Vikan


Vikan - 18.08.1966, Síða 50

Vikan - 18.08.1966, Síða 50
sólbrúna manninn og kastaði hon- um meðvitundarlausum á gólfið. — Hann er lifandi þessi, sagði hann og leit spyriandi á hana. — Ég veit það. Hún yppti öxlum. — Við skulum lofa honum að freista gæfunnar, Willie. Tapparnir geta haldið honum. Hún tók upp litla hylkið með bómullarhnoðrunum með svæfingarlyfinu og rak tvo hnoðra upp í nasir mannsins. Demantskassarnir tveir stóðu á borði Gabríels. Willie tók um hand- fangið á öðrum og prófaði þyngd- ina. — Þefta er allavega fimmtíu sex- tíu kíló, sagði hann, — en ég ræð við annan án hjálpar. — Ég ræð ekki við hinn. Ekki næstum tvær mílur. Við verðum að fara tvær mílur, Wille. Koma öðrum kassanum eins nálægt og við getum á tuttugu mínútum,- skilja hann þar eftir og sækja hinn. Við skulum segja fimmtíu mínútur. Ef við erum heppin, höfum við þá báða að minnsta kosti nálægt bátnum, áð- ur en afleysingavörðurinn kemur og allt springur. — Þá það. Ætli það sé ekki bezt, að ég haldi á þessum, þar til við erum laus út úr klaustrinu, og þú verjir mig? — Jú. Hún tók upp Colt-byssuna. Willie lyfti kassanum upp á öxlina og fylgdi henni til dyra. Þau gengu fram eftir breiðum ganginum, síð- an gegnum flækju af þrengri göng- um, sem þau höfðu áður gengið í gegnum sem fangar. Það logaði á einni peru á pall- ganginum, þar sem allt var í end- urbyggingu. Tóm kapellan fyrir neð- an var eins og djúpur, dimmur brunnur. Þau þræddu varlega leið- ina í gegnum óreiðuna. Modesty nam staðar við stóra vagninn, sem stóð á röftum, þar sem handriðið hafði verið fjarlægt. Það er örugglega vörður í eld- húsinu, Willie, hvíslaði hún. — Þeg- ar við erum nærri komin þangað, leggðu þá frá þér kassann og taktu hann með hnífnum. Ég vil ekki nota byssuna, ekki nema það sé ekki nokkur leið að fara hljóðlega. - Rétt. Hún sneri sér við en varð síðan grafkyrr og starði framhjá Willie. — Jæja, sagði frú Fothergill. Ljósið glampaði á hárflókanum. Hún var sex skref frá þeim með þumalfingurna undir beltinu á krumpuðum buxunum. Lítil augun Ijómuðu af annarlegri spennu og neðri vör hennar slapti slök. Hún var vopnlaus. Willie sneri sér hægt við með kassann á öxlinni. Hann formælti sjálfum sér í huganum fyrir að hafa kassann á vitlausri öxl. Hann hafði aðeins vinstri handlegginn lausann og hnífarnir voru í skeið- um vinstra megin innan á vindúlp- unni. Það var ógerlegt að vera nógu handfljótur. Frú Fothergill leit á Modesty. — Eitt skot og þú ert búin að vera, Ijúfan, sagði hún brosandi. — Þá verðum við ekki ein lengur, og £0 VIKAN hreyfðu þig ekki, ég get hrópað gífurlega hátt. Modesty lét byssuna síga. — En þú hrópar ekki, sagði hún lágt. — Hvað viltu? Frú Fothergill renndi tungunni yf- ir rakar varirnar. Það var glóð í augum hennar. — Þig, sagði hún allt í einu, án þess að hætta að brosa. — Þú færð tækifæri þann- ig, og Gabríel skammar mig ekki. Modesty snerti handlegg Willies, en hafði augun á frú Fothergill. — Farðu á undan niður í eldhús, sagði hún. Konan kinkaði kolli. — Gerðu það, sonur sæll, sagði hún. — Ég verð þá búin að hita mig mátulega upp, þegar þú kemur aftur. Segjum fimm mínútur, svo ég þurfi ekki að vera með neinn asa. Hún kinkaði kolli í áttina að dyrunum, sem voru fimmtíu fet í burtu við endann á pallinum á ganginum. — Ef þú sýnir andlitið á þér áð- ur en ég er búin, skal ég hrópa svo að steinarnir hrynji. Willie hreyfði sig ekki. — Farðu, sagði Modesty. Það vottaði fyrir hörku í rödd hennar. — Hreinsaðu til í eldhúsinu, Willie. Hann gekk fram eftir löngum pallganginum og hvarf í gegnum dyrnar, Modesty beygði sig áfram, hafði ekki augun af frú Fothergill en renndi byssunni eftir gólfinu inn í steinhrúgu. — Þetta líkar mér, sagði frú Fot- hergill næstum vingjarnlega og nálgaðist hægt og hljóðlaust á strigaskónum. Modesty greip um kongóvopnið, fætur hennar voru aðskildir, hnén ofurlítið beygð, hendurnar í brjóst- hæð. Hún pataði ekkert til óþarfa, heldur beið. Gegn þýngslum þess- arar konu og afli var betra að verjast en ráðast á. Frú Fothergill kom nær henni á tifandi fótum eins og hnefaleika- maður, og allt í einu snarsneri hún sér við og slæmdi öðrum fætinum út. Þetta var snögg hreyfing, hræði- lega snögg. Modesty sté nægilega til hliðar til að forðast sparkið; svo kastaði hún sér áfram, sló með kongóvopninu, miðaði á hálsinn ut- anverðan. Hún rak úlnliðinn harka- lega á handarjaðarinn, sem kom fljúgandi á móti og höggið berg- málaði upp eftir handlegg hennar, þegar hún forðaði sér aftur. Kongóvopnið féll og Modesty hörfaði með stuttum, dansandi skrefum og hreyfði tilfinningalausa fingurna til að vekja þá til lifs- ins. Frú Fothergill kom hratt á eft- ir og sló með flatri hönd. Modesty smeygði sér undan, kastaði sér til hliðar og greip um úlnliðinn og kippti í til að koma þungum líkama frú Fothergi11 úr jafnvægi. Hún lét fallast á bakið og keyrði upp fótinn til að taka þungann af kvið frú Fothergill, en sú síðastnefnda veitti ekki mótspyrnu heldur kastaði sér áfram í léttu heljarstökki hátt yfir fætur Modesty. Þetta var snöggt og meistaralega gert. Framhald í næsta blaði. CEnDIICM (Qfjj 'fjö oEllnlluljili m M 1 HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Eins manns sveínsóíi StærS 145x75 cm. lengist með bakpúSunum í 185 cm. Sængurfatageymsla undir dýnunni. Stólar fást í stíl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.