Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 11
0 Greifahjónin de Monpezat í hópi nokk- urra barna sinna, ættingja og vina á heim- ili þeirra í Frakklandi. Margrét ljómar af gleði, er hún fagnar Henri sínum á Kastrupflugvelli. O Ferdínand prins af Prússlandi og kröfuhafa til þýzku keisarakórónunnar og síðast en ekki síst tvo forseta, þá Kekkonen frá Finn- landi og Ásgeir Ásgeirsson frá íslandi. Það kemur sér betur fyrir brúðkaupsgest- ina að vera hraustir til heilsunnar, því það er ekkert smáræði af veizluhöldum, sem þeir verða að ganga í gegnum áður en að sjálfum brúðkaupsdeginum kemur. Sjöunda júní heldur franski ambassadorinn veizlu með lostlæti því og vínum, sem er vinsælasta framlag þjóðar hans til heimsmenningarinn- ar, og kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn kveð- ur Hinrik greifi sveindóm sinn með storm- andi fagnaði í Frascati (sem einhverjir Hafn- ar-íslendingar skírðu Fressköttinn) við Ráð- hústorg. í Ráðhúsinu sjálfu verður setin veizla í boði Urbans Hansens, borgarstjóra Kaupmannahafnar, og í Langelinie Pavillon, rétt hjá Litlu hafmeynni, hefur Ingiríður drottning inni morgunverðarboð. Sjálf brúð- kaupsveizlan verður í Fredensborg. Síðan fara brúðhjónin auðvitað í brúðkaupsferð — enginn veit hvert. Það verður þvi ekkert smáræSi, sem geng- ur á í hlýlegu stórborginni við sundið þetta vor. Þetta verða dagar til að rifja upp minn- ingar, sem vekja stolt í sál hvers þjóðernis- sinnaðs Dana. Gervallt landið verður í há- tíðaskrúði; fólk streymir til höfuðborgar- innar utan af landi og skipar sér í marg- faldar raðir meðfram götunum, sem kon- ungafólkið og gestir þess aka eftir að og frá kirkju. Höfuðborgin verður einn skógur af fánum. Það er sagt að í engu landi séu til jafnmargar fánastengur og í Danmörku. Dön- um þykir vænt um fána sinn, þennan fallega hvíta og rauða krossfeld, sem frá fornu fari hefur heitið Danneborg og íslendingar köll- uðu stundum í háðungarskyni Danabrók. Það er sagt að hann sé elzti þjóðfáni í heimi. Hann á að hafa verið í brúki síðan árið 1219. Þá voru Danir að lemja Eistlendinga til trúar á Krist, og hafði páfinn sagt þeim að þeir mættu eiga land og þjóð fyrir ómak- ið. í einni orrustunni gengu þeir hundheiðnu Eistlendingar slíkan berserksgang, að þeir drápu biskup fyrir Dönum og fóru langt með að smala þeim út í sjó. Drottinn alls- herjar sat uppi á himnum og horfði á bar- dagann. Til þessa hafði hann ekki hafzt að, en sem hann nú sá að hans menn voru ekki einfærir um að kúska heiðingjana, tók hann dúkinn rauða með hvíta krossinum oghenti niður til þeirra. Svo mikill kraftur fylgdi þessari himnesku álnavöru, að Eistlendingar urðu að gjalti. Síðan tóku þeir Kriststrú — nauðugir að vísu, enda hefur það víst sjaldan borið við að þjóðir hafi gengizt vilj- ugar undir fagnaðarboðskapinn, þótt undar- legt kunni að virðast. Það er heldur léttara yfir landinu brosandi með neflausu og augnalausu ásýndina nú en fyrir tuttugu og sjö árum, þegar þáver- andi krónprinsi Dana og konu hans fæddist fyrsta dóttirin. Það gerðist sextánda april, 1940, aðeins viku eftir að nasíska skrímslið í suðri hafði gleypt ríki Knúts ríka og Valdi- mars mikla í einum munnbita og gert það að „fyrirmyndarverndarríki" Hitlers. Tæpum mánuði síðar hélt Friðrik krónprins sjálfur dóttur sinni undir skírn í Holmens kirke. Hlaut hún nöfnin Margrét Alexandrína Þór- hildur Ingiríður. Þriðja nafninu í röðinni var hún látin heita í minningu þess, að hún var þá einnig prinsessa af fslandi (ekki vitum við, hvað komið hefur dönsku kon- ungsfjölskyldunni til að telja þetta nafn dæmigerðara fyrir ísland en önnur), en hin þrjú eru öll kunn úr konungsættum norð- lægra landa. Þá var færra um gesti en núna verður og dauft yfir mörgum Dana, enda ekki séð fyrir endann á „fyrirmyndarvernd- artíð" Þjóðverja. Fyrstu æviár prinsessunn- ar litlu liðu því í umhverfi, sem þrungið var spennu og kvíða. Afi hennar og þáver- andi konungur var Þjóðverjum svo óþægur ljár í þúfu, að um síðir ákváðu þeir að handtaka konungsfjölskylduna. En lögreglan danska greip þá til vopna og varði Amalien- borg Slot fyrir Þjóðverjum. Þeir hættu við handtökuna, en var illa treyst. Menn úr dönsku neðanjarðarhreyfingunni hófust eftir það handa við að grafa jarðgöng frá höllinni í áttina til sundsins. Þá leið átti konungs- fjölskyldan að flýja, ef Hitler færi að angra hana öðru sinni. En svo lauk stríðinu og allt komst í eðli- legt horf. Afi dó 1948 og pabbi varð kon- ungur. 1953 var ríkiserfðalöguhum breytt, þannig að konur fengu erfðarélt til krún- unnar. Þá voru hundrað ár síðan kona hafði verið ríkisarfi Danmerkur. 1853 hafði lang- amma Margrétar, Lovísa prinsessa, afsalað eiginmanni sínum og frænda, Kristjáni prinsi af Lyksborg, rétti sínum til krúnunnar. Hann varð svo konungur, sá níundi með því nafni. Hann missti Slésvík og Holtsetaland í kruml- urnar á Bismark og gaf íslendingum stjórn- arskrá. Þeir urðu honum ekki eftirlátari að heldur, enda var kveðið fyrir hans munn í Alþingisrímunum: Hvaða fjandi, hilmir kvað, höndum vandi kemur að. Eyðist ríkið, yndi þver, illa líkar stríðið mér. Þessi friðsami landsfaðir varð svo kynsæll, að hann var kallaður tengdafaðir Evrópu. Hann er langafi Margrétar eða Þórhildar, eins og við myndum líklega kalla hana ef við hef ð- um ekki notað tækifærið, meðan föðurland hennar nötraði í klóm þýzka arnarins, og gerzt lýðveldi. Þessi snoturlegi endahnút- ur á þráð sjálfstæðisbaráttunnar var sam- þykktur af þjóðinni svo til einróma og síð- an hefur varla frétzt að Luksborgarætt ætti Framhald á bls. 45. 22. tw. viKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.