Vikan


Vikan - 17.11.1966, Side 16

Vikan - 17.11.1966, Side 16
Loks var lagt af stað. Fyrsti áfanginn var erfið- astur, óhugsandi að komast hann af bílanna eig- in rammleik, svo það var ekki um annað að ræða en ráða flokk dráttarkarla - til að draga bílana upp brekkurnar og halda í þá niður! Sigurður Hreiðar tók saman. þruma. Farþegarnir á Océanien kipptust ævinlega við, þegar þetta kom yfir þá eins og köld vatnsgusa, en snéru sér síðan við til að sjá hvaða leikaraskap Le Matin hópurinn hefði nú í frammi Auk Godards og du Taiblis voru um borð í Océanien Jean Bilac, Augiste Pons, Octave Foucault og Edgardo Longoni Jean Bizac var vélamaður á öðrum Dioninum, þeim sem Collignon ók. Hann var Suð- urfrakki, hafði verið sjö ár vélamaður á herskipum franska flotans, stöðugt sjóveikur. Hann var það enn um borð í Océanien, sat kapp- klæddur í þilfarsstól og mælti hvorki orð af vörum né stökk bros, þótt félagar hans fækkuðu fötum og færu í ljósari flíkur og stund- uðu gleðskap upp á líf og dauða. Hann var galdramaður við vélar, en hafði aldrei á ævi sinni farið svo mikið sem einn meter í bíl. Og honum virtist ekkert flökra við því að hljóta sína eldskírn á óvegun- um milli Peking og Parísar. Hann var sá eini af flokki Dion-Bouton, sem fór sjóveginn. Hinir, Cormier, Collignon og vélamaður Cormiers, Lelouvier, fóru með Síberíulestinni austur um. Lelouvier var settur af í Irkutsk, vestanmegin við hið mikla Baikalvatn, en þaðan átti hann að fara ökuleiðina til Peking og kynna sér hana. Auguste Pons, ökumaður Contal þríhjólsins, var ungur, laglegur, glaður og óheyrilega bjartsýnn. Vélamaður hans var Octave Foucault sem vakti aðallega athygli á sér fyrir illúðlegt útlit, þótt hann væri vænsti maður. Og loks er að nefna Edgardo Longoni, ítalskan blaða- mann, sem fór á vegum II Secolo í Róm, en hafði einnig samning við Tribune í London. Upprunalega átti hann að fá far með Gropello greifa, sem nú hafði hætt við allt saman, en fór samt upp á von og óvon. Godard var áreiðanlega áhyggjulausastur allra þessara manna. Haldið þið kannski, að það sé hrist fram úr erminni að fara í kappakstur — eða þolraunarakstur? Ef þið lásuð fyrstu grein- ina um þolraunaraksturinn frá Peking til Parísar í síðasta blaði, sem fjallaði eingöngu um undirbúning keppninnar heima í Evrópu, hvarflar það varla að ykkur. Það byrjaði með því, að Parísarblaðið Le Matin lýsti eftir fullhuga, sem vildi reyna að komast á bíl þessa leið, en eftir mikið starf, áhyggjur og vangaveltur lögðu fimm keppendur af stað aust- ur um álfur til Peking: Borghese, bíll Itala, Georges Cormier og Victor Collignon, sinn með hvorn de Dion bílinn, Auguste Pons með Contal-tricar, og Charles Godard, bíll Spijker. Sá fréttaritara Le Matin, sem varð fyrir valinu að fylgja þeim eft- ir, hét Jean du Taillis, rúmlega þrítugur, þybbinn náungi rjóður í andliti með ljóst skegg. Sá sem horfði á hann senda fréttaskeyti þekkti persónuleika hans til hlítar eftir: Fyrst spurði hann einhvern starfsbróður sinn hvaða dagur væri, spurði svo hvort hann mætti dýfa í blekbyttuna hans, síðan hvort hann gæti gert svo vel að lána sér penna, og loks vanhagaði hann um pappírsörk til að skrifa á. Og þegar hann hafði lokið þessu, tók hann ofan gullspangarnef- klemmurnar, þá blikuðu blá augu glettnislega, nasavængirnir titruðu af komandi prakkaraskap, síðan opnaðist munnurinn svo biturlegar tennurnar sáust allar, og við glumdi tröllslegur hlátur eins og Hann vissi óljóst hvert hann var að fara, hafði grun um að Peking væri einhversstaðar langt í burtu, en hafði enga glóru í landafræði og landabréf var honum óskiljanlegt skilirí. Hins vegar gerði hann ráð fyrir, að upphafsmenn þessarar keppni væru honum eitthvað fróðari, svo hægt væri að komast landveg milli Peking og Parísar, þótt þeir neyddust einhverra hluta til að fara til Peking á sjó. Að öðrum kosti hefði verið fásinna að stinga upp á þessu. Að hann var gersamlega blankur skifti engu verulegu máli, hann úrtökuökumaður og Spijkerinn stórkostlegur bíll, og ef land var milli Peking og París- ar skyldu þeir tveir komast þá leið. í Port Said fór hann í land til að senda Jacobusi Spijker skeyti og biðja hann um ofurlítinn hluta sigurlaunanna fyrirfram, og hann sannfærði du Taillis um nauðsyn þess, að hann kæmi með og borgaði fyrir skeytið. f Jibuti varpaði Godard þessum fáum skildingum, sem hann átti eftir, í sjóinn til að sjá strákana stinga sér eftir þeim og heyra þá sygja La Petite Tonkinoise á pidgin-frönsku, þegar þeir komu úr kafinu með þá. í Singapore var þeim boðið í land upp á veizlu hjá gúmmíekrueig- anda, og þar rigndi yfir þá illum spám fyrir ferðinni. Þeir mölduðu í móinn, neituðu svo að hlusta á þessa svartsýni lengur og heimtuðu meira kampavín. Og þannig héldu þeir áfram, í Saigon var meiri veizla og meiri hrakspár og meira kampavín, og sama sagan í Shang- hai. Lengsti kappakstur sögu 16 VIKAN 46 tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.