Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 41
Það er hætt við, a'ð erlendir kvikmyndatökumenn hefðu orðið undrandi, ef þeir hefðu séð, til okkar við kvikmyndunina stundum. Þegar við komum til dæmis fyrst að Tannastöðum, tókum við eftir, að þakið á öðrum bænum þar var tyrft, en ó hinum var bórujárn. Það gat náttúrlega ekki gengið. Þess vegna fóru allir, leikarar jafnt Sem aðrir, að tyrfa af kappi til þess að kippa þessu í lag. Þá not- uðum við kvikmyndavagninn undir torf! Einn sunnudagsmorgun fórum við snemma að Tannastöðum og til þess að flýta fyrir okkur sminkuðu leikararnir sig í bænum. Við vorum á yfirbyggðum vörubíl, sem var opinn að aftan. Valdimar GuS- mundsson og Ólafur Guðmundsson, lögregluþiónn, sem léku tröllin, sótu við opið og þegar við ókum upp Hverfisgötuna, ekur lítill fólks- bíll á eftir okkur. Okumaðurinn á honum missti alveg stiórn á bíl sínum og ók upp á gangstéttina. Honum bró svona viS að sfá þessa undarlegu karla í vörubílnum! — HvaS kostaði að taka mynd- ina? — Það kostaði 175 þúsund krón- ur, sem var mikill peningur í þá daga. Og myndin var mjög vel sótt, svo að ég fékk upp f kostnaðinn með sýningunum í Austurbæiarbíói. Ég sýndi hana einnig talsvert úti á landi, og það sem kom inn þar var því ógóði. Annars stórtapaði ég oft á þessum kvikmyndaævin- týrum mínum — jafnvel aleigunni. Síðasti bærinn í dalnum var frumsýnd 1949, en næsta mynd mín var gamanmyndin Reykiavíkuræv- intýri BakkabræSra, sem var frum- sýnd 1951. Það vakti talsverða at- hygli', þegar sú mynd var tekin hér í Reykiavík. Þegar við vorum að kvikmynda, safnaðist múgur manns í kringum okkur, en það gerði ekkert til. BakkabræSur áttu hvort sem er að vekja athygli f bænum, svo að þetta passaSi vel f kramiS. Auk þess höfSu Reykvfk- ingar gaman af að sjó sjólfa sig á kvikmynd. BlðSin hentu líka gam- an a5 þessu. Hér er til dæmis úr- klippa úr einu dagblaðanna, sem byrjar svona: „Vegfarendur ó Hverfisgötu hlutu ókeypis skemmtun í gær fyrir fram-. an Þióðleikhúsið, er lögreglan og þrír spaugilegir nóungar þreyttu þar eltingaleik. Um fimmleytið í gær komu þrfr félagar, all einkenni- legir útlits, aS Þjóðleikhúsinu og tóku Farmall-dráttarvél er þar stóð og óku henni upp Hverfisgötu. Virt- ust þeir ekki hafa fullt vald á drátt- arvélinni og óku miög í hlykkium. Rétt í því komu umferSarlög- regluþiónar þeysandi ó mótorhjól- um. Þeir félagar stukku af dráttar- vélinni, er þeir sáu lögregluna koma, og hlupu á bak við Þjóðleik- húsið, en lögregluþiónarnir eltu þá, langstfgir mjög. Þeim félögum tókst að leika á lögregluna og komust tveir þeirra á mótorhiólið. Hlupu þeir samt af TriplexB5^LF01 mótorhjólinu og eltingarleikurinn hófst ó ný. Blaðið hefur ekki fengið upplýs- ingar um hverjir hinir þrír eru, sem þreyttu leikinn við lögregluna, en mannfiöldinn, sem hafði safnast saman við Þjóðleikhúsið, virtist hafa samúð með lögbrjótunum og sumir kölluðu: „Flýtið ykkur, Gísli, Eirfk- ur og Helgi." Strax árið eftir sýndi ég tvær stuttar myndir, Ágirnd, sem byggð var ó látbragðleiknum Hálsfestin eftir Svölu Hannesdóttur og skop- myndina Alheims-íslandsmeistarinn, sem Jón Eyjólfsson lék aSalhlut- verkið í. Það bar helzt til tfðinda í sambandi við þessar smámyndir, að í þeirri fyrrnefndu kemur við sögu prestur, sem stelur hálsfesti. Þetta þótti hneykslanlegt athæfi og lá við að sýningar á myndinni yrðu bannaðar. Sfðasta myndin mín var svo Nýtt hlutverk eftir samnefndri smásögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Sú mynd var fullkomin talmynd, en í öllum hinum myndunum hafði talið verið á sérstöku bandi. Ég heyrði þessa sögu lesna í útvarp og fannst hún gott kvikmyndaefni, fór til Þorleifs og hann gerði kvikmynda- handritið. Innisenurnar í myndinni tók ég heima hjá mér aS BergstaSa- stræti 36. Ég setti allt heimilið á annan endann meðan á þessu stóð. Þetta var nokkuS gamalt hús og svipað þvf sem sagan gerist í. í kjallaranum hafði ég vinnustofu og þar framkallaði ég allt sem við tókum jafnóðum, svo að við gát- um séð árangurinn strax daginn eftir. Þetta var mikill kostur. Ef viS vorum óánægS meS eitthvert atriði, sóum viS það strax og gátum tekið það upp aftur. — Hefur þróun kvikmyndagerðar hér á andi orðið sú, sem þú bjóst við? — Ég verð að viðurkenna, að ég bjóst við, að hún yrði miklu örari. En það er margt aS athuga í þessu sambandi. Það er dýrt að taka kvikmyndir og fámenniS ger- ir markaðinn þröngan. Einnig hef- ur lítið verið gert til þess að stySja \ þessa listgrein og greiSa götu þeirra, sem vilja leggja út í þá óhættu og þaS erfiSi, sem hún krefst. Ég gekk til dæmis oft á fund ráSherra f gamla daga til þess aS fá því framgengt, að skemmtanaskattur yrSi felldur nið- ur af íslenzkum kvikmyndum. Það var vel tekiS í það, en ekkert gert í málinu og því jafnan borið við, aS ef þetta yrSi gert, kæmu fleiri á eftir og heimtuðu slíkt hið sama. Nú eru íslenzkar kvikmyndir hins vegar lausar við skemmtanaskatt- inn og er það vel. Ég er sannfærð- ur um, að tilkoma fslenzka sjón- varpsins verður íslenzkri kvik- myndagerð lyftistöng í framtiðinni. ViS eigum þegar marga unga og snjalla kvikmyndatökumenn, eins og til dæmis Þrónd Thoroddsen og fleiri. Og margir ungir menn eru viS nóm erlendis, svo aS ég er biartsýnn á framtfð kvikmyndagerð- ar hér á landi. — Hefurðu í huga að gera fleiri kvikmyndir? — Það getur vel verið. Ég hef 22. tbi. yiKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.