Vikan


Vikan - 20.07.1967, Side 14

Vikan - 20.07.1967, Side 14
— 'En ef þú ákveður að sýna samvinnuvilja, hélt Troy blíðlega áfram, — að setja velferð hóps- ins ofar sjálfselsku þinni, er ég viss um, að hópurinn mun með ánægju hjálpa þér í staðinn. Við skulum koma þér úr landi í kvöld Þú veizt, að ég og Louis getum gert það fyrir þig. -—Þið mynduð ekki gera það, sagði hún. —- Ég þekki ykkur Troy. — Þú átt eftir að kynnast okk- ur betur, elskan. Taktú hinn skóinn af henni, Louis. Ég heyrði, að hún engdist á gólfinu. Ég heyrði andardrátt hennar. Ég heyrði að skór var lát- inn detta á gólfið. Ég velti fyrir mér möguleikanum að stöðva leikinn nú þegar. En þau voru fjögur, of mörg fyrir eina byssu. Og Betty Fraley varð ég að ná lifandi. — Við skulum prófa iljavið- brögðin, sagði Troy. — Mér geðjast ekki að þessu, sagði Fay. — Ekki mér heldur, elskan mín. Ég hef andstyggð á því, en Betty er alveg hræðilega þrjózk. Nú varð stundarþögn, svo full eftirvæntingar, að nánast var hægt að þreifa á henni. Svo byrj- uðu ópin. Þegar lauk, fann ég, að ég hafði bitið í jörðina. — Þú hefur Ijómandi viljavið- brögð, sagði Troy. — Það er verst að tungan í þér skuli ekki vera í jafn góðu ásigkomulagi. — Ætlið þið að sleppa mér, ef ef ég læt ykkur hafa peningana? — Ég legg það við drengskap minn. — Drengskap. Hún stundi hræðilega. — Ég vildi óska að þú treyst- ir mér, Betty. Ég nýt þess síður en svo að meiða þig, ag það eru litlar líkur til þess, að þú njótir þess nokkuð fremur. — Reisið mig þá upp. Leyfið mér að sitja. — Auðvitað elskan. Þeir eru í geymsluhólfinu á langferðabílamiðstöðinni í Buena Vista. Lykillinn er í töskunni minni. Um leið og ég var kominn úr sjónmáli frá húsinu, tók ég til fótanna. Þegar ég náði til bíls- ins míns, stóð bjúikkinn enn við húsið fyrir neðan mig. Ég bakkaði niður hæðina, ofan að steinbrúnni og hálfaleið upp brekkuna hinum megin. Ég beið eftir bjúikknum með annan fótinn á kúplingunni og hinn á bremsunni. Eftir langa bið heyrði ég í hon- um handan við hæðina. Ég setti í gír og lagði hægt af stað. Það glampaði á krómið á bjúikknum uppi á hæðinni. Ég hélt mig á miðjum vegi og mætti honum á brúnni. Það vældi í bremsum og buldi í hornum, stóri bíllinn stanzaði rúman meter frá fram- stuðaranum á mínum bíl. Ég var kominn út, áður en bjúikkinn hætti að dúa. Maðurinn, sem kallaður var Louis, glápti á mig yfir stýris- hjólið, feilt andlitið var rautt og glampandi. Ég reif upp opnar dyrnar við hliðina á honum og sýndi honum byssuna mína. Við hlið hans æpti Fay Estabrook — Út, sagði ég. Louis rak annan fótinn út og fálmaði eftir mér. Ég færði mig undan. — Varlega. Settu hend- umar á höfuðið. Hann gerði eins og ég sagði honum, og steig út. Það glamp- aði á smaragðshring á einum fingri hans. —Þú líka Fay. Hérna megin. Hún kom út og riðaði á háum hælunum. — Snúið ykkur við. Þau hlýddu varfærnislega og fylgdust með mér yfir axlirnar. Ég tók um hlaupið á byssunni og rak skaftið í hnakkagrófina á Louis. Hann hné niður á hnén og féll