — en þeir
höfðu verið heimskingjar.
Hann hafði lagt á ráðin. Hann
ætlaði ekki að bíða í sjö eða átta
ár eftir mikilli rigningu. Nei.
Með tíu ösnum gat hann gert
það hvenær sem var. Hver asni
gat borið átta gallon af vatni,
fjögur sitt hvoru megin — átta-
tíu pund var þeim ekki ofviða.
Hann mundi fara 10—15 mílur
á dag. Fyrsta daginn mundi
hann skjóta einn asna, grafa
helminginn af vatninu og gefa
skepnunum hinn helminginn. Það
var lítið fyrir níu asna, en á
öðrum degi ætlaði hann að skjóta
tvo, grafa aftur fjögur gallon og
gefa ösnunum sjö, sem eftir
væru, hin tólf. Eftir því sem
þeim fækkaði, yrði vatnsskammt-
urinn ríflegri.
Þarna voru safamiklir gras-
runnar, sem nærðust á dögg-
inni, og gerðu ösnunum kleyft
að komast af með minna vatn.
Hann gerði ráð fyrir átta daga
ferð. Á áfangastað mundi hann
hafa átta gallon af vatni og enga
asna, og síðan hafði hann brús-
ana sem biðu hans á tíu mílna
fresti á heimleiðinni.
Hann fór hvað eftir annað yfir
áætlunina í huganum. Hann ætl-
aði að leggja af stað á morgun
— eða næstu viku, eða í næsta
mánuði. En þá varð heppnin aft-
ur á vegi hans.
Jonas, einn af fjárhirðum hans,
kom til hans með gamlan búsk-
mann, allan skorpinn og hrukk-
óttan og þakinn óhreinindum.
Hárið var allt samanklístrað, en
augu hans fyrir ofan há kinn-
beinin voru skær eins og votir
steinar. Hann var með lítinn boga
með sér og á öxl hans hékk örva-
mælir. Hann bar skinnskýlu
bundna með tvinnaðri görn um
magann og slá úr antilópuskinni
yfir herðunum. Hann leit af
hirðinum á hvíta manninn og
fór ofan í smávasa á beltinu og
dró eithvað upp úr honum.
Hann rétti höndina að hvíta
manninum, en opnaði ekki lóf-
ann.
Schalk rétti fram sína hönd,
lófann upp. Eitthvað datt í hann.
Eitthvað þungt og gult — ó-
unnið gull. Það var þá þarna.
Draumur hans hafði rætzt. Hann
hafði fengið auðævi upp í hend-
urnar.
„Hvað vill hann fá fyrir það?“
Hann hélt stykkinu upp með
tveim fingrum.
„Kind,“ sagði hirðirinn.
„Fáðu honum hana. Og segðu
honum að fara með mig þangað,“
sagði Schalk og benti upp á
fjallið.
Búskmaðurinn rétti upp tvo
fingur og sagði eitthvað.
reyna að rifja upp hvað hann
hefði heyrt um hvíta menn.
Eitt vissi hann með vissu. Gull
— þeir voru æstir í gull. Kann-
ski ætti hann að setja fyrir hann
gildru — gullgildru. Þann dag,
sem þetta lá opið fyrir honum,
hefði hann auðveldlega getað
skotið hvíta manninn. Hund-
arnir voru ekki lengur nein
hindrun. En hann vildi ekki
skjóta hann. Þetta var síðasta
veiðiferðin hans. Þegar hvíti
maðurinn væri dauður, mundi
ekkert verða eftir til að gera.
Hann fór að hugsa um for-
tíðina. Hann sá hana eins og
mynd, sem límd hefði verið yfir
nútíðina. Litli ættbálkurinn hans,
tveir bræður hans, frændi, og
fjölskyldur þeirra. Tvær hend-
ur af fólki. Fingur tveggja handa
af fólki, það var allt og sumt.
Hvítara hvítt..
Hreinni litir!
Notið Blaa Omo, nyjasta
og bezta þvottaduftið
næsta þvottadag. Sjaið
hvernig Omo freyðir vel og
lengi og gerir hvíta þvottinn
hvHari og íiti mislitu
fatanna skærari en nokkru
sinni fyr! Reynið Omo.
Sjáið með eigin augum
hvernig Omo þvær hreinast!
Þau höfðu svo oft komið að
þessu vatnsbóli. Konurnar höfðu
sogið upp vatnið, strútseggin
lágu á jörðinni hjá þeim, og
mennirnir horfðu á. Nú var þessu
öllu lokið — hann var einn eftir.
Hann sá dánu börnin sín. Það
höfðu verið erfiðir tímar. Hvítu
mennirnir höfðu útrýmt villtu
dýrunum. Vegna þess að þau
voru að deyja úr hungri höfðu
þau stolið nokkrum kindum. En
þá höfðu þau verið hundelt og
skotin eins og skepnur.
Það var auðvitað ólöglegt,
meira að segja á þeim tímum, að
skjóta búskmenn, en það vissi
hann ekki.
Hann fór aftur að hugsa um
konuna sína, eins og hún hafði
verið einu sinni, með þjóhnapp-
ana stinna af fitu, eins og borð
aftan á bakinu á henni. Það gat
setið barn á þeim — og þá kom
aftur eitt af börnunum fram í
huga hans. En svo fór hann í
burt, burt frá búgarðinum, og
fór að leita að dálitlu, sem hann
hafði falið fyrir löngu, löngu
síðan.
Schalk du Bois stóð fyrir utan
húsið sitt með glas í hendi og
horfði út að fjallinu, sem lá í
70—80 mílna fjarlægð. Hann at-
hugaði litaskiptin í því. Þetta
fjall var orðið honum hugstætt
og hann vonaðist til að þar væri
gull — eða aðrir málmar. Gull
var ekki það eina, sem var mikils
virði, þótt það væri það bezta.
Hefði hann peninga, gæti hann
látið að sér kveða. Hann sá sig
í huganum sem þingmann. Hann
sá fleiri búgarða, þúsundir kinda,
nautgripi og óendanlegt land-
34 VIKAN