Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 21
Myndi hún nokkurn tíma geta gleymt því, hve stóra, svarta flauels- skikkjan var mjúk, eða þessari lágu, ofurlítið rámu rödd? — Það eru rósir á eyjunni minni.... Þar skaltu sofa.... Hún var svo annars hugar, að hún rakst á hermann, sem reyndist vera Anselm Camisot. Hann varnaði henni vegarins með hendinni. — Nú, úr því þér eruð hérna á mínu svæði, stúlka mín,. verðið þér að gefa mér koss. — Góði Monsieur Camisot, sagði Angelique, vingjarnlega en ákveðin. — Þegar drottningin segir „góði“, hvað getur þá vesalings hermaður eins og ég gert annað en að gefast upp? Hann vék úr vegi fyrir henni. Svo hallaði hann sér fram á lensuna sína og horfði á eftir henni. Dapurleg, hundsleg augun virtu fyrir sér tígulegan limaburð hennar, og dvöldu með aðdáun við grannt mittið undir iátiausum kjólnum, íturvaxnar axlirnar, beinan hálsinn og vanga- svipinn, þar sem hún starði út yfir hafið. ÞRlTUGASTI OG FJÖRÐI KAFLI. Morgun nokkurn fannst Lazarus frændi dáinn í rúmi sínu, friðsam- legur á svip. Madame Anna og Abigail lögðu hann til og settu utan um hann fínt, hvítt lín. Séra Beaucaire var þegar kominn ásamt frænda sínum. Pappírskaupmaðurinn kom skömmu síðar og síðan nábúarnir hver af öðrum. Undir miðjan morgun var hringt við hliðið. Angelique fór út og hleypti inn manni, sem kynnti sig sem Monsieur Baumier, formann hinnar konunglegu trúmálanefndar og fulltrúa Monsieur Nicholas de Bardagne. Alvarleg framkoma hans, svartur frakkinn og hvítar bryddingarnar gerðu hana órólega. En hún hafði heyrt um þenn- an mann. Hún beit á vörina og varð ekki hissa, þegar hún sá að í fylgd með honum voru fjórir, vopnaðir menn og illúðlegur maður í frakka, sem skreyttur var skjaldarmerkjum borgarinnar — skipi með tveimur seglum, ísaumuðum með konungsliljunni. Með jarðarfararfasi, sem Monsieur Baumier áleit hæfandi við þetta tækifæri, skálmaði hann í áttina að stiganum ásamt fylgdarliði sinu. Þegar þeir, sem saínazt höfðu saman við dánarbeð gamla mannsins, tóku eftir komu þeirra, stóðu þeir upp og andrúmsloftið var hlaðið spennu. Monsieur Baumier opnaði pergementsvafning og tók að lesa með graf- arraust: — Þar sem Monsieur Berne Lazarus, eftir að hafa tekið rétta trú, hinn sextánda maí, sneri aftur til fyrri villutrúar og fyrirgerði þannig sálarheill sinni og gaf sömuleiðis slæmt fordæmi.... Hann hélt áfram og lýsti þvi yfir, að hinn látni hefði gerzt sekur um þann glæp, að falla aítur í villutrú eftir að hafa játað kaþólsku og refsingin fyrir það átti að vera sú að lík hans yrði dregið á fleka, fram og aftur um borg- ina, og að lokum varpað i skólpræsin. Þetta verk átti hinn opinberi böðull borgarinnar að vinna. Erfingjar hans voru hinsvegar dæmdir til að gjalda konunginum þrjú þúsund livers í sekt og þar að auki hundrað livres, sem dreift yrði sem ölmusu meðal þurfandi fanga í Palace Con- ciergerie.... Maitre Gabriel greip fram í. Hann var mjög fölur. Hann hafði tekið sér stöðu milli Bauiers og rúmsins, sem látni maðurinn hvíldi á, en sá látni var hinn eini af öllum hópnum, sem héit sínum friðsæla og ofur- lítið kaldhæðnislega svip. — Monsieur de Bardagne getur ekki hafa tekið slíka ákvörðun. Hann var sjálfur vitni að því. að frændi minn neitaði að skipta um trú og ég hef í hyggju að fara og sækja hann. Baumier vafði saman pergamentsfrolluna og gretti sig. — Sem yður þóknast, sagði hann, viss um sjálfan sig. — Farið og sækið hann, en ég ætla að vera kyrr hér. Ég hef nægan tíma. Við höfum það heilaga starf að losa borgina við hættulega samsærismenn, því hinir slæmu englar hafa gert samsæri gegn hinum góðu, á sama hátt og hinir slæmu borgarar hafa gert samsæri gegn hinum tryggu þegnum konungsins, og í La Rochelle fer þetta tvennt oft saman. — Ekki vænti ég að þér séuð að gefa í skyn að við séum föður- landssvikarar? spurði Legoul, sem átti sæti í borgarstjórninni. Hann steig fram, þungur á brún með þanda nasvængi. Maitre Gabriel greip fram í fyrir þeim. — Hver vill .fara og sækja Monsieur de Bardagne? spurði