Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 32
ONSON STJÖRNUSPA*^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Haföu þig ekki mikið í írammi. Það er skynsam- legt að láta aðra hafa forustuna. Þú átt i erfiðleik- um en úr þeim rætist á miklu jákvæðari máta, en þú hefur gert þér vonir um. ^^ •3» J%S\ ¦mm RONSON fyrir dömur RONSON fyrir herra RONSON fyrir heimilið RONSON KVEIKJIIRI er tilvalin tækifærisgjöf ONSON WORLD'S OREATEST IIOHTERS Ifc, ^P fo> $m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Vertu við öllu viðhúinn, óvæntir athurðir eru í vændum. Líkur eru á að þú dveijir að heiman um nokkurn tíma og muntu á þeim tíma kynnast ýmsu nýstárlegu. Þú tekur á þig nýjar skuldir. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Vertu varkár, þú verður líklega fyrir einhverju óhappi, en gætni þín gæti dregið úr því. Þú átt skemmtilega ferð í vændum. Þú verður lítið í hópi félaga þinna. Heillalitur er gulur. Krcbbamerkið (22. júní - 23. |úlí): Kunningjahópur þinn er tvístraður og þú ert frem- ur leiður 02 finnur þér lítið til dundurs. Eldri mað- ur vill ganga í bandalag með þér og gæti samvera ykkar orðið þér mjög nytsamleg. Liónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Aðaláhugamáli þínu miðar skammt, en þú gerir eins og þú getur. Þú ert fremur daufur og svartsýnn, en þú mátt ekki gefast upp, þú ert kominn of langt til þéss að svo megi fara. AAeyiarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einhver úr hópi fjölskyldu þinnar angrar þig með afskiptasemi sinni og ráðríki. Þú sérð eftir því ef þú ferð að illindast við' hann, þú þekkir hann of vel tíl þess. Föstudagurinn veitir þér mikinn létti. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Nýbreytni á vinnustað kemur þér til að una betur við þitt, en áður var. Þér notast tíminn ekki vel, því það stendur á ýmsu vegna fyrirhyggjuleysis. Helgin verður skemmtileg og þægileg. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Láttu ekki góða veðrið og áhugamálin trufla þig við skyldustörfin. Likur eru til að þú breytir um vinnu. Þú verður mikið í hópi félaga þinna og þið leggið drög að ýmsum framkvæmdum. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú ert ánægður og biartsýnn þótt fjárhagurinn sé ekki eins og bezt verður ó kosið. Vinur þinn reynist þér ómetanlegur félagi. Þú stendur í margþættu braski, líklegast í sambandi við bíla. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú þarft að beita lagni og samningum til að illa fari ekki fyrir þér. Mjög bráðlega þarftu að greiða skuldir sem þú áttir von á að geta frestað. Láttu ekki félagsstarfssemi trufla aðkallandi verk. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú færð góðar fréttir sem gætu orðið þér til hagn- aðar ef þú héldir rétt á spilunum. Þú skuldar bréf, þér myndi létta, ef þú lykir því af sem fyrst. Þú hefur hugann við allt annað en vinnuna. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Gakktu vel frá öllum samningum, sérstaklega að ekki sé hægt að leggja mismunandi merkingar í ógreinilegt orðalag. Þú ferð í langferð sem heppnast mjög vel, en hún verður nokkuð kostnaðarsöm. 32 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.