Vikan - 14.09.1967, Síða 4
BfcEOUfcNI* A KtFUNæi
Efflir Ocfld Solhaug
Skyndilega syrti í lofti
og það varð
hálfrokkið þótt vor væri
og snemma dags.
Svo skall á stormur
svo ofboðslegur að
öldurnar urðu háar
sem hús. Hvert brotið
af öðru reið inn yfir
bátinn.
Frásögn þessi er norsk og minn-
ir að ýmsu leyti á íslenzkar þjóð-
sögur af kraftakörlum eins og
séra Snorra á Heydölum, Hafn-
arbræðrum eða tápmiklum fjalla-
mönnum, sem glímdu við úti-
legumenn. Hún gerist norður í
Finnmörk á seytjándu öld. Þá
þegar bjó þar orðið í þorpum með
ströndum fram margt harðsnú-
inna norskra fiskimanna, sem ó-
trauðir sóttu gull í greipar ægis.
En fleiri þjóðflokkar voru þar
á næstu grösum. Á fjöllum uppi
voru Lappar með hreinhjarðir
sínar, og skammt var austur til
byggða Kvena, sem Þórólfur
Kveldúlfsson barðist með og eru
finnskt fólk. Enn lengra austur
— á Múrmansk-ströndinni, höfðu
þá rússneskir fiskimenn setzt að.
Á þessum árum átti að heita
að vinsemd ríkti með Rússum
og Norðmönnum. Noregur — líkt
og ísland — heyrði þá danska
konungsríkinu til og Danir og
Rússar voru þá jafnan banda-
menn og lágu saman í hernaði
gegn Svíum. En þarna norður
við yztu höf fór heldur lítið fyrir
lögum þeim og rétti, sem land-
stjórnarmenn suður í Kaup-
mannahöfn eða austur í Moskvu
höfðu í gildi hverju sinni. Þarna
glímdu hráir berserkir við ís og
ólmar holskeflur og ef eitthvað
bar á milli, réð hnefarétturinn
að mestu, og hans var óspart
neytt.
Sagan segir frá tveimur bræðr-
um, er bjuggu á nesi einu við
Norður-íshafið, er Þúfunes hef-
ur heitið. Það er á þeim sama
skaga á Mageröya sem endar á
Norðurhöfða, en mílu vestar. Á
þessum tímum var þarna auðugt
fiskiver. Þorpið var sérstakt
prestakall, og kirkjan í Þúfunesi
var einu sinni sú norðlægasta í
Evrópu. En nú er staðurinn í
eyði.
Á þeim tímum, sem Þúfunes
var í sem mestum uppgangi,,
bjuggu áðurnefndir bræður þar
saman sér í kofa. Þeir voru
heppnir fiskimenn og hörkukarl-
ar við allt sem þeir fengust, jafnt
á sjó og landi. Þeir voru jötnar
að afli og dálítið ofsafengnir,
hvað gerði að verkum að mörg-
um bauð af þeim ótta, en gagn-
vart sínum nánustu voru þeir
alltaf hjálpsamir og góðfúsir.
Þeir reru alltaf tveir á báti, enda
þýddi engum að keppa við þá
um hörku í sjósókn. Heppnina
höfðu þeir alltaf með sér, og
enginn dró meiri fisk á land en
þeir, þótt svo að meira en helm-
ingi fleiri menn væru á sumum
hinna bátanna.
STÓRVIÐRIÐ.
Einu sinni lá þó við að illa
færi fyrir þeim. Einn dag höfðu
þeir að vanda róið í góðu veðri.
Hættu þeir sér því út á djúpmið,
sem sjaldan voru sótt. Fiskilukk-
an var þó ekki með þeim þennan
daginn, og eina veiðin var meðal-
stór ýsa.
Skyndilega syrti í lofti og
það varð hálfrokkið þótt vor
væri og snemma dags. Svo
skall á stormur, svo ofboðs-
legur að öldurnar urðu háar sem
hús. Hvert brotið af öðru reið
innyfir bátinn. Annar bróðirinn
reyndi að halda bátnum undan
vindinum, en hinn jós og hafði
til þess stamp. En stöðugt riðu
nýjar öldur yfir bátinn, og þótt
svo að bræðurnir byggju yfir
jötunkröftum, þá gerðu þeir sér
fljótlega Ijóst að þetta gætu þeir
ekki haldið út lengi.
SILFURÝSAN f
ÞÚFUNESKIRKJU.
f neyð sinni gerðu þeir það
heit, að ef þeir slyppu lífs úr
óveðri þessu skyldu þeir gefa
kirkjunni í Þúfunesi ýsu úr silfri,
jafnstóra þeirri og var í bátnum.
Og ekki höfðu þeir fyrr unnið
heitið en storminn lægði —
jafn snögglega og hann hafði
skollið á. Bræðurnir komust heilu
og höldnu til lands, dauðþreyttir
en ómeiddir. Svo undarlegt sem
það nú var, hafði enginn í landi
orðið var við þetta óveður og
ekki heldur aðrir, sem á sjó
höfðu verið um daginn.
En heitið, sem bræðurnir höfðu
gefið meðan þeir börðust fyrir
lífi sínu við storminn, héldu
þeir. Þeir sendu einum bezta
gullsmiði landsins pöntun um að
gera ýsu úr silfri, og skildi hún
vera jafnstór þeirri, sem þeir
höfðu dregið óveðursdaginn. Ýs-
an var mótuð, send til Þúfuness
og hengd upp þar í kirkjunni.
Hún vakti mikla aðdáun hjá
fólkinu í þorpinu og einnig ó-
kunnra fiskimanna, sem þangað
komu. Hún var almennt álitinn
verðmætasti gripur, sem kirkjan
átti.
BARDAGINN Á ÞÚFUNESI.
Bræðurnir voru ókvæntir og
bjuggu, sem þegar hefur verið
um getið, saman í kofa. Um vor
og sumur reru þeir stundum á
fjarlæg mið, ef illa fiskaðist á
heimamiðum, og voru þá lang-
tímum saman fjarverandi.
Dag einn, þegar þeir komu
heim eftir margra daga fjarveru
sáu þeir rússneska skútu upp við
ströndina. Þetta var sáraalgeng
sjón, því að á þessum tímum
fiskuðu Rússarnir á sömu miðum
og Norðmennirnir. Þá voru eng-
ar landhelgislínur til. Þar aið
auki ráku Rússar og Norðmenn
vöruskiptaverzlun. Á „maðka-
tímanum" svokallaða, þegar ekki
var hægt að hengja upp fisk
vegna þess að flugurnar verptu
í hann, keyptu Rússarnir fisk af
Norðmönnum fyrir rúgmjöl og
grjón og sitthvað fleira.
Bræðurnir gerðu sér hinsvegar
Ijóst, að í þetta sinn fóru gest-
irnir ekki með friði, heldur þvert
á móti. Þorpið hafði orðið fyrir
árás rússneskra ræningja, sem
höfðu sér til erindis að drepa og
rupla.
Flestir þorpsbúanna, sem heima
voru, höfðu sem betur fór orðið
hættunnar varir í tíma og leitað
hælis í stærsta og sterkasta hús-
4 VIKAN 37-tbl-