Vikan


Vikan - 01.06.1967, Qupperneq 9

Vikan - 01.06.1967, Qupperneq 9
hennar. Hann tók meira að segja upp nafn stjúpföður síns og kall- aði sig Eriksson. Þegar þetta gerðist var Ingrid aðeins ellefu ára gömul. Allt frá fyrstu stundu var Leif í hennar augum annað og meira en bróðir hennar. f hennar augum var hann allt of gamall og allt of framandi til þess að þau gætu verið syst- kin. Þremur árum síðar fluttist fjölskyldan á nýja jörð rétt utan við Degerfors. Astæðan var sú, að Gunnar Eriksson þoldi illa loftslagið í Jamtalandi. Fjölskyld- an var ekki sérlega hrifin af því að þurfa að flytja, því að allir höfðu eignazt sína vini og kunningja á gamla staðnum, sem þeir urðu nú að slíta samvistum við. Nýja jörðin var afskekkt. Það voru fleiri kílómetrar til næsta bæjar, og meðan fjölskyldan var nýflutt, voru allir heldur ein- mana og kunnu illa við sig á þessum nýja stað. Einangrunin gerði það að verkum, að Leif og Ingrid fóru að vera saman miklu meir en annars hefði orðið. Það var næstum ómögulegt fyrir okkur að hitta ungt fólk á okkar aldri, segir Ingrid. Við vorum í rauninni neydd til þess að vera saman, og þar að auki hafði mér alltaf litizt mjög vel á hann. En það var ekki fyrr en 1957 sem okkur var ljóst, að við vorum orðin ástfangin hvort af öðru. Ásl okkar hafði þróazt hægt og lengi og átti sér djúpar rætur. Við höfðum aldrei litið á okkur sem systkin. Þegar Leif keypti sér mótorhjól, byrjuðum við að fara saman á dansleiki. Hvor- ugt okkar kunni að dansa, en við æfðum okkur í eldhúsinu, og brugðum okkur síðan á ball í Degerfoss á laugardagskvöldum. SEX ÁRA FANGELSI. Gunnar Eriksson og kona hans fóru nú að veita því eftirtekt, að einhver samdráttur virtist vera með þeim hálfsystkinunum, og urðu að vonum óróleg út af því. Þegar þau voru farin að fara saman á böll á mótorhjólinu, leizt þeim ekki á blikuna. Gunnar Eriksson talaði við þau hvort um sig og gerði þeim Ijóst, að ef samband þeirra yrði of náið, þá ættu þau á hættu að hljóta hegn- ingu, allt að sex ára fangelsi eða meira. Lögin litu hálfsystkin og alsystkin sömu augum í þessum efnum, og þau yrðu því dæmd sem alsystkin. Meira aðhafðist Gunnar ekki í málinu, og enginn getur láð hon- um það. Hann gat ekki rætt mál- ið við neinn sérfróðan mann og vildi heldur ekki gera það. Hann taldi víst, að eftir aðvörunina yrði ekkert frekar úr samband- inu á milli dóttur hans og stjúp- sonar. En hann hafði rangt fyrir sér. Þvert á móti varð sambandið milli Leifs og Ingridar stöðugt nánara, og 1959 varð Ingrid van- fær. Henni tókst lengi vel að leyna því, hvernig komið væri fyrir henni, en þegar hún var komin fjóra mánuði á leið, tók móður hennar að gruna hvers kyns væri og skipaði henni að fara til læknis. Nú fór erfiður tími í hönd, sem á stundum var líkastur mar- tröð. Þegar Ingrid fór á sjúkra- hú til þess að fæða barn sitt, lofaði hún föður sínum að skrá- sett yrði, að ekki væri kunnugt um faðerni barnsins. Hún var svæfð meðan hún fæddi barnið, og hvorki Leif né Ingrid hafa séð son sinn, sem nú er orðinn álta ára gamall. Hann var gefinn strax daginn eftir og einu frétt- irnar, sem þau hafa haft af hon- um eru þser, að honum líði vel. Þegar Ingrid kom aftur heim til sín af sjúkrahúsinu, var and- rúmsloftið á heimilinu næsta ó- bærilegt. Hún gat ekki afborið það nema í tæpt ár. Þá fluttist hún til borgarinnar og vann fyrst í blómabúð en síðan í fataverk- smiðju. Leif fluttizt líka til borgarinn- ar og byrjaði að vinna þar, en þau forðuðust í fyrstunni að liitt- ast. En smált og smátt byrjuðu þau aftur að vera saman. Þeim var báðum vel ljóst hvað þau gerðu, en þau gátu hvorugt hugs- að sér að lifa án hins. JÁKVÆÐUR DÓMUR. Leif fluttist í ehrbergi Ingrid- ar. Og Gunnar Eriksson fékk þær fréttir, að þau væru aftur farin að vera saman og kærði þau til lögreglunnar fyrir blóð- skömm. Þau voru kölluð til yfir- heyrslu og játuðu sekt sína þeg- ar í stað. Ekkert í sænskum lög- um getur hindrað að systkin búi saman. Og brotið að þau skyldu eignast barn saman var þegar fyrnt. En þau vildu láta útkljá málið og fá það á hreinu, hvort þau mættu vera saman eða ekki. Þegar Ingrid og Leif voru sýkn- uð af héraðsdóminum urðu þau bæði að vonum hamingjusöm og hrærð. Hvorugt þerra hafði búizt við þessum málalokum, ekki hetdur verjandi þeirra Henning Sjöström. - Okkur hafði aldrei órað fyr- ir, að dómurinn yrði svona mild- ur og skilningsríkur, sögðu þau. Dómsniðurstaðan táknar það, að þau Ingrid og Leif geta búið saman, en hins vegar ekki gift sig fyrr en hjúskaparlögunum hefur verið breytt. En dómurinn hefur haft harm- rænar afleiðingar, sem hafa varp- að skugga á gleði hálfsystkin- anna. Móðir Ingridar er niður- brotin manneskja og Gunnar Er- iksson neitar að sættast við þau. Framhald á bls. 28. ENSKAR postulínsvGDOflísar ★ ÚrvaliO aldrei meira en nú, vfir 30 litir. ★ llerð iiveroi haostæðara. IITAVER SF. Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Símar 30280 og 32262. NSU TYP IIO Þægilegur og sparneytinn 5-manna bíll 66 ha. vél, 4-gengis, loftkæld ★ Stílhreinn ★ Vandaður ★ Sparneytinn Fullkomin varahlutaþjónusta FÁLKINN HF. BIFREIÐ ADEILD Laugavegi 24 - Sími 18670 - Reykjavík. 22. tbi. yiKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.