Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 39
fariS til ömmu þinnar, og veriS þar í friði. Mamma þín verSur að vera hjá litla bróður, hún losnar ekki við að stjana við hann. Ætl- arðu ekki að opna bláu augun þín, ástin mín litla, ég er búin að þrá það svo innilega í kvöld að fá að horfa í þau. Hún leit upp. Brún augu pabba hennar voru rauðrennt, hafði hann verið að gráta? Hennar vegna? — Fyrirgefðu, pabbi minn. Eg skal verSa dugleg í skólanum. Armbandið mitt slitnaði. Hún varð að hreinsa samvizkuna. — En Lena keypti nýjan hlekk. Og nú langar mig svo mikið að fara til ömmu. — Auðvitað förum við til henn- ar, þú ert litlá stúlkan hennar, eins og þú ert og verður litla stúlkan okkar mömmu. Faðir hennar þrýsti andliti henn- ar upp að vanga sínum og kyssti hana. Rikka andvarpaði af ham- ingju, lokaði augunum, og var sofnuð, löngu óður en þau komu til siúkrahússins. Fangelsi eða skóli Framhald af bls. 4 Á laugardögum eiga fangarnir frí og þá er markaðurinn hjá þeim í fullum gangi. Þeir sem hafa einhvern varning aS bjóða taka sér stöðu í stórum garði, sem kallast „The big Yard" og raða varningnum fyrir framan sig. Aðallega er verzlað með viku- blöð, kexpakka og sitthvað fleira smávægilegt. Þeir greiða kannski tvær síga- rettur fyrir eitt gamalt viku- blað eða kannski 200 sígarettur fyrir nokkra súkkulaðipakka og hefti með myndum af nöktum stelpum. Sígaretturnar eru ósvikinn gjaldmiSill, og þeir sem ekki borga geta reiknað með „að detta og meiða sig" illilega. Flestir sem lagðir eru inn á sjúkrahúsið illa útleiknir eru fangar sem hafa svikizt um að borga. Samkvæmt óskrifuðum lögum fanganna, má viðkomandi fangi ekki segja sannleikann, heldur verður að gefa þá skýr- ingu á meiðslum sínum, að hann hafi dottið í stiga eða eitthvað þvíumlíkt. Forráðamönnum fangelsisins er ljóst, að talsvert er um kyn- villu meSal fanganna, en ef hún fer ekki yfir ákveðin takmörk, er hún látin óáreitt. Það hefur sýnt sig, að í flestum tilfellum er um tímabundið ástand að ræða hjá föngunum, sem hverfur með öllu um leið og þeir sleppa úr fangelsinu og komast í tæri við kvenfólk. Ef einum venjulegum degi í lífi fanganna væri lýst, yrði.sú lýsing eitthvað á þessa leið: Þeir eru vaktir klukkan 6,30 með klukknahljómi, fara á fætur og laga til í klefum sínum. Dyrnar á klefunum opnast sjálfkrafa klukkan 7. Þá ganga fangarnir í borðsalinn til þess að snæða morgunverð. Borðsalurinn er skemmtilega innréttaður og ná- kvæmlega eins og sjálfsaf- greiðslu-veitingahús stórborg- anna. Eini munurinn er sá, að bæði borðin og stólarnir eru fest við gólfið. Fangarnir safnast sam- an í smáhópa, setjast við fjög- urra manna borð og tala lágt saman. Klukkan 9 á hver fangi að vera mættur á sínum vinnustað eða í kennslustofu, ef hann gengur í skóla. Milli klukkan 12 og 13 er þríréttaður hádegisverður snædd- ur í borðsalnum. Að honum loknum fara fangarnir til klefa sinna og dyrunum er lokað milli klukkan 13 og 16. Þann tíma nota flestir til að fá sér ofur- lítinn miðdegisblund eða til að lesa lexíurnar sínar þeir sem þess þurfa með. Klukkan 17 er kvöldmatur. Þeir sem ganga í kvöldskóla fara í hann klukkan 18, en eftir þann tíma eru klefadyrnar opnar og fangarnir geta heimsótt hver annan eða setið frammi á gangi og horft á sjónvarp til klukkan 22,30. Þá verða allir aS vera komnir í klefa sína, dyrunum er lokaS og ljósið slökkt. Á laug- ardögum og sunnudögum og öðrum helgidögum eiga fangarn- ir frí, morgunverSurinn er þá klukkutíma síðar en venjulega og klefunum ekki lokaS fyrr en klukkan 23,30. Ef fangi hegðar sér illa og stofnar til vandræða, er honum við fyrsta brot bannað að fara í bíó í hegningarskyni. Ef hegð- un hans lagast ekki við það, þá er honum bannað að verzla í fangelsisbúðinni. Ef hann heldur enn áfram að valda vandræðum, verður hann aS húka í klefa sín- um allan daginn og fær ekki að horfa á sjónvarpið. Óforbetr- anlegir fangar eru settir í eins manns klefa. Eini staðurinn sem gestir fá ekki að koma á, er „Death Row" — dauðadeildin. Þar bíða 55 fangar dauða síns. Þeir lifa í þeirri von, að lögin um dauða- refsingu verði afnumin í Cali- forniu, en vonir þeirra hafa veikzt mikið eftir að Ronald Reagan var kjörinn fylkisstjóri, en hann er hlynntur dauðarefs- ingu. Það var hér sem Caryl Chessman tókst með lagaflækj- um að fresta dauðadómi sínum í ellefu ár. Tveir fangar í dauðadeildinni eru á góðri leið með að hnekkja meti Chessmanns. Þeir eru bræð- 22. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.