Vikan


Vikan - 13.10.1966, Qupperneq 5

Vikan - 13.10.1966, Qupperneq 5
TILA AP GJORBYLTA >kipulaginuHM Lögreglan í Amsterdam er höfuðóvinur Provosanna. Á hverjum laugardegi cru sérstakar herlögregiu- svcitir hatöar til taks að meöhöndla unglingana. I*á kemur oft til harðra sviptinga. Þessi stúlka lenti í tuski við lögrcgluhund, sem reit kjólinn hennar meö þeim hætti, sem myndin sýnir. Ríb Stolk, 20 ára, er próvos. Sara Stolk, 18 ára, próvos. Af æskulýð Hollands eru 20000 í þessum samtökum, eða ef til vill 30000. Próvos er leitt af sögninni provocare (lat.), sem þýðir að skora á, mana. Þessir æskumenn eru harðir í horn að taka, og þeir eru ósættanlegir við hinn almenna borgara og lögmál þau sem farið er eftir í þjóðfélaginu. Þeir heimta fullkomið frelsi í ástamálum, hatast við allan tepruskap, trúar- brögð og hræsni. Rob Stolk, sem er foringi samtakanna, segir svo í viðtali: — Við erum mods, bítnikkar og stjórnleys- ingjar. Við höfum hvorki bíla né önnur vél- knúin farartæki. Við klekjum út byltingar- áformum okkar og hugmyndum í óþrifalegum kjallarakompum, og þessar hugmyndir hræða og vekja viðbjóð hjá hinum heimaalningslegu löndum okkar. Við erum von föðurlandsins um betri framtíð! Þessi ungi fríðleiksmaður er viss í sinni sök. Bjarta meyjarhárið fellur í fögrum lokkum um háls og enni. Bros hans eru björt og blik- andi. Hjá honum situr Sara hans, smávaxin og ljóshærð, fyrsta próvosbrúður Hollands. Þau giftust í haust er leið og mættu hjá borgar- stjóranum ríðandi hvítum hjólhestum, og í fjölmennri fylgd ungra próvosa, sem flestir voru berfættir og í nankinsbuxum. Á eftir fór fram táknræn gifting í poplistarkirkju og þar vígði þau einn af þeim. Nú, þegar samtal þetta fer fram, er sunnu- dagskvöld við gragtina (skurðinn) Voorburg- erval í Amsterdam. Græn kjallarahurð stendur opin í hálfa gátt. Fyrir utan hangir spjald með þessari áletrun á sænsku: „Fotografering förbjuten". (Bannað að taka myndir), og undirskriftin er „Domn- arfet“, en þetta er gjöf frá tveimur sænskum „trúbræðrum", sem hafa verið þarna á ferð hjá próvosunum. Niðri í kjallarakompunni er þröng á þingi, því þar eru saman komnir 50 próvosar. Það heyrast smellir í ritvél, því það er verið að fjölrita blað þeirra. Stúlkur tína saman þau blöð, sem tilbúin eru. Tveir piltar eru að negla millivegg milli skrifstofunnar og „samkomu- salarins“. Síminn hringir 1 sífellu. Blaðasalar koma og fara. Rob Stalk er aðalmaðurinn í starfi þessu, hann leiðbeinir, skipuleggur og hefur umsjón með því öllu. Hann segir: — Við gefum út tvö blöð, vikublað og mán- aðarblað. Upplögin hækka í sífellu. í dag seld- ust 1500 eintök af Image á hálftíma. Við prent- um blaðið Provo í 20000 eintökum. í næsta skipti á upplagið að vera 30000. Við gerum okkur vonir um að geta bráðum farið að gefa Framhald á bls. 37. VIICAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.