Vikan - 17.11.1966, Page 24
Hann var klæddur sem
tyrkneskur pasja og hann
leit út eins og froskur meS
vefjarhött, froskur, sem
gengur fyrir þrýstilofti. Við
hlið hans var drottning
kvennabúrsins, svarthærð
fegurðardís með olivuhúð í
gagnsæjum buxum með
þrælahringi á úlnliðum og
öklum, flauelsjakka,
brjóstahöld úrgulli, gull-
hálsmen og flauelshettu,
gullbrydda.
Eftlr James Munro
11. tiluti
Craig fikraði sig eftir sundunum
eftir St.Marks og fann kaffistofuna
sem hann var var leita að. Það
voru tíu ár síðan hann hafði verið
hér, en allt var eins og það hafði
verið. Jafnvel kettirnir voru eins.
Allt í Feneyjum er eins að eillfu.
Þeir sátu úti saman með bökin
upp að tveggja feta þykkum vegg,
næstu nágrannar hópur af mönn-
um frá markaðinum, sem sátu yf-
ir kaffi og töluðu endalaust,
áreynslulaust, um verðlagið á
tómötunum. Þeseus bað um vín og
Craig pantaði Borvieto og leit á
stóran líkama Hydriotseyingsins.
— Komdu með flöskuna, sagði
hann, og þegar þjónninn kom með
hana, horfði hann á Þeseus drekka
og pantaði aðra.
— Erfið nótt, sagði Þeseus. Craig
kinkaði kolli. — Peningar, of miklir
peningar. Þar verða þjófar. Hann
drakk aftur.
— Þeir hafa ekki boðskort, sagðl
Craig.
— Þeir búa þau til, sagði Þeseus.
— Þeir hafa gert það áður.
— Við höfum menn á verði. Mér
er sama um laumuþjófa, en ég vil
að þú sért á verði gagnvart hörðu
nöglunum — hafðu nokkra af sjó-
24 VIKAN 48-tbl-
mönnunum þínum reiðubúna. Ef þú
sérð mig gefa merki, komdu þá
hlaupandi.
— Heldurðu að það geti slegið í
brýnu?
— Það væri mögulegt.
— Það væri gaman, sagði Þeseus.
Hann hellti meira víni og sveiflaði
tómri flöskunni í hendinni eins og
sverði. Allt ( einu herti hann takið
um flöskuhálsinn og þrýsti að, fast-
ar og fastar, þar til svitinn rann
niður eftir andliti hans, og hand-
leggirnir voru blautir. Að lokum
brast flöskuhálsinn og hann snéri
sér að þjóninum, sem hafði komið
með seinni flöskuna.
— Getur þú þetta? spurði hann.
— Allt ( lagi, sagði Craig. — Þú
ert sterkur. Vertu bara þar, þegar
ég þarf á þér að halda.
Þeseus drakk, hellti í glasið og
leit ( spurul augu Craigs. — Ekki
meira fyrr en eftir partíið, sagði
hann.
— Sama hér, sagði Craig, og
kinnkaði kolli.
— Það verða vandræði í nótt,
sagði Þeseus.
Hverskonar vandræði?
— Konurnar. Fatavandræði.
— Reyndu að tala í setningum,
sagði Craig.
— Frú Naxos hefur búning — Pia
Busoni hefur sama búning.
— Ertu viss?
Stórt höfuð Þeseusar, höfuð sem
sæmdi Herkúlesi, hreyfðist niður og
aftur upp.
— Viss. Hann andvarpaði. Vand-
ræði, sagði hann. — Fyrir þig.
Slæmt. Mér líkar við þig.
Hann tæmdi flöskuna og fór með
Craig aftur út í snekkjuna. Gestirnir
voru þegar klæddir fyrir samkvæm-
ið og Craig ruddi sér braut í gegn-
um þvögu af loddurum, kólumbín-
um, ábótum, bændum, dómurum,
kúrtísönum, Othelloum, Desdemón-
um, krossförum, Bysantínum, Kýp-
urdrottningum, keisurum úr heilaga
rómverska keisaradæminu, sem
þyrptust um skipið, drukku skota
og reyktu, konungsstórar stusígarett-
ur.
í stóru hótelunum á Lido, í leigu-
höllum í Feneyjum sjálfum mundu
nokkur hundruð í viðbót vera að
hafa fataskipti; allir í gervum, sem
áttu eitthvað tengt við Feneyjar,
eins og þær voru einu sinni. Ser-
insíma, drottning sjávarins, staður-
inn þar sem austur og vestur mætt-
ust, borg lygilegrar fegurðar, auð-
æfa, valda og grimmdar. Craig
þrýsti sér framhjá ungum manni
með hanzka, eftir málverki Titians,
kinkaði kolli til Swyven, sem var
hálfsannfærandi Byron lávarður, og
fór ofan í klefann sinn.
Hann var sjóræningi — víðar
buxur, mjúk leðurstígvél, hvft
skyrta, svart flauelsvesti og skar-
latsrauður klútur um höfuðið. Sömu-
leiðis rauður lindi með plasteftir-
líkingum af rýtingum, sveðjum og
skammbyssum. Craig bætti hinni
nýju Smith og Wesson og hnífnum
við ( safnið. Hvorttveggja átti þar
fyllilega heima. Einhver kvaddi
dyra og hann ýtti skambyssunni
dýpra ofan í lindann. Dyrnar opn-
uðust, Andrews kom inn og rétti
Craig þunnan pappírsmiða.
— Frá umboðsmanninum, sagði
hann.
Magna Electrics og Marine
Foods höfðu hækkað, en Railton
Plastics staðið ( stað. Til þessa hafði
Craig grætt tvö þúsund dollara.
Fyrir neðan hafði Andrews skrifað:
Tavel — neikvæður. Busoni — nei-
kvæð. Swyven álitinn ( slagtogi
með Pucci. Mikilvægt að ekkert
i