hæglátlega fram á andlitið. Fay kastaði sér undan og greip um höfuðið. Hatturinn rann ofan yfir annað augað. — Settu hann inn í aftursætið, sagði ég. Hún kallaði mig öllum illum nöfnum og lét fúkyrðarununa dynja á mér. Farvinn var í fiekkj- um á kinnum hennar. — Fljót. — Ég lofta honum ekki. — Þú verður. Ég færði mig að- eins nær henni. Hún steig klaufalega yfir mann- inn. Hann var máttlaus og þung- ur. Hún tók undir handarjaðrana á honum, lyfti efri hluta líkam- ans og dró hann að bílnum. Ég opnaði dyrnar og saman slöngv- uðum við honum upp í aflursæt- ið. Hún varð blásmóð og litirnir ninnu niður eftir andliti hennar. Djúp þögnin í sólbjörtu gljúfrinu var afkáralegt umhverfi athafna okkar. Ég sá okkur tvö eins og úr órahæðum, tvær örlitlar ver- ur, iðnar í sólinni, aðeins með blóð og peninga í huga. — Láttu mig nú hafa lykilinn. — Lykilinn? Hún oflék undr- unarsvipinn, svo andlitið varð eins og skrípamynd. — Hvaða lykil? — Lykilinn að geymsluhólfinu, Fay. Fljót. — Ég hef engan lykil. En augnaráð hennar hafði hvarflað brot úr andartaki að framsætinu í bjúikknum. í framsætinu var svart kven veski. Lykillinn var í því. Ég flutti hann yfir í mitt veski. — Upp í, sagði ég. — Nei stýr- ismegin. Þú átt að aka. Hún gerði eins og ég sagði henni, og sté inn fyrir aftan hana. Louis var ólöguleg hrúga í hinu hominu á aftursætinu. Augun voru hálf opin, en það sá ekki í sjáöldrin. Andlit hans var líkara kökudeigi en nokkru sinni fyrr. — Ég kemst ekki framhjá bíln- um þínum, sagði Fay sífrandi. -—■ Þú bakkar hérna upp á hæð- ina. Hún lagði af stað aftur á bak með rykk. — Ekki svona hratt, sagði ég — Ef eitthvað kemur fyrir okk- ur, lifirðu það ekki af. Hún bölvaði mér, en hún hægði líka á. Hún bakkaði varlega upp hæðina og niður hinum megin. Þegar kom að troðningnum, sagði ég henni að aka niður að húsinu. —Hægt og gætilega, Fay. Ekki koma við flautuna. Þú verður ekki á marga fiska, þegar mænan í þér er komin í sundur. Ég snerti bak hennar með byssuskaftinu. Það fór hrollur um hana og bíllinn tók stöðugt fram á við. Ég lagðisl ofan á Lou- is og opnaði hægri afturgluggann. Troðningurinn endaði á lítilli, jafnsléttri flöt, framan við hús- ið. — Beygðu til vinstri, sagði ég. —• Stanzaðu framan við dyrnar og flautaðu svo. Dyrnar inn í húsið opnuðust inn á við. Ég beygði mig þegar ég sá húninn hreyfast. Þegar ég leit upp aftur var Troy í dyrunum og hafði tekið með hægri hendi um dyrakarminn. Ég miðaði og skaut. Á tuttugu feta færi sá ég farið eftir kúluna milli hnú- anna á vísifingri og löngutöng. Áður en hann gæti þrifið upp byssuna með vinstri hendi var hann eins og lamaður eitt and- artak. Nógu lengi til þess að ég gæti náð til hans og notað byssuskeftið aftur. Hann lypp- aðist niður á þröskuldinn og silf- urhvítt höfuðið dinglaði milli hnjánna á honum. Bjúikknum var gefin væn bens- ingusa fyrir aftan mig. Ég rauk á eftir Fay og náði henni áður en hún gat snúið við. Ég þreif í axlirnar á henni og rykkti henni út. Hún reyndi að hrækja á mig og sefan