hann. — Ég verð hér og sömuleiðis minir menn, hrópaði Baumier með hæðnislegu glotti. — Ég skal fara, sagði Angelique. Hún hafði þegar varpað yfir sig skikkju og nú hljóp hún niður stig- ann. — Farið þá og góða ferð! kallaði Baumier á eftir henni og glotti. Angelique þaut í gegnum borgina með slíkum hraða, að hún hafði ekki einu sinni tíma til að misstíga sig á ójöfnum götusteinunum. Þeg- ar hún kom að húsi Monsieur Bardaganes, var henni sagt, að hann væri í þinghúsinu. Hún þaut þangað og eftir margar árangurslausar fyrirspurnir fræddist hún um það að lokum að Monsieur de Bardagne væri i heimsókn hjá hinum auðuga skipaeiganda, Jean Manigault. Angelique þaut af stað aftur eins og kólfi væri skotið. Henni flaug í hug, hvað vera mundi á seyði í húsinu meðan hún væri í burtu. Þegar hún fór var meiri sprengjuhætta undir þaki kaupmannsins en í heilli púðurtunnu. Þegar kaldhæðni Baumiers og frekleg framkoma her- mannanna var annarsvegar, og hneikslun og reiði mótmælendanna hins- vegar, myndi sjálfsagt sverfa til stáls. Og hún hafði skilið Honorine eftir! En sú áhætta! Hún sá sig í anda koma aftur og finna húsið autt og yfirgefið og innsigli á dyrunum, alla í fangelsi og guð mátti vita hvar ... Hún var næstum utan við sig af kviða, þegar hún kom að höfð- inglegum bústað Manigaults. Monsieur de Bardagne sat að borðum með Manigaultfjölskyldunni. Herbergið angaði af lystaukandi lykinni af krydduðu súkkulaði, sem Siriki var að hella úr silfurkönnu. Haugar af austrænum ávöxtum, an- anas og greipaldin ásamt miklu úrvali af innlendum ávöxtum, stóð á miðju borðinu í postulínsskál. Angelique veitti þessu enga athygli, heldur þaut þegar í stað að undirtyllu konungsins. Monsieur, ég bið yður að koma undir eins. Maitre Bernard biður yður að koma sér til hjálpar. Þér eruð hans einasta von. Monsieur de Bardagne stóð kurteislega upp, þegar þessi sýn bar hon- um íyrir augu. Litaraft Angelique var auðugra en endranær, vegna þess hve langt hún hafði hlaupið, það glampaði af augum hennar og barmurinn hófst og hné undir svartri blússunni. Án þess aö hún víssi það sjálf, geislaði hún af barnslegum æsingi, sem gerði hana afar eft- irsóknarverða. Skelfing hennar og bænarsvipurinn, ásamt ótrúlega fögrum augum, hefðu varla farið framhjá nokkrum manni með veik- leika fyrir hinu fagra kyni. Og Nicholas de Bardagne varð ekki sakað- ur um að hafa farið varhluta af þeim eiginleika. — Madame, reynið að róa yður og skýra málið fyrir mér. Verið ekki hrædd. Meðan hann talaði, varð svipurinn i gráum augum hans mild- ari og röddin blíðlegri. — Ég þekki yður ekki, en ég skal engu að síður hlusta á það, sem þér hafið að segja, með mesta hlýhug. Angelique gerði sér nú ljóst, hve ókurteislega hún hafði komið fram gagnvart Monsieur Manlgault og hinni feitu frú hans og ílýtti sér að hneigja sig fyrir þeim. Svo ruddi hún því út úr sér, sem gerzt hafði í húsi Maitre Gabriels Berne: Hræðilegir hlutir voru að gerast, ef þeir höfðu ekki þegar gerzt.... Hún greip andann á lofti. — Svona, svona! Verið nú róleg, endurtók Monsieur de Bardagne. — Af hverju lætur konan svona? spurði hann svo og sneri sér að Mani- gaulthjónunum. — Það er engin ástæða til að vera með þennan gaura- gang. — Það var rétt eftir Monsieur Berne að koma sér í svona klipu, sagði Madame Manigault illgirnislega. — Svona nú, kæra Sara. Það er skiljanlegt, að hann vilji ekki leyfa þeim að drasla líki frænda síns um alla borgina á fleka, mótmæiti út- gerðarmaðurinn. — Það eina, sem ég veit, er það að svona hlutir koma eingöngu fyrir hann, sagði íeita konan fyrirlitlega. Svo klappaði hún saman lóf- unum. — Stúlkur, farið og setjið á ykkur svörtu flauelshetturnar og klæðið Jeremí í klæðisfötin. Við verðum að koma að dánarbeði vesa- lings Lazarusar og létta honum förina yfir um með bænum okkar. — Já, auðvitað. Ég hafði ekki frétt að hann væri dáinn, sagði út- gerðarmaðurinn og var nú allt í einu orðinn æstur. — Ég fer á undan, sagði Monsieur de Bardagne glaðlega. — Þessari fögru konu liggur allt of