Vikan - 17.11.1966, Page 49
ALÚMÍN
PROFILAR • SLETTAR
& BÁRAÐAR PLÖTUR
OLP&523
REYKJAVÍK LAUGAVEGI 178 SÍMI 38000
verið gaman. Það er bezt ég
fari inn og tali við Madeline.
Hún kvaddi dyra hjá Madeline.
Þagar hún bankaði í hriðja
skipti, opnaöi Madeline.
— Má ég koma innfyrir? Við
verðum að tala um fyriraetlanir
okkar, sagði Fay.
— Um hvernig við losnum
héðan? spurði Madeline háisum
rómi. Fay hristi höfuðið.
— Nei. Eiginlega ekki. Nú er
stytt upp. Við ætlum að fara í
skemmtiferð í dag.
— í skemmtiferð! sagði hún og
hló hljómlausum hlátri. — Held-
urðu raunverulega, að nokkurt
okkar sé í skapi til að fara í
skemmtiferð? Innst inni viður-
kenndi Fay, að hún hefði rétt
fyrir sér.
— Hvernig sem allt veltist, er
gott að fá einhverj a tilbreytingu,
muldraði hún. Madeline settist
á rúmið. Hún strauk hárið frá
sveittu enninu.
— Ég hefði víst ekki átt að
segja þetta við morgunverðar-
borðið. En drottinn minn og guð
á himnum, hvað ég vildi gefa
fyrir að losna héðan! Ég er svo
hrædd. Það er eitthvað á seyði
hér... Mér kæmi ekki á óvart,
þótt ekkert okkar slyppi héðan
lifandi. Fay reyndi að tala eðli-
lega:
— Alan sér áreiðanlega um
það. Madeline leit á hana með
bláum, glitrandi augum.
— Þú reiðir þig á Alan, eða
hvað? Það gerði ég líka einu
sinni, og ég held ennþá að hann
sé hughraustur og heiðarlegur,
en hvað hefur kona að gera við
heiðarleik og hugrekki hjá karl-
manni? Þar er allt annað, sem
hún krefst. Hún vill að hann
elski hana. Fay kinkaði hægt
kolli og vorkenndi bæði sjálfri
sér og Madeline.
— Ég skil, sagði hún. Madeline
dró Fay niður við hliðina á sér
í rúmið.
— Ég gerði allt, til þess að
kenna Alan að elska mig. Ég
vissi að honum geðjaðist vel að
mér, en ég vissi aldrei hve mik-
ið. Ég fékk hugmynd, að ef ég
færi til Ameríku, myndi hann
senda mér skeyti og biðja mig
að koma. Ég held að ég sé ekki
hans kvengerð, en ég elska hann.
Ég elska hann tryllt og æðis-
lega. Hún fleygði sér endilangri
í rúmið og grét niður í koddann.
Fay klappaði á axlirnar á
henni. Hún vorkenndi stúlkunni,
en hún vissi að Madeline var í
þann veginn að fá móðursýkis-
kast og hinir myndu heyra til
hennar.
— Vertu róleg, bað Fay. Ég
veit að Alan þykir ósköp vænt
um þig.
— Já, en hann giftist þér. Hún
leit upp. Augnabrúnaliturinn
hafði runnið niður um kinnarn-
ar á henni. En hversvegna?
Veiddirðu hann, þ*#gar hann var
veikur fyrir, eða elskar hann
þig í raun og veru?
— Veit koná nokkurntímann,
hvort karlmaður elskar hana?
sagði Fay.
— Veiztu það ekki einu sinni?
En þú verður að vita það. Hann
giftist þér, endurtók Madeline. —
Ef hann ekki elskaði þig, hvers-
vegna hefði hann þá átt að gift-
ast þér?
— Þarf ást alltaf að vera svar-
ið? Fay svaraði óbeint. Madeline
hugsaði sig um nokkur andatök.
Hún var orðin rólegri.
— Nei, kannske ekki. Það geta
verið aðrar ástæður. Til dæmis
hafa peningar mikil áhrif á
kvenfólk. Peningar eða flótti,
bætti hún við hásum rómi.
— Flótti?