rann niður um hök- una á henni. — Við förum inn, sagði ég. — Þú fyrst. Hún slagaði eins og hún væri drukkin, og riðaði á háum hæl- unum. Troy hafði oltið fram yfir sig og lá nú fyrir framan dyrnar grafkyrr. Við stigum yfir hann. Sviðalyktin var inn í loftinu. Betty Fraley lá á gólfinu og Marcie sat ofan á henni, hélt fyr- ir kverkarnar á henni og var að reyna að kyrkja hana. Ég kippti henni af. Hún hvæsti á mig og stappaði í gólfið, en reyndi ekki frekara ofbeldi. Ég gaf Fay bend- ingu með byssunni um að taka sér stöðu úti í horni við hliðina á Marcie. Betty Fraley setlist upp og átti erfitt með andardráttinn. Annars- vegar á andliti hennar, frá hár- sverðinum niður á kjálka voru fjórar alblóðugar rispur. Hinsvegar var andlit hennar gul- hvítt. —Hörmung er að sjá þig, sagði ég. — Hver erl þú? Röddin var lágt hvæs. Hún gat bersýnilega ekki séð skýrt. — Það skiptir ekki máli. Við skulum koma okkur héðan út, áður en ég neyðist til að drepa þetta fólk. — Það væri ánægjulegt verk, sagði hún. Hún reyndi að standa upp, en féll fram yfir sig á hend- ur og hné. — Ég get ekki gengið. Ég lyfti henni. Líkami hennar var léttur og harður, eins og þurr lurkur. Höfuðið á henni dinglaði máttleysislega yfir handarkrik- anum. Mér fannst ég halda á ó- þekku barni. Marcie og Fay fylgd- ust með mér utan úr horni. Þá fannst mér, sem illskan væri svo sannarlega kvenkyns, eitur, sem konur framleiddu, og dreifðu meðal karlmanna eins og sjúk- dómi. Ég bar Betty út að bílnum og setti hana niður í framsætið. Svo opnaði ég afturdyrnar og velti Louis út á jörðina. Slefan rann út á milli þykkra, blárra varanna, og myndaði bólur, þegar hann andaði frá sér. — Takk sagði Betty Fraley, þegar ég smeygði mér undir stýr- ið. —Þú hefur bjargað lífi mínu ef það er þá nokkurs virði. — Það er ekki mikils virði, en samt átti að borga fyrir það. Verð- ið er hundrað þúsund dollarar — og Ralph Sampson. 29. Ég lagði bjúikknum við brúar- sporðinn og hélt kveikjulyklun- um. Ég lyfti Betty Fraley upp úr sætinu, og hún renndi hægri handlegg um axlirnar á mér. Ég fann granna fingur hennar fitla við hárið í hnakka mér. — Þú ert sterkur, sagði hún. — Þú ert Harper, er það ekki? Hún leit á mig með slóttugu og kvenlegu sakleysi. Hún vissi ekki, hvað hún var blóðug í framan. — Það er kominn tími til að þú þekkir mig. Hættu að káfa á mér, eða ég missi þig. Hún lokaði augunum. Þegar ég tók að aka bílnum mínum hrópaði nún allt í einu: — Hvað um þau? —Við höfum ekki rúm fyrir þau. — Ætlarðu að láta þau sleppa? — Hvers vegna ætti ég að halda þeim? Ég fann stað, þar sem vegurinn var nægilega breiður, og sneri bílnum við, í áttina til Sunset Boulevard . Hún greip um handlegginn á mér: — Við verðum að snúa við. — Ég sagði þér að vera ekki að káfa á mér. Ég er ekki hrifnari af því, en því sem þú gerðir við Eddie. —En þau hafa nokkuð, sem ég á . — Nei, sagði ég. — Ég er með það, og þú átt það ekki lengur. — Lykilinn? — Lykilinn. 14 VIKAN 29- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.