mikið á að koma mér þangað, til þess að ég fari að tefja lengur. Hann hjálpaði Angelique inn i einkavagn sinn, sem stóð fyrir utan og beið eftir honum, undir vernd tveggja hermanna. — Ég vona bara, að við verðum ekki of sein, hvislaði Angelique. — Monsieur, reynið að herða á hestunum. — Kæra barn, hvaða æsingur er þetta! Ég þori að veðja, að þér eruð ekki frá La Rochelle. — Nei, raunar ekki. Hversvegna? — Vegna þess, að þá væruð þér orðin vön svona löguðu, sem þrátt fyrir það sem Dame Sara var að segja, er ekki óalgengt í okkar borg. Þvi miður! Ég verð stundum að vera strangur við fólkið. Þeir, sem víkja ekki af sínum vondu vegum, verða að fá sína refsingu. En ég við- urkenni, að í þessu sérstaka tilfelli, þótt Larzarus Berne hafi haldið sig þrákelknislega við sína viðurstyggilegu trú i áttatíu ár, beit hann ekki höfuðið af skömminni með þvi að fremja þá ófyrirgefanlegu synd að neita til fullnustu hinni réttu trú ... — Þér ætlið þá ekki að leyfa þessum púkalega, litla nagg að velta honum upp úr aurnum? Liðsforinginn fór að hlæja, svo skeir. í röð af sterklegum, hvítum tönnum undir brúnu yfirskegginu. — Eigið þér við Baumier? Þessi lýsing á nákvæmlega við hann. Svo varð hann alvarlegur á ný. — Ég er ekki alltaf sammála honum hvaða aðferðum skuli beita... Eh fyrirgefið mér, það er skrýtið, en mér finnst í fyrsta lagi, að ég hafi aldrei séð yður fyrr en núna, og í öðru lagi, að við höfum einhvern tima sézt áður. Ef svo er, hvernig get ég hafa gleymt nafni svo fagurrar konu? — Ég er Þjónustustúlka Maitre Gabriels. Allt i einu mundi hann eftir henni. — Já, einmitt! Ég sá yður einmitt heima hjá Maitre Berne, kvöldið, sem hettumunkarnir frá klaustrinu í Minems komu og drógu mig með sér til að turna vesalings Lazarusi þar sem hann leit út fyrir að vera á þröskuldi dauðans. Maitre Gabriel var að koma heim, og þér voruð með honum. Hann bætti við alvarlegur í bragði: — Þér eigið barn, sem sam- kvæmt lögunum verður að ala upp í katólskri trú. — Ég man, að þér sögðuð að dóttir mín væri sennilega óskilgetin, sagði Angelique. Hún ákvað með sjálfri sér, til þess að koma í veg fyrir of mikla hnýsni um hana, væri eins gott að leggja hluta af spil- unum á borðið. — Já, þér höfðuð rétt fyrir yður, hún er það. Monsieur de Bardagne kipptist við, þegar hann heyrði þessa ein- lægni. Fyrírgefið mér, ef ég hef móðgað yður, en það er mitt erfiða hlut- skipti í þessari borg að gera skýrzlu um trú hvers og einasta ibúa, hæsta sem lægsta, elzta sem yngsta.... Svo er það, sagði Angelique og yppti öxlum. — Þegar kona er eins fögur og þér, sagði liðsforinginn og brosti smeðjulega, — get ég skilið að ástin.... Hún greip fram í fyrir honum. — Mig langar aðeins að skýra yður frá þvi, að þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af skírn hennar, né uppeldi hennar í fræðunum, þvi hún er þegar katólsk, úr því að ég er það! Monsieur de Bardagne hafði einmitt verið að segja við sjálfan sig, að þessi unga kona hlyti annaðhvort að hafa tekið rétta trú eða að minnsta kosti verið alin upp í katólsku klaustri. Hann óskaði sér til hamingju með skarpskyggnina. — Það skýrir allt — og mig grunaði þetta. En hvað kom yður til að taka þá áhættu að starfa hjá fólki af þessari trú? Það er mjög alvar- legt mál. Angelique hafði þegar hugsað sér svarið. Hún hafði hálft í hvoru fengið hugmyndina af óvingjarnlegum athugasemdum Séverine. Monsieur, sagði hún og leit niður fyrir sig. — Líf mitt hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar, eins og þér hljótið að gera yður ljóst, eftir það, sem ég hef nú sagt yður. En ég var svo heppin að rekast á afar góða og trúaða konu, sem ég má ekki nefna með nafni, þótt hún búi hér, og hún gerði sér ljóst, að ég varð að gera yfirbót fyrir syndir minar, og hún lagði á ráðin um, hvernig ég gæti bezt gert Það. Þannig atvikaðist það, að ég fór að vinna fyrir Bernefjölskylduna, sem allir kaþólikkar vonast til að taki rétta trú einn góðan veðurdag. Framhaid á bis. 29 29. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.