— Já, flótti frá leiðinlegu
starfi, frá einmanalegri tilveru
eða möguleiki til að fara í ferða-
lag. Hún horfði rannsakandi á
Fay. — Þú hafðir ekki þekkt
Alan lengi? Það sagði Charles
mér að minnsta kosti.
— Nei, við þekktumst ekki
lengi, muldraði Fay.
Madeline gretti sig.
— Hvað þig snertir, get ég
ósköp vel skilið málið. Flótti
frá leiðinlegu hjúkrunarkonu-
starfi. Ég myndi deyja, ef ég ætti
að vera hjúkrunarkona. Og hins
vegar er Alan mjög aðlaðandi.
Allar stúlkur falla fyrir honum.
Elskarðu hann, Fay? Elskarðu
hann? Þú verður að svara mér.
Hún horfði beint á Madeline og
augu hennar fylltust tárum.
— Já, ég elska Alan, hvíslaði
hún. Madeline sneri sér undan.
Hún teygði sig í sígarettupakka
og fálmaði eftir opinu.
— Þá erum við báðar á sama
báti, sagði hún hás. En þú skalt
ekki vera hrædd. Ég skal fara
eftir settum reglum.
Þegar þau fóru af stað í
skemmtiferðina, uppgötvaði Fay
að þetta var í fyrsta skipti, sem
hún fór út fyrir plantekruhliðið
síðan þau komu þangað. Hún dró
andann djúpt. Henni fannst sem
henni hefði verið hleypt út úr
fangelsi. Þau óku í stórum, opn-
um bíl. Þegar þau höfðu ekið
stundarkorn. stönzuðu þau við
hrörlega landgöngubrú, þar sem
hópur lítilla báta lá. Þau stukku
í einn þeirra og réru yfir
á odda á ströndinni hinum megin.
Það var komið nokkuð fram á
daginn, þegar þau komu yfir á
oddann. Hæjandi og kát stukku
þau í land og gengu yfir skær-
gulan sandinn. Sheba sýndi þeim
litla skúra, þar sem þau gætu
haft fataskipti. Madeline fór í
rósótt bikinibaðföt, sem hún
hafði keypt við Rivieruna. Þau
sýndu meir en þau huldu. Slétt
hárið féll niður yfir sólbrúnar
axlirnar. Fay kom á eftir henni
í venjulegum grænum ullarsund-
bol, og fannst hún vera eins og
sveitapía. Það var ekki að undra,
þótt karlmennirnir horfðu á
Madeline. Fay gat ekki betur séð
en að Alan horfði lengur á hana
en þær hinar.
Alan gekk til Fay og hönd
hans snerti hennar. Það gat hafa
verið tilviljun.
— Við skulum leigja okkur bát
og fara í rannsóknarferð út á rif-
ið, sagði hann. Hún kinkaði kolli.
— Já, það væri gaman. Gleðin
vall upp í henni. Hann hafði
spurt liana ekki Madeline. En í
sömu andrá dó hin nýfædda
gleði.
— Bjóddu Santers með okkur.
Ég ætla að gefa þér tækifæri til
þess að tala við hann, bætti
hann við lágri röddu. Hún vætti
varirnar.
— Já, þú ert alltaf að hugsa
um starfið. Hann leit í augu
hennar og brosti þessu stríðnis-
^lega brosi sem hún var farin að
hata.
— Já, hvað hafðirðu hugsað
þér?
— Já, hvað hafði ég hugsað
mér?
Hann hló hátt. Svo varð hann
alvarlegur aftur: — Ég reyni að
finna einhverja afsökun til þess
að fara úr bátnum. Ég fer með
froskmannsgrímu með mér og
ég skal gefa þér nægan tíma til
þess að tala við Chgrles.
— Heldurðu ekki að Made-
line langi með? Hann hristi höf-
uðið.
— Nei, ég er búin að tala við
hana.
Afbrýðissemin vall upp í henni
á ný. Nú, svo Alan réði ráðum
sínum við Madeline, áður en
hann talaði við hana. En það var
ekki tími til þess að rökræða
þetta núna. Alan talaði eitthvað
við Charles, sem kinkaði kolli og
brosti. En brosið var fremur
súrt. Framhald í næsta 'blaði.
46. tbi- VIKAN 49