Vikan


Vikan - 17.11.1966, Síða 37

Vikan - 17.11.1966, Síða 37
is Contal tri-car, ökumaður Pons, vélamaður Foucault. Þyngd 700 kg. Fyrsta hluta leiðarinnar var Italan létt um 500 kg. en í stað voru fimm manns í á- höfninni, auk framannefndra voru kona Borgheses og bróðir hans með. 7. júní birtist í Dally Tele- graph í London frétt frá Barz- ini, þar sem tilgreind var samþykkt þátttakenda, sem átti að gilda til Irkutsk: Peking, föstudag. í dag komu þátttakendur í kappakstrinum mikla saman til fundar og samþykktu reglur, sem gilda skulu til Irkutsk. Ef einhver bílanna laskast svo al- varlega, að hann verði ónot- hæfur, munu aðrir þátttakendur veita alla mögulega aðstoð, en ef þeim reynist ógerlegt að koma bílnum af stað, skal hann dreg- inn í næsta áfangastað eða jafn- vel skilinn eftir, eftir ósk eig- anda. Veikist einhver ökumann- anna skal honum hjálpað til næsta læknis, og ef búizt er við bata hans innan þriggja daga, má hann krefjast þess, að hans verði beðið. Borghese prins samþykkti þessar reglur eins og aðrir, þótt hann hefði fengið staðfestingu á því, að birgðir hans væru nú allar komnar á sína staði, en hann var of mikill einstaklings- hyggjumaður til að vilja skifta sér af þeim birgðum, sem aðrir höfðu komið upp og stóðu öllum leiðangursmönnum til boða. Aðalhöfuðverkur Godards var peningaleysið. Það varð eitthvað að gera í því, og það strax. Hann fékk lánaða 2100 mexíkanska dollara (ca. 5000 franka) hjá hollenzka konsúlnum í Peking, með væntanlega peningasend- ingu frá París sem tryggingu! Hluta af fé þessu notaði hann til að koma sér upp birgðum af bensíni og olíu á nokkrum stöð- um á leiðinni til Irkutsk. Þaðan voru um 8000 mílur eftir, en Godard var ekkert áfjáður í að leggja í meiri fyrirframkostnað en nauðsynlegt væri — koma dagar og koma ráð. Afgangurinn af láninu virðist hafa farið í þægilegt og skemmtilegt líferni, og síðustu aurunum eyddi hann til að kaupa litla tík, rétt áður en hann lagði af stað frá Pek- ing, algerlega févana. Nú hafði hann eytt söluverði varahlutanna og varadekkjanna, sem hann hafði með sér frá Hol- landi, slegið hollenzka konsúlinn í Tientsin um 3000 franka, hol- lenzka sendiherrann í Peking um 5000 franka, 3000 hafði hann fengið hjá Du Taillis til að borga dráttarmönnunum, og var nú í þann veg að taka við 2400 frönk- um í Rússnesk kínverska bank- anum, en af því átti Subardie í París 2000 franka — tryggingu, sem sett var í upphafi, en 400 franka átti hann sjálfur; það var hans hlutur af tryggingu Grop- ellos greifa, sem samkvæmt skil- málum keppninnar átti að skifta milli þeirra þátttakenda, sem keppnina hæfu. En 10 þúsund frankar, sem Jacobus Spijker hét honum ef hann ynni keppn- ina, myndu ekki nægja til að borga allt þetta, þótt Godard kæmi fyrstur á leiðarenda. En — koma dagar, koma ráð. Hann vissi minnst um það, að áður en hann fór frá Peking, höfðu hol- lenzku diplómatarnir í Kína sent Jacobusi Spijker skeyti og leitað staðfestingar á greiðslu fyrir skuldir hans, en Spijker harðneitaði að hafa nokkuð með hann að gera. Þá fengu dipló- matarnir málið í hendur lög- fræðirigi í París, til innheimtu á skuldunum. Godard lifði nú að hálfu í herbúðum franska hersins í Pek- ing og að hálfu hjá hollenzka hernum. Fyrrnefndi aðilinn hlóð frönsku bílana og Spijkerinn hvers konar matarbirgðum og nauðsynlegum áhöldum, svo sem vatnsílátum, og fyrirtækið Mumm í Frakklandi sendi hverjum þátttakanda að gjöf einn kassa — 24 flöskur — af úrvals kampavíni. Enginn leið- angur hefur nokkurn tíma verið eins blessaður af Ijúfum vínum eins og þessi: Vín um borð í skipinu austur um, vín í hverj- um viðkomustað, dýrðlegar veizlur með víni í Tientsin og Peking, og fyrirheit höfðu borizt um ljómandi fagnað í rússneska keiraradæminu. En bílarnir voru ofhlaðnir fyrir, hver og einn varð að skera mjög við nögl það sem tekið var með, Godard einn ákvað að taka þessi 50 kíló af kampavíni með sér. Kvöldið fyrir brottförina var félögunum haldinn stórkostleg- ur fagnaður. Morguninn eftir var farið að rigna, regntíminn var byrjaður. En af stað skyldi hald- ið. Italan rann frá bækistöðv- um italska hersins til frönsku bækistöðvanna, Boghese við stýrið en kona hans og bróðir sátu á spýtufjöl við hlið hans — sætið var í dótinu, sem sent var á undan. Ettore hafðist við í varadekkjastaflanum aftan á, og aðeins höfuðið stóð upp úr. De Dionarnir voru þunghlaðnir og sé varla í þá fyrir plönkum, sem nota skyldi í aur, skóflum og öxum og járnkörlum. Contalinn var eins og skrýtin þúst, fremst var farþegasæti milli tveggja hjóla og farangrinum staflað í kringum það, þar aftur af var vélin og afturhjólið, yfir því sat Pons á reiðhjólshnakki og varð að hreyfa allt draslið framan á til að stýra, því allt frambáknið UNDIRFATNAÐUR vekur athygli VÖNDUÐ VARA Fæst um land allt 46. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.